Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar 19. mars 2025 07:30 Árið 2025 markar tímamót fyrir Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, því á árinu fagna þau 30 ára afmæli. Samorka hefur gegnt lykilhlutverki í að tryggja að orku- og veitugeirinn á Íslandi eigi sér sterkan málsvara í samtali við stjórnvöld og samfélag. Þessi þátttaka er mikilvægari en nokkru sinni fyrr í ljósi þeirra áskorana sem íslenskt samfélag og orku- og veitugeirinn stendur frammi fyrir. Orku- og veitugeirinn er burðarás í íslensku samfélagi, ekki aðeins vegna þess að hann tryggir sjálfbæra og hreina orku, heldur einnig vegna þess að hann styður við markmið Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040. Í orku- og veitufyrirtækjum starfa landsins bestu sérfræðingar á sínum sviðum sem vinna ötullega að því að endurnýja, uppfæra og þróa nýja orku- og veituinniviði sem skapa lífsgæði og leggja grunn að nýrri verðmætasköpun. Samorka hefur verið leiðandi í að miðla tæknilegri þekkingu fyrirtækja í geiranum og skapa vettvang fyrir stefnumótandi umræðu um framtíð orku- og veitukerfa landsins. Umfangsmiklar fjárfestingar Í tilefni af afmælinu verður í dag haldinn opinn ársfundur í Hörpu, þar sem áhersla verður lögð á framtíðarsýn og áskoranir orku- og veitugeirans. Á fundinum verða kynntar tölur um fyrirhugaðar fjárfestingar orku- og veitufyrirtækja næstu 5 árin. Meðal dagskrárliða verða erindi frá lykilfólki í geiranum, pallborðsumræður og tækifæri til að fagna þessum tímamótum með léttum veitingum og tónlist. Fundinum verður streymt beint á heimasíðu Samorku, samorka.is. Græn framtíð Á stórum tímamótum er mikilvægt að líta til framtíðar. Samorka mun halda áfram að vinna að því að stuðla að skilvirkri stjórnsýsluumgjörð um orku- og veituinnviði, stuðla að nýsköpun og menntun á starfssviðum aðildarfélaga og vinna að því að Ísland verði áfram leiðandi og fyrirmynd annarra þjóða í nýtingu grænnar orku, knúið og kynt með grænni orku sem unnin er meðsjálfbærum og ábyrgum hætti innanlands. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Beck Orkumál Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2025 markar tímamót fyrir Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, því á árinu fagna þau 30 ára afmæli. Samorka hefur gegnt lykilhlutverki í að tryggja að orku- og veitugeirinn á Íslandi eigi sér sterkan málsvara í samtali við stjórnvöld og samfélag. Þessi þátttaka er mikilvægari en nokkru sinni fyrr í ljósi þeirra áskorana sem íslenskt samfélag og orku- og veitugeirinn stendur frammi fyrir. Orku- og veitugeirinn er burðarás í íslensku samfélagi, ekki aðeins vegna þess að hann tryggir sjálfbæra og hreina orku, heldur einnig vegna þess að hann styður við markmið Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040. Í orku- og veitufyrirtækjum starfa landsins bestu sérfræðingar á sínum sviðum sem vinna ötullega að því að endurnýja, uppfæra og þróa nýja orku- og veituinniviði sem skapa lífsgæði og leggja grunn að nýrri verðmætasköpun. Samorka hefur verið leiðandi í að miðla tæknilegri þekkingu fyrirtækja í geiranum og skapa vettvang fyrir stefnumótandi umræðu um framtíð orku- og veitukerfa landsins. Umfangsmiklar fjárfestingar Í tilefni af afmælinu verður í dag haldinn opinn ársfundur í Hörpu, þar sem áhersla verður lögð á framtíðarsýn og áskoranir orku- og veitugeirans. Á fundinum verða kynntar tölur um fyrirhugaðar fjárfestingar orku- og veitufyrirtækja næstu 5 árin. Meðal dagskrárliða verða erindi frá lykilfólki í geiranum, pallborðsumræður og tækifæri til að fagna þessum tímamótum með léttum veitingum og tónlist. Fundinum verður streymt beint á heimasíðu Samorku, samorka.is. Græn framtíð Á stórum tímamótum er mikilvægt að líta til framtíðar. Samorka mun halda áfram að vinna að því að stuðla að skilvirkri stjórnsýsluumgjörð um orku- og veituinnviði, stuðla að nýsköpun og menntun á starfssviðum aðildarfélaga og vinna að því að Ísland verði áfram leiðandi og fyrirmynd annarra þjóða í nýtingu grænnar orku, knúið og kynt með grænni orku sem unnin er meðsjálfbærum og ábyrgum hætti innanlands. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun