Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 20. mars 2025 07:31 Nýr meirihluti borgarinnar virðist ætla að friðþægja Flokk fólksins sem hefur talað fyrir því að ryðja nýtt land með því að vísa uppbyggingu á Geldinganesi í nefnd. Raunverulegur áhugi á uppbyggingu virðist takmarkaður þrátt fyrir yfirlýsingar um mikil uppbyggingaráform. Tímabært að taka ákvörðun Það er mikið fagnaðarefni að vinna við valkostagreiningu um legu Sundabrautar er langt komin. Nú liggur því fyrir að taka þarf ákvörðun um hvar Sundabraut fari yfir Geldinganes og hvernig mislæg gatnamót á Geldinganesi verði hönnuð. Ýmsar gerðir mislægra gatnamóta koma til greina en ef skipuleggja á byggð á Geldinganesi er mikilvægt að hönnun gatnamóta anni umferð og að tryggt verði að hjóla- og gönguleiðir séu hannaðar samhliða. Í ört vaxandi borg er aukinheldur þörf á að huga að framtíðar byggingarlandi. Framsókn lagði fram tillögu þess efnis að fela umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að hefja skipulagsferli vegna húsnæðisuppbyggingar á Geldinganesi með áherslu á íbúðauppbyggingu. Vísað beint í nefnd Áhugavert var að hlusta á málflutning meirihlutans þegar málið var til umræðu á fundi borgarstjórnar. Meirihlutinn sagðist vilja byggja á Geldinganesi en samþykkti samt ekki tillöguna. Í staðinn vísa þau tillögunni til afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði. Þau segja það vera vegna þess að meirihlutinn vill ekki að tillagan fái flýtimeðferð. Miðað við núgildandi áætlanir verður Sundabraut ekki tekin í gagnið fyrr en í fyrsta lagi árið 2032. Tillaga Framsóknar gerði ekki ráð fyrir sérstakri flýtimeðferð á skipulagi á Geldinganesi. Hins vegar þarf að hanna Sundabraut þannig að hún taki mið af íbúðauppbyggingu ef Reykjavíkurborg ætlar að skipuleggja þar byggð í framtíðinni. Sennilegri skýring á málsmeðferð meirihlutans er að þeir fimm flokkar sem mynda vinstri meirihlutann í Reykjavík eru ekki allir sammála um endanlega niðurstöðu málsins. Enginn vilji var til að ræða uppbyggingu á Geldinganesi í síðasta meirihluta og áhugi á uppbyggingu í Úlfarsárdal lítill. Með semingi var uppbygging í Úlfarsárdal samþykkt inn í síðasta meirihlutasáttmála og sennilega þann nýja líka. Enn á eftir að ákveða hvort byggja eigi á Geldinganesi. Það er brýnt að ákvörðun um það liggi fyrir sem fyrst enda ljóst að um þannig mannvirki er að ræða þegar kemur að Sundabraut að því verður ekki auðveldlega breytt eftir á. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Nýr meirihluti borgarinnar virðist ætla að friðþægja Flokk fólksins sem hefur talað fyrir því að ryðja nýtt land með því að vísa uppbyggingu á Geldinganesi í nefnd. Raunverulegur áhugi á uppbyggingu virðist takmarkaður þrátt fyrir yfirlýsingar um mikil uppbyggingaráform. Tímabært að taka ákvörðun Það er mikið fagnaðarefni að vinna við valkostagreiningu um legu Sundabrautar er langt komin. Nú liggur því fyrir að taka þarf ákvörðun um hvar Sundabraut fari yfir Geldinganes og hvernig mislæg gatnamót á Geldinganesi verði hönnuð. Ýmsar gerðir mislægra gatnamóta koma til greina en ef skipuleggja á byggð á Geldinganesi er mikilvægt að hönnun gatnamóta anni umferð og að tryggt verði að hjóla- og gönguleiðir séu hannaðar samhliða. Í ört vaxandi borg er aukinheldur þörf á að huga að framtíðar byggingarlandi. Framsókn lagði fram tillögu þess efnis að fela umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að hefja skipulagsferli vegna húsnæðisuppbyggingar á Geldinganesi með áherslu á íbúðauppbyggingu. Vísað beint í nefnd Áhugavert var að hlusta á málflutning meirihlutans þegar málið var til umræðu á fundi borgarstjórnar. Meirihlutinn sagðist vilja byggja á Geldinganesi en samþykkti samt ekki tillöguna. Í staðinn vísa þau tillögunni til afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði. Þau segja það vera vegna þess að meirihlutinn vill ekki að tillagan fái flýtimeðferð. Miðað við núgildandi áætlanir verður Sundabraut ekki tekin í gagnið fyrr en í fyrsta lagi árið 2032. Tillaga Framsóknar gerði ekki ráð fyrir sérstakri flýtimeðferð á skipulagi á Geldinganesi. Hins vegar þarf að hanna Sundabraut þannig að hún taki mið af íbúðauppbyggingu ef Reykjavíkurborg ætlar að skipuleggja þar byggð í framtíðinni. Sennilegri skýring á málsmeðferð meirihlutans er að þeir fimm flokkar sem mynda vinstri meirihlutann í Reykjavík eru ekki allir sammála um endanlega niðurstöðu málsins. Enginn vilji var til að ræða uppbyggingu á Geldinganesi í síðasta meirihluta og áhugi á uppbyggingu í Úlfarsárdal lítill. Með semingi var uppbygging í Úlfarsárdal samþykkt inn í síðasta meirihlutasáttmála og sennilega þann nýja líka. Enn á eftir að ákveða hvort byggja eigi á Geldinganesi. Það er brýnt að ákvörðun um það liggi fyrir sem fyrst enda ljóst að um þannig mannvirki er að ræða þegar kemur að Sundabraut að því verður ekki auðveldlega breytt eftir á. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun