Innlent

Þrjú börn hand­tekin í tengslum við líkams­á­rás

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla virðist hafa haft í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt.
Lögregla virðist hafa haft í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt þrjú börn í Hafnarfirði, fyrir líkamsárás og skemmdarverk. Börnin voru látin laus að loknu viðtali við lögreglu og barnavernd.

Lögregla handtók einnig fjóra menn í póstnúmerinu 104 í tengslum við líkamsárás og ólöglegan vopnaburð. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. 

Þá var einn handtekinn í Kópavogi í tengslum við líkamsárás og annar fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, fyrir ólöglegan vopnaburð og fyrir vörslu fíkniefna.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni fyrir ýmis brot, svo sem akstur undir áhrifum, of hraðan akstur og fyrir að tala í síma án viðeigandi búnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×