Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2025 07:26 Róbert Wessman setofnaði Alvotech sem er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Hann er stjórnarformaður og forstjóri fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Alvotech hefur keypt þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma AB (“Xbrane”). Umsamið kaupverð er 275 milljónir sænskra króna, um 3,6 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu segir að með kaupunum auki Alvotech afkastagetu sína í þróun nýrra líftæknilyfjahliðstæða, styrki stöðu sína sem leiðandi afl á þessu sviði og hasli sér völl innan sænska líftæknigeirans. „Alvotech tekur yfir aðstöðu og búnað Xbrane, við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og starfsfólk í þróunardeild fyrirtækisins. Með kaupunum eignast Alvotech jafnframt allt lyfjahugvit Xbrane tengt fyrirhugaðri hliðstæðu við Cimizia (certolizumab pegol). Alvotech mun ljúka við þróun lyfsins og stefnir að því að setja það á markað á árinu 2028. Samhliða kaupunum mun Alvotech í framhaldinu skoða mögulega skráningu í kauphöllinni í Stokkhólmi með útgáfu sænskra heimildaskírteina (SDR). Helstu staðreyndir um kaupin Alvotech kaupir rannsóknaraðstöðu og búnað Xbrane auk fyrirhugaðu hliðstæðunnar XB003. Xbrane heldur réttindum að tveimur verkefnum og verður áfram skráð á markað. Starfsmönnum Xbrane verða boðin störf í rannsóknar- og þróunardeild Alvotech í Stokkhólmi Umsamið kaupverð er 275 milljónir sænskra króna (um 3,6 milljarðar íslenskra króna) og verða 102,2 milljónir sænskra króna greiddar í reiðufé og 172,8 milljónir sænskra króna með yfirtöku skulda, en meirihluti þeirra eða 152,8 milljónir sænskra króna verður greiddur með eigin bréfum. Kaupin eru bundin skilyrðum um samþykki viðkomandi yfirvalda og hluthafa Xbrane. Stjórn Xbrane hefur samþykkt söluna til Alvotech. Auk stjórnarmanna, hafa stórir fjárfestar í hluthafahópi Xbrane skuldbundið sig til að greiða atkvæði með sölunni á hluthafafundi. Stjórn Xbrane mun kalla saman hluthafafund í apríl til að afla heimildar til að ljúka sölunni. Reiknað er með því að kaupunum verði lokið í apríl. Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanns og forstjóra Alvotech, að Alvotech sé nú þegar í hópi leiðandi fyrirtækja á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða. „Velta þeirra frumlyfja sem Alvotech þróar hliðstæður við er umtalsvert meiri en hjá nokkrum keppinaut okkar. Við ætlum að halda áfram að fjölga lyfjum í þróun og þar með bæta aðgengi sjúklinga að líftæknilyfjum í hæsta gæðaflokki. Kaupin á þróunarstarfsemi Xbrane auka enn frekar afkastagetu okkar í þróun nýrra lyfja, á sama tíma og Alvotech ætlar að fjölga verulega starfsfólki við lyfjaþróun á Íslandi. Fjöldi líftæknifyrirtækja í Svíþjóð er annar mesti á eftir Bandaríkjunum. Aðgengi að reyndu starfsfólki er því gott og jafnframt opnast möguleikar á frekara samstarfi við önnur sænsk líftæknifyrirtæki. Kaupin á þróunarstarfsemi Xbrane er því mikilvægt skref sem treystir enn frekar leiðandi stöðu okkar í þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða,“ segir Róbert. Kaup og sala fyrirtækja Alvotech Líftækni Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Í tilkynningu segir að með kaupunum auki Alvotech afkastagetu sína í þróun nýrra líftæknilyfjahliðstæða, styrki stöðu sína sem leiðandi afl á þessu sviði og hasli sér völl innan sænska líftæknigeirans. „Alvotech tekur yfir aðstöðu og búnað Xbrane, við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og starfsfólk í þróunardeild fyrirtækisins. Með kaupunum eignast Alvotech jafnframt allt lyfjahugvit Xbrane tengt fyrirhugaðri hliðstæðu við Cimizia (certolizumab pegol). Alvotech mun ljúka við þróun lyfsins og stefnir að því að setja það á markað á árinu 2028. Samhliða kaupunum mun Alvotech í framhaldinu skoða mögulega skráningu í kauphöllinni í Stokkhólmi með útgáfu sænskra heimildaskírteina (SDR). Helstu staðreyndir um kaupin Alvotech kaupir rannsóknaraðstöðu og búnað Xbrane auk fyrirhugaðu hliðstæðunnar XB003. Xbrane heldur réttindum að tveimur verkefnum og verður áfram skráð á markað. Starfsmönnum Xbrane verða boðin störf í rannsóknar- og þróunardeild Alvotech í Stokkhólmi Umsamið kaupverð er 275 milljónir sænskra króna (um 3,6 milljarðar íslenskra króna) og verða 102,2 milljónir sænskra króna greiddar í reiðufé og 172,8 milljónir sænskra króna með yfirtöku skulda, en meirihluti þeirra eða 152,8 milljónir sænskra króna verður greiddur með eigin bréfum. Kaupin eru bundin skilyrðum um samþykki viðkomandi yfirvalda og hluthafa Xbrane. Stjórn Xbrane hefur samþykkt söluna til Alvotech. Auk stjórnarmanna, hafa stórir fjárfestar í hluthafahópi Xbrane skuldbundið sig til að greiða atkvæði með sölunni á hluthafafundi. Stjórn Xbrane mun kalla saman hluthafafund í apríl til að afla heimildar til að ljúka sölunni. Reiknað er með því að kaupunum verði lokið í apríl. Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanns og forstjóra Alvotech, að Alvotech sé nú þegar í hópi leiðandi fyrirtækja á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða. „Velta þeirra frumlyfja sem Alvotech þróar hliðstæður við er umtalsvert meiri en hjá nokkrum keppinaut okkar. Við ætlum að halda áfram að fjölga lyfjum í þróun og þar með bæta aðgengi sjúklinga að líftæknilyfjum í hæsta gæðaflokki. Kaupin á þróunarstarfsemi Xbrane auka enn frekar afkastagetu okkar í þróun nýrra lyfja, á sama tíma og Alvotech ætlar að fjölga verulega starfsfólki við lyfjaþróun á Íslandi. Fjöldi líftæknifyrirtækja í Svíþjóð er annar mesti á eftir Bandaríkjunum. Aðgengi að reyndu starfsfólki er því gott og jafnframt opnast möguleikar á frekara samstarfi við önnur sænsk líftæknifyrirtæki. Kaupin á þróunarstarfsemi Xbrane er því mikilvægt skref sem treystir enn frekar leiðandi stöðu okkar í þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða,“ segir Róbert.
Kaup og sala fyrirtækja Alvotech Líftækni Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent