Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2025 23:31 Götur eru tómar frá miðnætti í síðasta lagi til klukkan fimm alla morgna á meðan útgöngubann er í gildi. Vísir/Elín Margrét Það dylst engum sem staddir eru í Kænugarði að það er enn stríð í Úkraínu. Í kvöld hafa loftvarnarviðvaranir vart stoppað og heyra hefur mátt dróna á sveimi yfir borginni og glymjandi hvelli þegar þeir eru skotnir niður. Þegar þetta er skrifað er liðin dágóð stund síðan síðast heyrðust sprengingar úr lofti sem virtust ekki svo ýkja langt frá miðborginni þar sem hópur íslenskra blaðamanna dvelur nú. Það er útgöngubann frá miðnætti svo enginn er á ferli, hvorki fólk né fararskjótar, sem gerir það að verkum að suðið í drónunum og sprengingar í lofti úr fjarska rjúfa algjöra þögnina sem annars ríkir í borginni. Nokkuð öflugar loftvarnir eru í Kænugarði og þykir borgin frekar vel varin. Þannig er hávaðinn í lofti í senn merki um árangursríkar loftvarnir. Allir eru þó vel á varðbergi. Þótt þetta séu mestu lætin sem við höfum orðið vör við hér í Kænugarði síðan íslenski hópurinn kom til borgarinnar á sunnudagskvöld er á sama tíma hálf súrrealískt að átta sig á því hversu hversdagslegt þetta ástand er orðið fyrir heimamenn. Partur af þeim blákalda veruleika sem Úkraínumenn hafa búið við í rúm þrjú ár síðan allsherjarinnrás Rússa hófst í Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.EPA/Sean Gallup Sjálfur segir Volódimír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlinum X að kvöldið í kvöld sé engin undantekning. „Það eru þessar tegundir næturárása Rússlands sem eyðileggja orkugeirann okkar, innviði okkar og eðlilegt líf Úkraínumanna. Og sú staðreynd að þetta kvöld er engin undantekning sýnir að þrýstingur á Rússland verður að halda áfram í þágu friðar,“ skrifar Selenskí. Skotið á sjúkrahús í Sumy Í dag hafi Pútín Rússlandsforseti í reynd hafnað tillögu um fullt vopnahlé að því er segir í færslu Selenskís. „Núna, á mörgum svæðum, getur þú bókstaflega heyrt hvað Rússar raunverulega þurfa. Um það bil 40 „shahed“-drónar eru á himninum okkar og loftvarnir eru virkar,“ skrifar Selenskí. Því miður hafi Rússum tekist að hitta einhver skotmörk í kvöld, til að mynda sjúkrahús í Sumy í norðaustur hluta Úkraínu, árásir á borgir á Donetsk-svæðinu og drónar á sveimi yfir Kænugarði, Zhytomyr, Sumy, Chernihiv, Poltava, Kharkiv, Kirovohrad, Dnipropetrovsk og Cherkasy. Við heimsótti einmitt borgina Poltava fyrr í dag þar sem fréttastofa hitti íbúa sem hafa misst bæði vini, ættingja og heimili í árásum Rússa fyrr á þessu ári. Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði - Vísir Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Það er útgöngubann frá miðnætti svo enginn er á ferli, hvorki fólk né fararskjótar, sem gerir það að verkum að suðið í drónunum og sprengingar í lofti úr fjarska rjúfa algjöra þögnina sem annars ríkir í borginni. Nokkuð öflugar loftvarnir eru í Kænugarði og þykir borgin frekar vel varin. Þannig er hávaðinn í lofti í senn merki um árangursríkar loftvarnir. Allir eru þó vel á varðbergi. Þótt þetta séu mestu lætin sem við höfum orðið vör við hér í Kænugarði síðan íslenski hópurinn kom til borgarinnar á sunnudagskvöld er á sama tíma hálf súrrealískt að átta sig á því hversu hversdagslegt þetta ástand er orðið fyrir heimamenn. Partur af þeim blákalda veruleika sem Úkraínumenn hafa búið við í rúm þrjú ár síðan allsherjarinnrás Rússa hófst í Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.EPA/Sean Gallup Sjálfur segir Volódimír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlinum X að kvöldið í kvöld sé engin undantekning. „Það eru þessar tegundir næturárása Rússlands sem eyðileggja orkugeirann okkar, innviði okkar og eðlilegt líf Úkraínumanna. Og sú staðreynd að þetta kvöld er engin undantekning sýnir að þrýstingur á Rússland verður að halda áfram í þágu friðar,“ skrifar Selenskí. Skotið á sjúkrahús í Sumy Í dag hafi Pútín Rússlandsforseti í reynd hafnað tillögu um fullt vopnahlé að því er segir í færslu Selenskís. „Núna, á mörgum svæðum, getur þú bókstaflega heyrt hvað Rússar raunverulega þurfa. Um það bil 40 „shahed“-drónar eru á himninum okkar og loftvarnir eru virkar,“ skrifar Selenskí. Því miður hafi Rússum tekist að hitta einhver skotmörk í kvöld, til að mynda sjúkrahús í Sumy í norðaustur hluta Úkraínu, árásir á borgir á Donetsk-svæðinu og drónar á sveimi yfir Kænugarði, Zhytomyr, Sumy, Chernihiv, Poltava, Kharkiv, Kirovohrad, Dnipropetrovsk og Cherkasy. Við heimsótti einmitt borgina Poltava fyrr í dag þar sem fréttastofa hitti íbúa sem hafa misst bæði vini, ættingja og heimili í árásum Rússa fyrr á þessu ári. Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði - Vísir
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira