Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2025 23:31 Götur eru tómar frá miðnætti í síðasta lagi til klukkan fimm alla morgna á meðan útgöngubann er í gildi. Vísir/Elín Margrét Það dylst engum sem staddir eru í Kænugarði að það er enn stríð í Úkraínu. Í kvöld hafa loftvarnarviðvaranir vart stoppað og heyra hefur mátt dróna á sveimi yfir borginni og glymjandi hvelli þegar þeir eru skotnir niður. Þegar þetta er skrifað er liðin dágóð stund síðan síðast heyrðust sprengingar úr lofti sem virtust ekki svo ýkja langt frá miðborginni þar sem hópur íslenskra blaðamanna dvelur nú. Það er útgöngubann frá miðnætti svo enginn er á ferli, hvorki fólk né fararskjótar, sem gerir það að verkum að suðið í drónunum og sprengingar í lofti úr fjarska rjúfa algjöra þögnina sem annars ríkir í borginni. Nokkuð öflugar loftvarnir eru í Kænugarði og þykir borgin frekar vel varin. Þannig er hávaðinn í lofti í senn merki um árangursríkar loftvarnir. Allir eru þó vel á varðbergi. Þótt þetta séu mestu lætin sem við höfum orðið vör við hér í Kænugarði síðan íslenski hópurinn kom til borgarinnar á sunnudagskvöld er á sama tíma hálf súrrealískt að átta sig á því hversu hversdagslegt þetta ástand er orðið fyrir heimamenn. Partur af þeim blákalda veruleika sem Úkraínumenn hafa búið við í rúm þrjú ár síðan allsherjarinnrás Rússa hófst í Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.EPA/Sean Gallup Sjálfur segir Volódimír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlinum X að kvöldið í kvöld sé engin undantekning. „Það eru þessar tegundir næturárása Rússlands sem eyðileggja orkugeirann okkar, innviði okkar og eðlilegt líf Úkraínumanna. Og sú staðreynd að þetta kvöld er engin undantekning sýnir að þrýstingur á Rússland verður að halda áfram í þágu friðar,“ skrifar Selenskí. Skotið á sjúkrahús í Sumy Í dag hafi Pútín Rússlandsforseti í reynd hafnað tillögu um fullt vopnahlé að því er segir í færslu Selenskís. „Núna, á mörgum svæðum, getur þú bókstaflega heyrt hvað Rússar raunverulega þurfa. Um það bil 40 „shahed“-drónar eru á himninum okkar og loftvarnir eru virkar,“ skrifar Selenskí. Því miður hafi Rússum tekist að hitta einhver skotmörk í kvöld, til að mynda sjúkrahús í Sumy í norðaustur hluta Úkraínu, árásir á borgir á Donetsk-svæðinu og drónar á sveimi yfir Kænugarði, Zhytomyr, Sumy, Chernihiv, Poltava, Kharkiv, Kirovohrad, Dnipropetrovsk og Cherkasy. Við heimsótti einmitt borgina Poltava fyrr í dag þar sem fréttastofa hitti íbúa sem hafa misst bæði vini, ættingja og heimili í árásum Rússa fyrr á þessu ári. Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði - Vísir Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Það er útgöngubann frá miðnætti svo enginn er á ferli, hvorki fólk né fararskjótar, sem gerir það að verkum að suðið í drónunum og sprengingar í lofti úr fjarska rjúfa algjöra þögnina sem annars ríkir í borginni. Nokkuð öflugar loftvarnir eru í Kænugarði og þykir borgin frekar vel varin. Þannig er hávaðinn í lofti í senn merki um árangursríkar loftvarnir. Allir eru þó vel á varðbergi. Þótt þetta séu mestu lætin sem við höfum orðið vör við hér í Kænugarði síðan íslenski hópurinn kom til borgarinnar á sunnudagskvöld er á sama tíma hálf súrrealískt að átta sig á því hversu hversdagslegt þetta ástand er orðið fyrir heimamenn. Partur af þeim blákalda veruleika sem Úkraínumenn hafa búið við í rúm þrjú ár síðan allsherjarinnrás Rússa hófst í Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.EPA/Sean Gallup Sjálfur segir Volódimír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlinum X að kvöldið í kvöld sé engin undantekning. „Það eru þessar tegundir næturárása Rússlands sem eyðileggja orkugeirann okkar, innviði okkar og eðlilegt líf Úkraínumanna. Og sú staðreynd að þetta kvöld er engin undantekning sýnir að þrýstingur á Rússland verður að halda áfram í þágu friðar,“ skrifar Selenskí. Skotið á sjúkrahús í Sumy Í dag hafi Pútín Rússlandsforseti í reynd hafnað tillögu um fullt vopnahlé að því er segir í færslu Selenskís. „Núna, á mörgum svæðum, getur þú bókstaflega heyrt hvað Rússar raunverulega þurfa. Um það bil 40 „shahed“-drónar eru á himninum okkar og loftvarnir eru virkar,“ skrifar Selenskí. Því miður hafi Rússum tekist að hitta einhver skotmörk í kvöld, til að mynda sjúkrahús í Sumy í norðaustur hluta Úkraínu, árásir á borgir á Donetsk-svæðinu og drónar á sveimi yfir Kænugarði, Zhytomyr, Sumy, Chernihiv, Poltava, Kharkiv, Kirovohrad, Dnipropetrovsk og Cherkasy. Við heimsótti einmitt borgina Poltava fyrr í dag þar sem fréttastofa hitti íbúa sem hafa misst bæði vini, ættingja og heimili í árásum Rússa fyrr á þessu ári. Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði - Vísir
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira