Vélmennið, sem er alfarið framleitt í Noregi, þarf að læra allt sem því er ætlað að gera, svo því er fyrst um sinn fjarstýrt af manneskju.
Stofnandi fyrirtækisins segir þó að eftir stutta kennslu geti NEO sinnt helstu heimilisstörfum sjálft og vonast hann til að geta komið vélmenninu í almenna sölu á næsta ári.
„Á meðan við sitjum hér og tölum saman lærir NEO mikið um það, til dæmis, að hverjum er komið að tala, hvort það er talað við mig eða einhvern annan. Það er af því við geymum öll gögnin frá þessum samskiptum,“ segir Bernt Øivind Børnich, stofnandi One X Technologies, um vélmennið.
„Það sama gerist þegar NEO tekur úr uppþvottavél eða brýtur saman föt. Honum fer fram með meiri gögnum,“ segir hann jafnframt.