Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. mars 2025 20:30 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. vísir/arnar Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda varaði við því í morgun að innlendir framleiðendur myndu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann sem tekur við rekstri fríhafnaverslanna á Keflavíkurflugvelli um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins. Hann sagði alþjóðlega risann Heinemann vera kominn í markaðsráðandi stöðu á Keflavíkurflugvelli og að tryggja þurfi að sú staða verði ekki misnotuð. Fyrirtækið varð hlutskarpast í útboðsferli um rekstur fríhafnaverslana á vellinum í upphafi árs. Lítið sem ekkert brugðist við tilmælum Samkeppniseftirlitsins Forstjóri Samkeppniseftirlitsins minnir á að Isavia hafi áður hlotið tilmæli er varða framkvæmd útboða þó að ekki sé hægt að slá neinu föstu varðandi þetta tiltekna mál að svo stöddu. „Samkeppniseftirlitið hefur á undanförnum árum haft og lýst áhyggjum um umgjörðina hvað varðar samkeppni í kringum Keflavíkurflugvöll og starfsemi Isavia. Síðast í stóru áliti árið 2022 þar sem við gerum þessi mál að umtalsefni og núna þegar við erum að fylgja þessu áliti eftir þá kemur að því sem virðist í ljós að mjög óverulegu leiti búið að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins.“ Umrædd tilmæli SKE er hægt að nálgast hér. Tilmælin eru átta talsins en þar stendur til að mynda: „Settar verði reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem varða úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn - Samkeppnissjónarmið verði höfð að leiðarljósi.“ Núverandi mál sé hluti af sama áhyggjuefni. „Við erum búin að móttaka þessa ábendingu og munum skoða hana og í framhaldinu kemur í ljós hvort og þá hvað verður gert hvað þetta tiltekna mál varða.“ Öllum til hagsbóta að standa vel að þessu Hann hvetur Isavia, fjármálaráðuneytið og samgönguyfirvöld til að sýna málinu meiri áhuga enda um mikilvæga hagsmuni að ræða. „Það að standa vel að allri þessari umgjörð getur skapað öflugt atvinnulíf og samkeppni. Bæði farþegum og þeim sem hér búa og fyrirtækjum til hagsbóta.“ Heinemann hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu varðandi málið og Isavia gaf ekki kost á viðtali að svo stöddu. Samkeppnismál Isavia Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda varaði við því í morgun að innlendir framleiðendur myndu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann sem tekur við rekstri fríhafnaverslanna á Keflavíkurflugvelli um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins. Hann sagði alþjóðlega risann Heinemann vera kominn í markaðsráðandi stöðu á Keflavíkurflugvelli og að tryggja þurfi að sú staða verði ekki misnotuð. Fyrirtækið varð hlutskarpast í útboðsferli um rekstur fríhafnaverslana á vellinum í upphafi árs. Lítið sem ekkert brugðist við tilmælum Samkeppniseftirlitsins Forstjóri Samkeppniseftirlitsins minnir á að Isavia hafi áður hlotið tilmæli er varða framkvæmd útboða þó að ekki sé hægt að slá neinu föstu varðandi þetta tiltekna mál að svo stöddu. „Samkeppniseftirlitið hefur á undanförnum árum haft og lýst áhyggjum um umgjörðina hvað varðar samkeppni í kringum Keflavíkurflugvöll og starfsemi Isavia. Síðast í stóru áliti árið 2022 þar sem við gerum þessi mál að umtalsefni og núna þegar við erum að fylgja þessu áliti eftir þá kemur að því sem virðist í ljós að mjög óverulegu leiti búið að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins.“ Umrædd tilmæli SKE er hægt að nálgast hér. Tilmælin eru átta talsins en þar stendur til að mynda: „Settar verði reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem varða úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn - Samkeppnissjónarmið verði höfð að leiðarljósi.“ Núverandi mál sé hluti af sama áhyggjuefni. „Við erum búin að móttaka þessa ábendingu og munum skoða hana og í framhaldinu kemur í ljós hvort og þá hvað verður gert hvað þetta tiltekna mál varða.“ Öllum til hagsbóta að standa vel að þessu Hann hvetur Isavia, fjármálaráðuneytið og samgönguyfirvöld til að sýna málinu meiri áhuga enda um mikilvæga hagsmuni að ræða. „Það að standa vel að allri þessari umgjörð getur skapað öflugt atvinnulíf og samkeppni. Bæði farþegum og þeim sem hér búa og fyrirtækjum til hagsbóta.“ Heinemann hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu varðandi málið og Isavia gaf ekki kost á viðtali að svo stöddu.
Samkeppnismál Isavia Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira