Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2025 11:05 Ásthildur Lóa Þórsdóttir ætlar að sitja áfram sem þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið án hans vitneskju. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára. Eiríkur Ásmundsson framkvæmdastjóri er barnsfaðir Ásthildar Lóu. Hann er í dag 51 árs gamall og segir í stuttu samtali við Vísi ekki hafa neitt haft að gera með erindi fyrrverandi tengdamóður sinnar til forsætisráðuneytisins. Sogast inn í málið eins og ráðherra Samkvæmt heimildum fréttastofu var það Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks, sem leitaði til forsætisráðuneytisins og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Fréttastofa RÚV komst á snoðir um málið og fjallaði um málið í sexfréttum sínum í gær. Í framhaldinu sagði Ásthildur Lóa af sér. Eiríkur segist hafa tekið strax þá afstöðu í þessu máli að tjá sig ekkert um það, enda málið á engan hátt frá honum komið. Hann hafi sogast inn í það eins og ráðherra. Hann ætli ekki að bregðast við yfirlýsingu Ásthildar Lóu frá því í morgun eins og staðan sé í dag. Kristilegt starf hjá Trú og líf Ásthildur Lóa segist hafa kynnst barnsföður sínum í gegnum starf kristilega safnaðarins Trú og líf. Þrátt fyrir aldursmuninn hafi hún verið óreynd í samskiptum kynjanna, ekki við karlmann kennd og látið undan þrýstingi unglingspiltsins. Eina nótt í september 1989 hafi hún hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa hreinlega ekki hafa „höndlað aðstæðurnar“. Hún minnir á að sjálfræðisaldur á þeim tíma hafi verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldri ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Algengara hafi verið að karlmaðurinn væri eldri en stúlkan. Yfirlýsingu hennar má lesa í fréttinni hér að neðan. Uppfært klukkan 14:27 Eiríkur sagði við Vísi í morgun: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk.“ Eiríkur áréttar hins vegar við fréttastofu RÚV að hann sé ekki mótfallinn umræðu sem hafi farið af stað um stöðu Ásthildar Lóu sem ráðherra. Hann hafi einfaldlega ekki verið með í ráðum þegar erindið var sent til forsætisráðherra. „Ég er hins vegar þakklátur fyrir það að fyrrverandi tengdamóðir mín hafi gert það og er alls ekki mótfallinn því að málið sé nú komið í opinbera umræðu. Ég sóttist auðvitað ekki eftir og sækist ekki eftir því að vera hluti af opinberri umræðu en það er líklegast bara óhjákvæmilegt,“ segir Eiríkur í skriflegu svari til RÚV í dag. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára. Eiríkur Ásmundsson framkvæmdastjóri er barnsfaðir Ásthildar Lóu. Hann er í dag 51 árs gamall og segir í stuttu samtali við Vísi ekki hafa neitt haft að gera með erindi fyrrverandi tengdamóður sinnar til forsætisráðuneytisins. Sogast inn í málið eins og ráðherra Samkvæmt heimildum fréttastofu var það Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks, sem leitaði til forsætisráðuneytisins og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Fréttastofa RÚV komst á snoðir um málið og fjallaði um málið í sexfréttum sínum í gær. Í framhaldinu sagði Ásthildur Lóa af sér. Eiríkur segist hafa tekið strax þá afstöðu í þessu máli að tjá sig ekkert um það, enda málið á engan hátt frá honum komið. Hann hafi sogast inn í það eins og ráðherra. Hann ætli ekki að bregðast við yfirlýsingu Ásthildar Lóu frá því í morgun eins og staðan sé í dag. Kristilegt starf hjá Trú og líf Ásthildur Lóa segist hafa kynnst barnsföður sínum í gegnum starf kristilega safnaðarins Trú og líf. Þrátt fyrir aldursmuninn hafi hún verið óreynd í samskiptum kynjanna, ekki við karlmann kennd og látið undan þrýstingi unglingspiltsins. Eina nótt í september 1989 hafi hún hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa hreinlega ekki hafa „höndlað aðstæðurnar“. Hún minnir á að sjálfræðisaldur á þeim tíma hafi verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldri ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Algengara hafi verið að karlmaðurinn væri eldri en stúlkan. Yfirlýsingu hennar má lesa í fréttinni hér að neðan. Uppfært klukkan 14:27 Eiríkur sagði við Vísi í morgun: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk.“ Eiríkur áréttar hins vegar við fréttastofu RÚV að hann sé ekki mótfallinn umræðu sem hafi farið af stað um stöðu Ásthildar Lóu sem ráðherra. Hann hafi einfaldlega ekki verið með í ráðum þegar erindið var sent til forsætisráðherra. „Ég er hins vegar þakklátur fyrir það að fyrrverandi tengdamóðir mín hafi gert það og er alls ekki mótfallinn því að málið sé nú komið í opinbera umræðu. Ég sóttist auðvitað ekki eftir og sækist ekki eftir því að vera hluti af opinberri umræðu en það er líklegast bara óhjákvæmilegt,“ segir Eiríkur í skriflegu svari til RÚV í dag. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira