Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2025 11:55 Aðgerðasinnar mótmæla lögunum í október síðastliðnum. Getty/Corbis/Simona Granati Samkynja par frá Ítalíu sem ferðaðist til Bandaríkjanna til að taka á móti barni sem staðgöngumóðir gekk með, þorir ekki að snúa heim vegna nýrra laga sem bannar Ítölum að notast við staðgöngumæðrun. Umrædd lög voru samþykkt í október í fyrra, þegar barnið var þegar getið, en parið óttast engu að síður að eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og 600.000 til milljón evra sekt. Lögmaður parsins, Gianni Baldini, vakti athygli fjölmiðla á málinu fyrir hönd foreldranna nýju en hann telur að nokkrir tugir barna ítalskra foreldra hafi fæðst með aðstoð staðgöngumóður síðan lögin tóku gildi. Ómögulegt sé að segja til um raunverulegan fjölda, þar sem fólk þori ekki að stíga fram og kom upp um sig. Umrædd lög eru sögð hafa verið sérstakt áhugamál forsætisráðherrans Giorgiu Meloni en flokkur hennar, Bærður Ítalíu, hafa talað mjög fyrir því að færa hina „hefðbundnu fjölskyldu“ aftur til vegs og virðingar. Þrátt fyrir að áætlað sé að lang flestir Ítalir sem hafa nýtt sér staðgöngumæðrun séu gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi, segja aðgerðasinnar lögunum beint gegn hinsegin fólki. Lögin eiga ekki að virka afturvirkt en skjólstæðingar Baldini treysta sér ekki til að snúa aftur til Ítalíu fyrr en þeir fá fullvissu fyrir því að verða ekki handteknir eða sektaðir. Báðir starfa hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki og parið er sagt íhuga að flytjast hreinlega búferlum vestur um haf. Þar segir Baldini ástandið hins vegar litlu skárra, þar sem stjórnvöld undir forystu Donald Trump forseta hafa bæði sótt að og grafið undan réttindum hinsegin fólks. Þá hefur Trump sagst hafa í hyggju að binda enda á sjálfkrafa ríkisborgararétt allra sem fæðast í Bandaríkjunum, sem á einnig við um börn staðgöngumæðra. Baldini segir parið veigra sér við málaferlum heima fyrir en ef til þess kemur segist hann munu taka málið alla leið í dómstólakerfinu og fá úr því skorið hvort lögin standist stjórnarskrá landsins. Segist hann telja að það geri þau ekki, þar sem það sé hæpið að sækja einhvern til saka á Ítalíu fyrir „brot“ sem var framið í landi þar sem það er alls ekkert „brot“ heldur þvert á móti fullkomlega löglegt. Guardian fjallar um málið. Ítalía Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Umrædd lög voru samþykkt í október í fyrra, þegar barnið var þegar getið, en parið óttast engu að síður að eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og 600.000 til milljón evra sekt. Lögmaður parsins, Gianni Baldini, vakti athygli fjölmiðla á málinu fyrir hönd foreldranna nýju en hann telur að nokkrir tugir barna ítalskra foreldra hafi fæðst með aðstoð staðgöngumóður síðan lögin tóku gildi. Ómögulegt sé að segja til um raunverulegan fjölda, þar sem fólk þori ekki að stíga fram og kom upp um sig. Umrædd lög eru sögð hafa verið sérstakt áhugamál forsætisráðherrans Giorgiu Meloni en flokkur hennar, Bærður Ítalíu, hafa talað mjög fyrir því að færa hina „hefðbundnu fjölskyldu“ aftur til vegs og virðingar. Þrátt fyrir að áætlað sé að lang flestir Ítalir sem hafa nýtt sér staðgöngumæðrun séu gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi, segja aðgerðasinnar lögunum beint gegn hinsegin fólki. Lögin eiga ekki að virka afturvirkt en skjólstæðingar Baldini treysta sér ekki til að snúa aftur til Ítalíu fyrr en þeir fá fullvissu fyrir því að verða ekki handteknir eða sektaðir. Báðir starfa hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki og parið er sagt íhuga að flytjast hreinlega búferlum vestur um haf. Þar segir Baldini ástandið hins vegar litlu skárra, þar sem stjórnvöld undir forystu Donald Trump forseta hafa bæði sótt að og grafið undan réttindum hinsegin fólks. Þá hefur Trump sagst hafa í hyggju að binda enda á sjálfkrafa ríkisborgararétt allra sem fæðast í Bandaríkjunum, sem á einnig við um börn staðgöngumæðra. Baldini segir parið veigra sér við málaferlum heima fyrir en ef til þess kemur segist hann munu taka málið alla leið í dómstólakerfinu og fá úr því skorið hvort lögin standist stjórnarskrá landsins. Segist hann telja að það geri þau ekki, þar sem það sé hæpið að sækja einhvern til saka á Ítalíu fyrir „brot“ sem var framið í landi þar sem það er alls ekkert „brot“ heldur þvert á móti fullkomlega löglegt. Guardian fjallar um málið.
Ítalía Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira