Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. mars 2025 20:30 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. vísir/arnar Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda varaði við því í morgun að innlendir framleiðendur myndu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann sem tekur við rekstri fríhafnaverslanna á Keflavíkurflugvelli um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins. Hann sagði alþjóðlega risann Heinemann vera kominn í markaðsráðandi stöðu á Keflavíkurflugvelli og að tryggja þurfi að sú staða verði ekki misnotuð. Fyrirtækið varð hlutskarpast í útboðsferli um rekstur fríhafnaverslana á vellinum í upphafi árs. Lítið sem ekkert brugðist við tilmælum Samkeppniseftirlitsins Forstjóri Samkeppniseftirlitsins minnir á að Isavia hafi áður hlotið tilmæli er varða framkvæmd útboða þó að ekki sé hægt að slá neinu föstu varðandi þetta tiltekna mál að svo stöddu. „Samkeppniseftirlitið hefur á undanförnum árum haft og lýst áhyggjum um umgjörðina hvað varðar samkeppni í kringum Keflavíkurflugvöll og starfsemi Isavia. Síðast í stóru áliti árið 2022 þar sem við gerum þessi mál að umtalsefni og núna þegar við erum að fylgja þessu áliti eftir þá kemur að því sem virðist í ljós að mjög óverulegu leiti búið að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins.“ Umrædd tilmæli SKE er hægt að nálgast hér. Tilmælin eru átta talsins en þar stendur til að mynda: „Settar verði reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem varða úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn - Samkeppnissjónarmið verði höfð að leiðarljósi.“ Núverandi mál sé hluti af sama áhyggjuefni. „Við erum búin að móttaka þessa ábendingu og munum skoða hana og í framhaldinu kemur í ljós hvort og þá hvað verður gert hvað þetta tiltekna mál varða.“ Öllum til hagsbóta að standa vel að þessu Hann hvetur Isavia, fjármálaráðuneytið og samgönguyfirvöld til að sýna málinu meiri áhuga enda um mikilvæga hagsmuni að ræða. „Það að standa vel að allri þessari umgjörð getur skapað öflugt atvinnulíf og samkeppni. Bæði farþegum og þeim sem hér búa og fyrirtækjum til hagsbóta.“ Heinemann hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu varðandi málið og Isavia gaf ekki kost á viðtali að svo stöddu. Samkeppnismál Isavia Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda varaði við því í morgun að innlendir framleiðendur myndu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann sem tekur við rekstri fríhafnaverslanna á Keflavíkurflugvelli um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins. Hann sagði alþjóðlega risann Heinemann vera kominn í markaðsráðandi stöðu á Keflavíkurflugvelli og að tryggja þurfi að sú staða verði ekki misnotuð. Fyrirtækið varð hlutskarpast í útboðsferli um rekstur fríhafnaverslana á vellinum í upphafi árs. Lítið sem ekkert brugðist við tilmælum Samkeppniseftirlitsins Forstjóri Samkeppniseftirlitsins minnir á að Isavia hafi áður hlotið tilmæli er varða framkvæmd útboða þó að ekki sé hægt að slá neinu föstu varðandi þetta tiltekna mál að svo stöddu. „Samkeppniseftirlitið hefur á undanförnum árum haft og lýst áhyggjum um umgjörðina hvað varðar samkeppni í kringum Keflavíkurflugvöll og starfsemi Isavia. Síðast í stóru áliti árið 2022 þar sem við gerum þessi mál að umtalsefni og núna þegar við erum að fylgja þessu áliti eftir þá kemur að því sem virðist í ljós að mjög óverulegu leiti búið að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins.“ Umrædd tilmæli SKE er hægt að nálgast hér. Tilmælin eru átta talsins en þar stendur til að mynda: „Settar verði reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem varða úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn - Samkeppnissjónarmið verði höfð að leiðarljósi.“ Núverandi mál sé hluti af sama áhyggjuefni. „Við erum búin að móttaka þessa ábendingu og munum skoða hana og í framhaldinu kemur í ljós hvort og þá hvað verður gert hvað þetta tiltekna mál varða.“ Öllum til hagsbóta að standa vel að þessu Hann hvetur Isavia, fjármálaráðuneytið og samgönguyfirvöld til að sýna málinu meiri áhuga enda um mikilvæga hagsmuni að ræða. „Það að standa vel að allri þessari umgjörð getur skapað öflugt atvinnulíf og samkeppni. Bæði farþegum og þeim sem hér búa og fyrirtækjum til hagsbóta.“ Heinemann hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu varðandi málið og Isavia gaf ekki kost á viðtali að svo stöddu.
Samkeppnismál Isavia Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira