Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 15:22 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gæti verið án Glódísar Perlu í fyrsta skipti í sinni þjálfaratíð. Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson gæti orðið án landsliðsfyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur í fyrsta skipti á hans tíma með liðið í komandi leikjum í Þjóðadeild UEFA. Glódís Perla tók ekki þátt er lið hennar Bayern Munchen tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Hún hefur verið að glíma við beinmar í hné og er hreinlega í kapphlaupi við tímann fyrir leikina í byrjun apríl, samkvæmt Þorsteini. Glódís er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 133 leiki. Eftir því sem næst verður komist hefur hún ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan landsliðsferilinn hófst 2012. Hún hefur til að mynda aldrei misst af leik í stjóratíð Þorsteins. Klippa: Þorsteinn ræðir Glódísi, samskiptin við Bayern og Þróttarvöll „Hún hefur aldrei misst af leik en ég hef einu sinni haft hana á bekknum. Það var bara æfingaleikur á móti Filippiseyjum, í þriðja leik á Pinatar Cup. Þá var hún á bekknum í þeim leik. Ég held það sé fyrsti landsleikur sem hún spilar ekki frá því að hún byrjaði í landsliðinu. Ég ætla ekki að sverja fyrir það, en ég held það sé svoleiðis,“ segir Þorsteinn. Það munar því um minna, enda Glódís á meðal betri varnarmanna heims og var valin íþróttamaður ársins hér á landi í fyrra. „Það er ástæða fyrir því að hún hefur alltaf verið í þessu liði. Það er bara gæði hennar og geta sem eru á þeim stað að hún hefur alltaf skipt landsliðið máli. Eins og á Pinatar Cup var þetta bara út af álagi að maður vildi ekki láta hana spila þrjá leiki á sex dögum, þannig að ég hvíldi hana í þeim leik,“ segir Þorsteinn. Viðtalið við Þorstein má sjá í spilaranum. Hann ræðir þar einnig samskiptin við Bayern Munchen, heimavöll Þróttar, hvar leikir Íslands fara fram, og andstæðingana Sviss og Noreg. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn KSÍ Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Glódís Perla tók ekki þátt er lið hennar Bayern Munchen tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Hún hefur verið að glíma við beinmar í hné og er hreinlega í kapphlaupi við tímann fyrir leikina í byrjun apríl, samkvæmt Þorsteini. Glódís er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 133 leiki. Eftir því sem næst verður komist hefur hún ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan landsliðsferilinn hófst 2012. Hún hefur til að mynda aldrei misst af leik í stjóratíð Þorsteins. Klippa: Þorsteinn ræðir Glódísi, samskiptin við Bayern og Þróttarvöll „Hún hefur aldrei misst af leik en ég hef einu sinni haft hana á bekknum. Það var bara æfingaleikur á móti Filippiseyjum, í þriðja leik á Pinatar Cup. Þá var hún á bekknum í þeim leik. Ég held það sé fyrsti landsleikur sem hún spilar ekki frá því að hún byrjaði í landsliðinu. Ég ætla ekki að sverja fyrir það, en ég held það sé svoleiðis,“ segir Þorsteinn. Það munar því um minna, enda Glódís á meðal betri varnarmanna heims og var valin íþróttamaður ársins hér á landi í fyrra. „Það er ástæða fyrir því að hún hefur alltaf verið í þessu liði. Það er bara gæði hennar og geta sem eru á þeim stað að hún hefur alltaf skipt landsliðið máli. Eins og á Pinatar Cup var þetta bara út af álagi að maður vildi ekki láta hana spila þrjá leiki á sex dögum, þannig að ég hvíldi hana í þeim leik,“ segir Þorsteinn. Viðtalið við Þorstein má sjá í spilaranum. Hann ræðir þar einnig samskiptin við Bayern Munchen, heimavöll Þróttar, hvar leikir Íslands fara fram, og andstæðingana Sviss og Noreg.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn KSÍ Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira