Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. mars 2025 19:21 Páll Magnússon er meðal annars fyrrverndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. Í færslu á samfélagsmiðlum segir Páll að fordæmingarnar og formælingarnar hafi keyrt úr öllu hófu áður en Ásthildur sagði sína hlið á málinu. „Ég hvet fólk til að lesa að því er virðist einlæga og opinskáa greinargerð Ásthildar Lóu áður en það fellir dóma í málinu. Að ég tali nú ekki um áður en það dregur fram heykvíslarnar og grjótið,“ segir Páll. Ásthildur Lóa gaf frá sér langa yfirlýsingu í morgun þar sem hún hafnaði því meðal annars að hafa verið leiðbeinandi drengsins á sínum tíma. Hún sagði að drengurinn hefði sótt mjög í hana og hún heðfi upplifað eitthvað sem í dag væri kallað eltihrelling. Þá hafnaði hún jafnframt öllum ásökunum um tálmun. Sambandið óheilbrigt en ekki glæpsamlegt Páll segir að í yfirlýsingu Ásthildar hafi komið fram að hún hefði ekki verið umsjónar- eða tilsjónarmaður piltsins, heldur í svipaðri stöðu og hann í trúarsöfnuðinum Trú og líf. „Úr varð, að því er virðist, frekar óheilbrigt ástarsamband en fráleitt glæpsamlegt. Og meðal annarra orða: hefðu fordæmingarnar núna orðið jafn harðvítugar ef um hefði verið að ræða 22ja ára gamlan strák og 16 ára stelpu?“ „Höfum líka í huga það sem fjölmiðlar hafa haft eftir „drengnum’“: hann leit aldrei á sig sem fórnarlamb í þessu samhengi - og þessi umfjöllun núna er ekki að hans ráði eða frumkvæði.“ Í morgun hafði Vísir eftir Eiríki Ásmundssyni, barnsföður Ásthildar, að málið væri komið upp í hans óþökk. Erindi fyrrverandi tengdamóður hans til forsætisráðuneytisins hefði verið án hans vitneskju. Í öðru viðtali við RÚV skömmu seinna áréttaði Eiríkur hins vegar að hann væri ekki mótfallinn þessari umræðu, og hann væri þakklátur fyrrverandi tengdamóður sinni að hafa komið málinu af stað. Hann sagði að ummælin á Vísi gæfu ekki rétta mynd af því hvað honum fyndist um málið. Undir lok pistils Páls Magnússonar segir hann að það verði pólitískum andstæðingum hennar ekki til framdráttar að skemmta sér með meinfýsnum orðaleikumm um börn, barnanir og barnamálaráðherra. „Af öllum óhróðrinum sem sumir hafa gusað út úr sér í þessu máli er hann einna andstyggilegastur frá þeim sem halda sig geta grætt eitthvað pólitískt á þessari 35 ára gömlu sögu ungmennanna, sem þá voru. Þeirra sem skemmta sér núna með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum um börn, barnanir og barnamálaráðherra.“ „Við þau vil ég segja: gangið hægt um þessar Þórðargleðinnar dyr, finnið ykkur önnur mál; þetta verður ykkur ekki til framdráttar. Kannski er það líka svo að sumir þeirra sem gengu fyrst og harðast fram í fordæmingunni standa ekki á þeim siðferðislega fjallstindi sjálfir að þeim fari vel að kasta fyrsta steininum. Frelsarinn kenndi okkur hver ætti gera það: Sá yðar sem syndlaus er.“ Færsla Páls. Skjáskot Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum segir Páll að fordæmingarnar og formælingarnar hafi keyrt úr öllu hófu áður en Ásthildur sagði sína hlið á málinu. „Ég hvet fólk til að lesa að því er virðist einlæga og opinskáa greinargerð Ásthildar Lóu áður en það fellir dóma í málinu. Að ég tali nú ekki um áður en það dregur fram heykvíslarnar og grjótið,“ segir Páll. Ásthildur Lóa gaf frá sér langa yfirlýsingu í morgun þar sem hún hafnaði því meðal annars að hafa verið leiðbeinandi drengsins á sínum tíma. Hún sagði að drengurinn hefði sótt mjög í hana og hún heðfi upplifað eitthvað sem í dag væri kallað eltihrelling. Þá hafnaði hún jafnframt öllum ásökunum um tálmun. Sambandið óheilbrigt en ekki glæpsamlegt Páll segir að í yfirlýsingu Ásthildar hafi komið fram að hún hefði ekki verið umsjónar- eða tilsjónarmaður piltsins, heldur í svipaðri stöðu og hann í trúarsöfnuðinum Trú og líf. „Úr varð, að því er virðist, frekar óheilbrigt ástarsamband en fráleitt glæpsamlegt. Og meðal annarra orða: hefðu fordæmingarnar núna orðið jafn harðvítugar ef um hefði verið að ræða 22ja ára gamlan strák og 16 ára stelpu?“ „Höfum líka í huga það sem fjölmiðlar hafa haft eftir „drengnum’“: hann leit aldrei á sig sem fórnarlamb í þessu samhengi - og þessi umfjöllun núna er ekki að hans ráði eða frumkvæði.“ Í morgun hafði Vísir eftir Eiríki Ásmundssyni, barnsföður Ásthildar, að málið væri komið upp í hans óþökk. Erindi fyrrverandi tengdamóður hans til forsætisráðuneytisins hefði verið án hans vitneskju. Í öðru viðtali við RÚV skömmu seinna áréttaði Eiríkur hins vegar að hann væri ekki mótfallinn þessari umræðu, og hann væri þakklátur fyrrverandi tengdamóður sinni að hafa komið málinu af stað. Hann sagði að ummælin á Vísi gæfu ekki rétta mynd af því hvað honum fyndist um málið. Undir lok pistils Páls Magnússonar segir hann að það verði pólitískum andstæðingum hennar ekki til framdráttar að skemmta sér með meinfýsnum orðaleikumm um börn, barnanir og barnamálaráðherra. „Af öllum óhróðrinum sem sumir hafa gusað út úr sér í þessu máli er hann einna andstyggilegastur frá þeim sem halda sig geta grætt eitthvað pólitískt á þessari 35 ára gömlu sögu ungmennanna, sem þá voru. Þeirra sem skemmta sér núna með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum um börn, barnanir og barnamálaráðherra.“ „Við þau vil ég segja: gangið hægt um þessar Þórðargleðinnar dyr, finnið ykkur önnur mál; þetta verður ykkur ekki til framdráttar. Kannski er það líka svo að sumir þeirra sem gengu fyrst og harðast fram í fordæmingunni standa ekki á þeim siðferðislega fjallstindi sjálfir að þeim fari vel að kasta fyrsta steininum. Frelsarinn kenndi okkur hver ætti gera það: Sá yðar sem syndlaus er.“ Færsla Páls. Skjáskot
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira