Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar 19. mars 2025 09:31 Morgunblaðið birtir þessa dagana greinaflokk eftir lagaprófessor sem vill að stofnaður verði íslenskur her. Því fleiri sem greinarnar verða og því meira sem hugsað er um málefnið verður betur ljóst að hugmyndin er glórulaus. Þeirri ábendingu ætti ég auðvitað að koma á framfæri í Morgunblaðinu sjálfu, en ég missti húmorinn fyrir að skrifa í Moggann þegar fyrir lá að þetta gamalgróna dagblað, sem kallast vill borgaralegt og hægri sinnað vildi styðja konu í æðsta embætti þjóðarinnar sem lýst hefur því yfir að hún vilji leyfa fóstureyðingar fram að fæðingu. Málflutningur um íslenskan her getur hljómað eins og falleg músík í eyrum stjórnmálamanna og -rótgróinna stjórnmálaflokka, sem (eins og Morgunblaðið) hafa slitnað af rótum sínum og dunda sér löngum stundum við að halda á lofti klikkuðum (woke) hugmyndum í stað þess að verja hugsjónir sínar og stefnumið í þágu íslensks almennings. Hernaðarhyggja er nýtt eftirlæti allra áhugamanna um woke-isma, hvort sem þeir aðhyllast vinstristefnu eða hnattvæðingarstefnu, en mörkin þarna á milli verða sífellt óljósari. Þeir sem tala gegn vígbúnaðarkapphlaupi, hatri og hervæðingu mega vænta þess að vera kallaðir „harðlínumenn“ eða jafnvel „öfgamenn“, og þessir stimplar verða breiðari með hverjum deginum og ná nú yfir þá Íslendinga sem aðhyllast enn hina klassísku sjálfstæðisstefnu, Bandaríkjamenn sem studdu stefnu Demókrata fyrir ca. 15 árum og Breta sem sakna gamla, góða Íhaldsflokksins. Málflutningur um íslenskan her hentar vel Sjálfstæðisflokki 21. aldar, sem misst hefur tengsl við venjulegt fólk, því hinn svokallaði „Sjálfstæðisflokkur“ nútímans gæti séð í þessu tækifæri til að fá að tala um mikilvægi sjálfstæðis og grafa um leið undan því í verki (eins og XD hefur gert með ítrekuðum stuðningi við frumvarpið um bókun 35). Stofnun íslensks hers gæti líkað opnað tækifæri fyrir alla þingflokka til að vinna saman (undir merkjum pólitísks rétttrúnaðar) að því að hlaða undir flokksgæðinga sína í alls kyns nefndum og ráðum og stjórnum. Hér skapast auðvitað líka tækifæri (fyrir réttu mennina) til að stofna fyrirtæki um vopnainnflutning sem fengju opinn aðgang að fjárhirslum ríkisins. Ef ná má þessum markmiðum með skrautyrðum og hástemmdu tali úr ræðustól Alþingis skiptir engu máli þótt kjarnafylgi flokkanna haldi áfram að fjarlægjast þá, því enn má sækja peninga úr ríkissjóði og jafnvel hækka greiðslur með því að uppfæra lög um stjórnmálaflokka. En hvað á íslenskur her að verja? M.ö.o. hver eru þau verðmæti sem íslenskur almenningur gæti talið svo dýrmæt að verja beri þau með byssum og blóði? Er það landið sem kjörnir fulltrúar okkar í sveitarstjórnum ætla, án andmæla frá almenningi, að afhenda erlendum fjárfestum undir vindorkuver um leið og kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi hafa opnað þær flóðgáttir með innleiðingu regluverks frá ESB? Er það tungumálið okkar sem stjórnvöld vinna að því að jaðarsetja, án andmæla frá almenningi? Er það kvenfrelsið og jafnréttið sem (án andmæla frá almenningi) mun fyrirsjáanlega eyðast samhliða vexti trúarbragða sem kenna að konur séu réttlægri körlum? Hvað á að verja með vopnum sem Íslendingar vilja ekki verja með lögum? Sem fámenn örþjóð í stóru landi hafa Íslendingar ekki haft tök á að verjast með vopnum. Lögin hafa verið vopn okkar, sbr. m.a. sjálfstæðisbaráttu 19. aldar, þorskastríðin, útfærslu efnahagslögsögunnar, Ice-save málin og neyðarlögin eftir fjármálahrunið. Firring ráðamanna, flokka og ríkisstyrktra fjölmiðla er orðin algjör ef gefa á þeirri hugmynd undir fótinn að örþjóð eins og Íslendingar geti varist með innlendum her, á sama tíma og eina vopn þjóðarinnar, íslensk lög, er slegið úr höndum hennar með lagasetningu um bókun 35 og síðar beinni aðild að ESB, allt í þeim tilgangi að gera erlend lög rétthærri almennum lögum frá Alþingi. Höfundur er lögmaður sem gerði tvær úrslitatilraunir árið 2024 til að vekja Íslendinga af værum svefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Morgunblaðið birtir þessa dagana greinaflokk eftir lagaprófessor sem vill að stofnaður verði íslenskur her. Því fleiri sem greinarnar verða og því meira sem hugsað er um málefnið verður betur ljóst að hugmyndin er glórulaus. Þeirri ábendingu ætti ég auðvitað að koma á framfæri í Morgunblaðinu sjálfu, en ég missti húmorinn fyrir að skrifa í Moggann þegar fyrir lá að þetta gamalgróna dagblað, sem kallast vill borgaralegt og hægri sinnað vildi styðja konu í æðsta embætti þjóðarinnar sem lýst hefur því yfir að hún vilji leyfa fóstureyðingar fram að fæðingu. Málflutningur um íslenskan her getur hljómað eins og falleg músík í eyrum stjórnmálamanna og -rótgróinna stjórnmálaflokka, sem (eins og Morgunblaðið) hafa slitnað af rótum sínum og dunda sér löngum stundum við að halda á lofti klikkuðum (woke) hugmyndum í stað þess að verja hugsjónir sínar og stefnumið í þágu íslensks almennings. Hernaðarhyggja er nýtt eftirlæti allra áhugamanna um woke-isma, hvort sem þeir aðhyllast vinstristefnu eða hnattvæðingarstefnu, en mörkin þarna á milli verða sífellt óljósari. Þeir sem tala gegn vígbúnaðarkapphlaupi, hatri og hervæðingu mega vænta þess að vera kallaðir „harðlínumenn“ eða jafnvel „öfgamenn“, og þessir stimplar verða breiðari með hverjum deginum og ná nú yfir þá Íslendinga sem aðhyllast enn hina klassísku sjálfstæðisstefnu, Bandaríkjamenn sem studdu stefnu Demókrata fyrir ca. 15 árum og Breta sem sakna gamla, góða Íhaldsflokksins. Málflutningur um íslenskan her hentar vel Sjálfstæðisflokki 21. aldar, sem misst hefur tengsl við venjulegt fólk, því hinn svokallaði „Sjálfstæðisflokkur“ nútímans gæti séð í þessu tækifæri til að fá að tala um mikilvægi sjálfstæðis og grafa um leið undan því í verki (eins og XD hefur gert með ítrekuðum stuðningi við frumvarpið um bókun 35). Stofnun íslensks hers gæti líkað opnað tækifæri fyrir alla þingflokka til að vinna saman (undir merkjum pólitísks rétttrúnaðar) að því að hlaða undir flokksgæðinga sína í alls kyns nefndum og ráðum og stjórnum. Hér skapast auðvitað líka tækifæri (fyrir réttu mennina) til að stofna fyrirtæki um vopnainnflutning sem fengju opinn aðgang að fjárhirslum ríkisins. Ef ná má þessum markmiðum með skrautyrðum og hástemmdu tali úr ræðustól Alþingis skiptir engu máli þótt kjarnafylgi flokkanna haldi áfram að fjarlægjast þá, því enn má sækja peninga úr ríkissjóði og jafnvel hækka greiðslur með því að uppfæra lög um stjórnmálaflokka. En hvað á íslenskur her að verja? M.ö.o. hver eru þau verðmæti sem íslenskur almenningur gæti talið svo dýrmæt að verja beri þau með byssum og blóði? Er það landið sem kjörnir fulltrúar okkar í sveitarstjórnum ætla, án andmæla frá almenningi, að afhenda erlendum fjárfestum undir vindorkuver um leið og kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi hafa opnað þær flóðgáttir með innleiðingu regluverks frá ESB? Er það tungumálið okkar sem stjórnvöld vinna að því að jaðarsetja, án andmæla frá almenningi? Er það kvenfrelsið og jafnréttið sem (án andmæla frá almenningi) mun fyrirsjáanlega eyðast samhliða vexti trúarbragða sem kenna að konur séu réttlægri körlum? Hvað á að verja með vopnum sem Íslendingar vilja ekki verja með lögum? Sem fámenn örþjóð í stóru landi hafa Íslendingar ekki haft tök á að verjast með vopnum. Lögin hafa verið vopn okkar, sbr. m.a. sjálfstæðisbaráttu 19. aldar, þorskastríðin, útfærslu efnahagslögsögunnar, Ice-save málin og neyðarlögin eftir fjármálahrunið. Firring ráðamanna, flokka og ríkisstyrktra fjölmiðla er orðin algjör ef gefa á þeirri hugmynd undir fótinn að örþjóð eins og Íslendingar geti varist með innlendum her, á sama tíma og eina vopn þjóðarinnar, íslensk lög, er slegið úr höndum hennar með lagasetningu um bókun 35 og síðar beinni aðild að ESB, allt í þeim tilgangi að gera erlend lög rétthærri almennum lögum frá Alþingi. Höfundur er lögmaður sem gerði tvær úrslitatilraunir árið 2024 til að vekja Íslendinga af værum svefni.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun