Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2025 13:02 Ísraelsríki var stofnað í Palestínu árið 1948 af Þjóðabandalaginu (forverum Sameinuðu þjóðanna) sem afhentu gyðingum yfir 50% af landi Palestínu. Fyrir áttu gyðingar einungis um 6% af landi í Palestínu, en frá aldamótum 1900 höfðu gyðingar keypt þar jarðir og t.d. stofnað samyrkjubú. Íbúar Palestínu voru ekki sátt við að missa eignir sínar og missa meira en helmings alls lands undir hið nýstofnaða ríki og veittu andspyrnu. Sú andspyrna var brotin á bak aftur með þvílíku afli og landstuldi af hálfu Ísraela að eftir stóðu íbúar Palestínu með einungis um 20% lands og Ísraelar með um 80% lands Palestínu. Áfram líður tíminn og árið 1967 hernema ísraelsk stjórnvöld það sem eftir er af Palestínu. Kallað sex daga stríðið. Ísraelsk stjórnvöld eru þá með ógnarstjórn á öllu landi og öllum íbúum Palestínu. Palestínskir íbúar lifa eftir herlögum meðan Ísraelar lifa við landslög, á því er mikill lífsgæða munur. Opinber tölfræði segir okkur að íbúar Palestínu hafi lifað við kúgun ofbeldi og dauða allt frá stofnun Ísraelsríkis - ekki öfugt. Allar þessar sístækkandi ólöglegu landtökubyggðir tala sínu máli. Það rænir engin landi án þess að beita ofbeldi, kúgun og útrýmingu þeirra sem fyrir eru. Það var svo seint árið 1987 sem íbúar í Palestínu stofna herskáa andspyrnuhreyfingu að nafni Hamas. Fjörutíu árum eftir að Ísraelsríki tók yfir 88% af landi þeirra. Tuttugu árum eftir að rest af landi var hertekið af Ísraelum með tilheyrandi, ofbeldi, dauða og lífsgæðaskerðingu. Með öðrum orðum, það tók Palestínska þjóð heilt land og 40 ár að stofna herskáa andspyrnuhreyfingu. Síðan eru liðin 37 ár en ekkert hefur breyst. Enn þá sýna öll opinber gögn (frá stofnunum sem við erum vön að taka mark á) hversu mikill munur er á myrtum sitt hvoru megin og hversu ólík lífsgæðin eru. Árið 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum á móti 16.000 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Frá árinu 2008 til 2022 drápu Ísraelsmenn 6.736 íbúa Palestínu á móti 317 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Árið 2023 frá 1. jan. til 7. okt. myrtu Ísraelsmenn 237 íbúa Palestínu en Palestínumenn drápu 4 Ísraela. Þið þekkið svo atburðarásina eftir 7. okt. Inn í þessum tölum eru ekki allt það palestínska fólk deyr vegna vosbúðar eða vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og ekki tölur yfir fólk sem leggst á flótta vegna ofsókna og stuldi á eigum þess og landi. Það er bara önnur þjóðin sem hefur flúið undan ofsóknum og ofbeldi og bara önnur þjóðin sem lifir við herlög með öllum þeim takmörkunum lífsgæða sem því fylgir. Flóttafólk er varla vandamálið heldur það sem það er að flýja. Herskár andspyrnuhreyfingar eru varla vandamálið heldur hvers vegna þær verða til. Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Yfirstandandi þjóðarmorð og langavarandi útrýming palestínskrar þjóðar verður ekki réttlæt vegna tilvistar Hamas. Veit það er þægilegri tilhugsun fyrir okkur áhorfendur (alþjóðasamfélagið) og því er haldið að okkur - en það stenst bara ekki skoðun. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Ísraelsríki var stofnað í Palestínu árið 1948 af Þjóðabandalaginu (forverum Sameinuðu þjóðanna) sem afhentu gyðingum yfir 50% af landi Palestínu. Fyrir áttu gyðingar einungis um 6% af landi í Palestínu, en frá aldamótum 1900 höfðu gyðingar keypt þar jarðir og t.d. stofnað samyrkjubú. Íbúar Palestínu voru ekki sátt við að missa eignir sínar og missa meira en helmings alls lands undir hið nýstofnaða ríki og veittu andspyrnu. Sú andspyrna var brotin á bak aftur með þvílíku afli og landstuldi af hálfu Ísraela að eftir stóðu íbúar Palestínu með einungis um 20% lands og Ísraelar með um 80% lands Palestínu. Áfram líður tíminn og árið 1967 hernema ísraelsk stjórnvöld það sem eftir er af Palestínu. Kallað sex daga stríðið. Ísraelsk stjórnvöld eru þá með ógnarstjórn á öllu landi og öllum íbúum Palestínu. Palestínskir íbúar lifa eftir herlögum meðan Ísraelar lifa við landslög, á því er mikill lífsgæða munur. Opinber tölfræði segir okkur að íbúar Palestínu hafi lifað við kúgun ofbeldi og dauða allt frá stofnun Ísraelsríkis - ekki öfugt. Allar þessar sístækkandi ólöglegu landtökubyggðir tala sínu máli. Það rænir engin landi án þess að beita ofbeldi, kúgun og útrýmingu þeirra sem fyrir eru. Það var svo seint árið 1987 sem íbúar í Palestínu stofna herskáa andspyrnuhreyfingu að nafni Hamas. Fjörutíu árum eftir að Ísraelsríki tók yfir 88% af landi þeirra. Tuttugu árum eftir að rest af landi var hertekið af Ísraelum með tilheyrandi, ofbeldi, dauða og lífsgæðaskerðingu. Með öðrum orðum, það tók Palestínska þjóð heilt land og 40 ár að stofna herskáa andspyrnuhreyfingu. Síðan eru liðin 37 ár en ekkert hefur breyst. Enn þá sýna öll opinber gögn (frá stofnunum sem við erum vön að taka mark á) hversu mikill munur er á myrtum sitt hvoru megin og hversu ólík lífsgæðin eru. Árið 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum á móti 16.000 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Frá árinu 2008 til 2022 drápu Ísraelsmenn 6.736 íbúa Palestínu á móti 317 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Árið 2023 frá 1. jan. til 7. okt. myrtu Ísraelsmenn 237 íbúa Palestínu en Palestínumenn drápu 4 Ísraela. Þið þekkið svo atburðarásina eftir 7. okt. Inn í þessum tölum eru ekki allt það palestínska fólk deyr vegna vosbúðar eða vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og ekki tölur yfir fólk sem leggst á flótta vegna ofsókna og stuldi á eigum þess og landi. Það er bara önnur þjóðin sem hefur flúið undan ofsóknum og ofbeldi og bara önnur þjóðin sem lifir við herlög með öllum þeim takmörkunum lífsgæða sem því fylgir. Flóttafólk er varla vandamálið heldur það sem það er að flýja. Herskár andspyrnuhreyfingar eru varla vandamálið heldur hvers vegna þær verða til. Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Yfirstandandi þjóðarmorð og langavarandi útrýming palestínskrar þjóðar verður ekki réttlæt vegna tilvistar Hamas. Veit það er þægilegri tilhugsun fyrir okkur áhorfendur (alþjóðasamfélagið) og því er haldið að okkur - en það stenst bara ekki skoðun. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun