Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Íris Ellenberger skrifa 20. mars 2025 12:01 Á næstu vikum munu nemendur við Háskóla Íslands borga skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár, en gætu viljað hugsa sig um áður en þeir borga í gegnum Ugluna. Þegar skrásetningargjöld við Háskóla Íslands (og aðra íslenska ríkisskóla) eru greidd fara greiðslurnar, bæði á netinu og með posagreiðslum, í gegnum fyrirtækið Rapyd. Fjallað hefur verið um fyrirtækið í íslenskum fjölmiðlum vegna tengsla þess við Ísraelsríki. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir þessi tengsl sín, og hefur Björn B. Björnsson fjallað ítarlega um málið í pistlum sínum sem birst hafa á Vísi. [1] Á síðasta ári greiddi Háskóli Íslands 6,9 milljónir til Rapyd. [2] Hvað er málið með Rapyd? Rapyd Europe sem starfar á Íslandi er hluti af alþjóðlegu greiðslufyrirtæki í eigu ísraelskra fjárfesta. Rapyd hefur fjármagnað og auglýst félagslega viðburði fyrir herdeildir Ísraelshers undir þeim formerkjum að fyrirtækið sé stoltur stuðningsaðili hersins.[3] Forstjóri Rapyd (sem er skráður raunverulegur eigandi Rapyd á Íslandi) hefur jafnframt lýst því yfir að Rapyd styðji Ísraelsríki í þjóðarmorðinu gegn Palestínumönnum [4]. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu aðgerðir Ísraela á dögunum „illvirki sem samsvarar stríðsglæpum“[5] og auk þess hafa Læknar án landamæra[6] og Amnesty International[7] einnig lýst því yfir að þar eigi sér stað þjóðarmorð. Háskóli Íslands og Rapyd Í könnun sem gerð var í byrjun árs 2024 kom í ljós að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við Rapyd[8] en samt er nemendum HÍ gert að nota þessa greiðsluleið án þess að bent sé á aðra valkosti. Við teljum því skyldu okkar að benda á þær lausnir, sem eru að millifæra eða borga með reiðufé, til að nemendur greiði ekki óafvitandi hluta skólagjalda sinna til fyrirtækis sem sakað hefur verið um að styðja þjóðarmorð. Millifærsluupplýsingar fyrir skrásetningargjaldið: Bankareikningur: 0137-26-000174 Kennitala HÍ: 600169-2039 Mikilvægt er að senda tölvupóst á nemskra@hi.is með upplýsingum um greiðsluna.Þú getur einnnig mætt með reiðufé á þjónustuborð HÍ á Háskólatorgi. Ertu nemandi í öðrum skóla? Við hvetjum nemendur og kennara annarra ríkisháskóla til þessa að óska eftir upplýsingum um greiðslumiðlun skóla sinna, hvernig megi millifæra og dreifa upplýsingunum til annarra nemenda skólans. Þú hefur val Þegar þú borgar skrásetningargjöldin rennur hluti þess til fyrirtækis sem hvetur til þjóðarmorðs í Palestínu. Með þeirri einföldu aðgerð að millifæra skólagjöldin þín sendir þú Háskóla Íslands og Rapyd skilaboð: „Ég tek ekki þátt í að fjármagna kúgun og mannréttindabrot.“ Það gera þúsundir Íslendinga á hverjum degi með því að sniðganga Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki.[9] Á meðan við bíðum eftir því að Háskóli Íslands taki afstöðu, gerum við það sjálf. Inga Björk er doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Íris er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildir 1. Sjá greinar Björns B. Björnssonar um Rapyd á Vísi: https://www.visir.is/t/37052. Opnirreikningar.is 3. Assaf Gilead. (2023). Rapyd CEO’s Hamas remarks provoke boycott in Iceland https://en.globes.co.il/en/article-rapyd-ceos-hamas-remarks-provoke-boycott-in-iceland-10014662614. Sjá Instagram-reikning Rapyd: https://www.instagram.com/wearerapyd/p/CmLzNiToWcM/?ref=1v6xlxg8ae&hl=af&img_index=1 5. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. (2025). “More than a human can bear”: Israel's systematic use of sexual, reproductive and other forms of gender-based violence since 7 October 2023. https://www.ohchr.org/sites/default/files/documents/hrbodies/hrcouncil/sessions-regular/session58/a-hrc-58-crp-6.pdf6. Læknar án landamæra. (2024). Life in the death trap that is Gaza. https://www.doctorswithoutborders.org/latest/life-death-trap-gaza7. Amnesty International. (2024). Amnesty International investigation concludes Israel is committing genocide against Palestinians in Gaza. https://www.amnesty.org/en/latest/news/2024/12/amnesty-international-concludes-israel-is-committing-genocide-against-palestinians-in-gaza/8. Árni Sæberg. (2024). Ríflega helmingur vill ekki skipta við Rapyd. https://www.visir.is/g/20242543289d/rif-lega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd9. Þú getur fengið frekari upplýsingar um sniðgöngu fyrir Palestínu á www.snidganga.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Á næstu vikum munu nemendur við Háskóla Íslands borga skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár, en gætu viljað hugsa sig um áður en þeir borga í gegnum Ugluna. Þegar skrásetningargjöld við Háskóla Íslands (og aðra íslenska ríkisskóla) eru greidd fara greiðslurnar, bæði á netinu og með posagreiðslum, í gegnum fyrirtækið Rapyd. Fjallað hefur verið um fyrirtækið í íslenskum fjölmiðlum vegna tengsla þess við Ísraelsríki. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir þessi tengsl sín, og hefur Björn B. Björnsson fjallað ítarlega um málið í pistlum sínum sem birst hafa á Vísi. [1] Á síðasta ári greiddi Háskóli Íslands 6,9 milljónir til Rapyd. [2] Hvað er málið með Rapyd? Rapyd Europe sem starfar á Íslandi er hluti af alþjóðlegu greiðslufyrirtæki í eigu ísraelskra fjárfesta. Rapyd hefur fjármagnað og auglýst félagslega viðburði fyrir herdeildir Ísraelshers undir þeim formerkjum að fyrirtækið sé stoltur stuðningsaðili hersins.[3] Forstjóri Rapyd (sem er skráður raunverulegur eigandi Rapyd á Íslandi) hefur jafnframt lýst því yfir að Rapyd styðji Ísraelsríki í þjóðarmorðinu gegn Palestínumönnum [4]. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu aðgerðir Ísraela á dögunum „illvirki sem samsvarar stríðsglæpum“[5] og auk þess hafa Læknar án landamæra[6] og Amnesty International[7] einnig lýst því yfir að þar eigi sér stað þjóðarmorð. Háskóli Íslands og Rapyd Í könnun sem gerð var í byrjun árs 2024 kom í ljós að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við Rapyd[8] en samt er nemendum HÍ gert að nota þessa greiðsluleið án þess að bent sé á aðra valkosti. Við teljum því skyldu okkar að benda á þær lausnir, sem eru að millifæra eða borga með reiðufé, til að nemendur greiði ekki óafvitandi hluta skólagjalda sinna til fyrirtækis sem sakað hefur verið um að styðja þjóðarmorð. Millifærsluupplýsingar fyrir skrásetningargjaldið: Bankareikningur: 0137-26-000174 Kennitala HÍ: 600169-2039 Mikilvægt er að senda tölvupóst á nemskra@hi.is með upplýsingum um greiðsluna.Þú getur einnnig mætt með reiðufé á þjónustuborð HÍ á Háskólatorgi. Ertu nemandi í öðrum skóla? Við hvetjum nemendur og kennara annarra ríkisháskóla til þessa að óska eftir upplýsingum um greiðslumiðlun skóla sinna, hvernig megi millifæra og dreifa upplýsingunum til annarra nemenda skólans. Þú hefur val Þegar þú borgar skrásetningargjöldin rennur hluti þess til fyrirtækis sem hvetur til þjóðarmorðs í Palestínu. Með þeirri einföldu aðgerð að millifæra skólagjöldin þín sendir þú Háskóla Íslands og Rapyd skilaboð: „Ég tek ekki þátt í að fjármagna kúgun og mannréttindabrot.“ Það gera þúsundir Íslendinga á hverjum degi með því að sniðganga Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki.[9] Á meðan við bíðum eftir því að Háskóli Íslands taki afstöðu, gerum við það sjálf. Inga Björk er doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Íris er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildir 1. Sjá greinar Björns B. Björnssonar um Rapyd á Vísi: https://www.visir.is/t/37052. Opnirreikningar.is 3. Assaf Gilead. (2023). Rapyd CEO’s Hamas remarks provoke boycott in Iceland https://en.globes.co.il/en/article-rapyd-ceos-hamas-remarks-provoke-boycott-in-iceland-10014662614. Sjá Instagram-reikning Rapyd: https://www.instagram.com/wearerapyd/p/CmLzNiToWcM/?ref=1v6xlxg8ae&hl=af&img_index=1 5. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. (2025). “More than a human can bear”: Israel's systematic use of sexual, reproductive and other forms of gender-based violence since 7 October 2023. https://www.ohchr.org/sites/default/files/documents/hrbodies/hrcouncil/sessions-regular/session58/a-hrc-58-crp-6.pdf6. Læknar án landamæra. (2024). Life in the death trap that is Gaza. https://www.doctorswithoutborders.org/latest/life-death-trap-gaza7. Amnesty International. (2024). Amnesty International investigation concludes Israel is committing genocide against Palestinians in Gaza. https://www.amnesty.org/en/latest/news/2024/12/amnesty-international-concludes-israel-is-committing-genocide-against-palestinians-in-gaza/8. Árni Sæberg. (2024). Ríflega helmingur vill ekki skipta við Rapyd. https://www.visir.is/g/20242543289d/rif-lega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd9. Þú getur fengið frekari upplýsingar um sniðgöngu fyrir Palestínu á www.snidganga.is.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar