Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 22:05 Vivianne Miedema kom inn af bekknum og breytti gangi mála. Martin Rickett/Getty Images Manchester City gerði sér lítið fyrir og lagði Chelsea 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn kom á óvart þar sem Man City rak nýverið þjálfara sinn og fátt virðist ætla að stöðva Chelsea á leið sinni að enn einum Englandsmeistaratitlinum. Líkt og Vísir greindi frá á dögunum ákvað Man City að láta þjálfara sinn fara eftir óviðunandi árangur. Tímapunkturinn var áhugaverður og kom leikmönnum félagsins í opna skjöldu. Annað sem gerði leik kvöldsins einkar áhugaverðan er að þetta var annar af fjórum leikjum liðanna á skömmum tíma. Um liðna helgi vann Chelsea 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum enska deildarbikarsins en í kvöld var það Man City sem fór með sigur af hólmi og Chelsea í vægast sagt erfiðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Leikur kvöldsins var varfærnislega leikinn og hvorugt lið vildi taka óþarfa áhættu. Staðan var því markalaus í hálfleik. Þegar klukkustund var liðin kom markadrottningin Vivianne Miedema heimaliðinu yfir eftir að varnarmenn Chelsea gátu ómögulega hreinsað boltann almennilega frá marki. 💥 Miedema is there to smash in the ball after an extended corner and give Manchester City the opener against Chelsea!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/A73LK7fiV1— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Mayra Ramírez hélt hún hefði jafnað metin fyrir Chelsea en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það nýttu heimakonur sér og Miedema bætti við öðru marki sínu og öðru marki Man City þegar mínúta var til loka venjulegs leiktíma. ✨ MAGIC MIEDEMAShe let's the ball to the work and then places it beautifully to double Manchester City's lead!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/tDlaiQbUTY— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Lokatölur í Manchester-borg 2-0 heimaliðinu í vil og verðandi Englandsmeistarar í Chelsea í vondum málum fyrir síðari leik liðanna. Var þetta fyrsta tap Sonia Bompastor síðan hún tók við þjálfun Chelsea. Jafnframt var þetta fyrsta tap liðsins á leiktíðinni. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19. mars 2025 20:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá á dögunum ákvað Man City að láta þjálfara sinn fara eftir óviðunandi árangur. Tímapunkturinn var áhugaverður og kom leikmönnum félagsins í opna skjöldu. Annað sem gerði leik kvöldsins einkar áhugaverðan er að þetta var annar af fjórum leikjum liðanna á skömmum tíma. Um liðna helgi vann Chelsea 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum enska deildarbikarsins en í kvöld var það Man City sem fór með sigur af hólmi og Chelsea í vægast sagt erfiðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Leikur kvöldsins var varfærnislega leikinn og hvorugt lið vildi taka óþarfa áhættu. Staðan var því markalaus í hálfleik. Þegar klukkustund var liðin kom markadrottningin Vivianne Miedema heimaliðinu yfir eftir að varnarmenn Chelsea gátu ómögulega hreinsað boltann almennilega frá marki. 💥 Miedema is there to smash in the ball after an extended corner and give Manchester City the opener against Chelsea!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/A73LK7fiV1— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Mayra Ramírez hélt hún hefði jafnað metin fyrir Chelsea en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það nýttu heimakonur sér og Miedema bætti við öðru marki sínu og öðru marki Man City þegar mínúta var til loka venjulegs leiktíma. ✨ MAGIC MIEDEMAShe let's the ball to the work and then places it beautifully to double Manchester City's lead!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/tDlaiQbUTY— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Lokatölur í Manchester-borg 2-0 heimaliðinu í vil og verðandi Englandsmeistarar í Chelsea í vondum málum fyrir síðari leik liðanna. Var þetta fyrsta tap Sonia Bompastor síðan hún tók við þjálfun Chelsea. Jafnframt var þetta fyrsta tap liðsins á leiktíðinni.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19. mars 2025 20:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19. mars 2025 20:00