Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2025 12:30 Eiríkur Bergmann er stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Arnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. Boðað verður til ríkisráðsfundar á næstu dögum þar sem forsætisráðherra tilkynnir forseta Íslands að Ásthildur Lóa hafi beðist lausnar úr embætti. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur líklegast að þegar sá fundur á sér stað verði Flokkur fólksins búinn að velja nýjan ráðherra í hennar stað og hann settur í embætti á sama fundi. Hann segir málið þó ekki líklegt til að fella ríkisstjórnina. Þá sé ekkert við málið sem kalli til þess að Ásthildur hverfi af þingi. „Mér sýnist ekkert benda til þess að ríkisstjórnin sé í hættu út af þessu máli. Það hefur smám saman verið að skýrast atburðarásin, og til dæmis virðist ekki vera sá trúnaðarbrestur gagnvart þeim sem sendi málið inn líkt og að fréttaflutningur gaf til kynna í gær. Svo sagði ráðherrann mjög snöggt af sér. Ég legg ekkert mat á það hvort það hafi verið nauðsynlegt en það léttir auðvitað pressunni af ríkisstjórninni í þessu máli,“ segir Eiríkur. Þetta er alls ekki fyrsta vandræðamál ríkisstjórnarinnar, þá sérstaklega í kringum Flokk fólksins. Styrkjamálið, biðlaun Ragnars Þórs, mál Sigurjóns Þórðarsonar gegn Morgunblaðinu, orð Ásthildar Lóu um dómstólana og símtal Ingu Sælands við skólastjóra Borgarholtsskóla. „Það er bara ekki sama reynsla og sama umgjörð og er í hinum hefðbundnari stjórnmálaflokkum sem kann að skýra að einhverjir átta sig ekki á réttri háttsemi og hegðun. Þurfa að læra það í starfi og þá kannski koma málin upp,“ segir Eiríkur. Þetta er tíunda afsögn ráðherra í Íslandssögunni, séu einungis talin skiptin sem ráðherrar gengu út úr ríkisstjórninni en færðu sig ekki á milli ráðuneyta. „Flest hafa þau mál snúið að annaðhvort fjárhagslegum atriðum, spillingu og þess háttar, eða að pólitískum vandræðagangi. En mér sýnist þetta fyrsta málið af persónulegum toga sem leiðir til afsagnar,“ segir Eiríkur. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Boðað verður til ríkisráðsfundar á næstu dögum þar sem forsætisráðherra tilkynnir forseta Íslands að Ásthildur Lóa hafi beðist lausnar úr embætti. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur líklegast að þegar sá fundur á sér stað verði Flokkur fólksins búinn að velja nýjan ráðherra í hennar stað og hann settur í embætti á sama fundi. Hann segir málið þó ekki líklegt til að fella ríkisstjórnina. Þá sé ekkert við málið sem kalli til þess að Ásthildur hverfi af þingi. „Mér sýnist ekkert benda til þess að ríkisstjórnin sé í hættu út af þessu máli. Það hefur smám saman verið að skýrast atburðarásin, og til dæmis virðist ekki vera sá trúnaðarbrestur gagnvart þeim sem sendi málið inn líkt og að fréttaflutningur gaf til kynna í gær. Svo sagði ráðherrann mjög snöggt af sér. Ég legg ekkert mat á það hvort það hafi verið nauðsynlegt en það léttir auðvitað pressunni af ríkisstjórninni í þessu máli,“ segir Eiríkur. Þetta er alls ekki fyrsta vandræðamál ríkisstjórnarinnar, þá sérstaklega í kringum Flokk fólksins. Styrkjamálið, biðlaun Ragnars Þórs, mál Sigurjóns Þórðarsonar gegn Morgunblaðinu, orð Ásthildar Lóu um dómstólana og símtal Ingu Sælands við skólastjóra Borgarholtsskóla. „Það er bara ekki sama reynsla og sama umgjörð og er í hinum hefðbundnari stjórnmálaflokkum sem kann að skýra að einhverjir átta sig ekki á réttri háttsemi og hegðun. Þurfa að læra það í starfi og þá kannski koma málin upp,“ segir Eiríkur. Þetta er tíunda afsögn ráðherra í Íslandssögunni, séu einungis talin skiptin sem ráðherrar gengu út úr ríkisstjórninni en færðu sig ekki á milli ráðuneyta. „Flest hafa þau mál snúið að annaðhvort fjárhagslegum atriðum, spillingu og þess háttar, eða að pólitískum vandræðagangi. En mér sýnist þetta fyrsta málið af persónulegum toga sem leiðir til afsagnar,“ segir Eiríkur.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira