Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. mars 2025 22:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu. Varðandi umræðuna um traust gagnvart stjórnsýslunni, varðandi trúnaðargögn, það var einn flötur á þessu máli, hvað finnst þér um það? „Það er kannski einn áhugaverðasti flöturinn á málinu. Það sem kom mér á óvart var hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara. Nú höfðu þeir tíma til að undirbúa sig, og annar hver maður þarna í þingflokki eða starfsliði Samfylkingarinnar er fyrrverandi blaðamaður, þannig að menn hefðu átt að vita hvers var að vænta,“ segir Sigmundur, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mörgum málum ósvarað varðandi atburðarásina Sigmundur segir að það séu mjög mörg ósvöruð mál varðandi atburðarásina og tímaröðina. „Ýmis svör forsætisráðherrans, sem sagði annars vegar ítrekað að málið væri enn opið í málaskrá ráðuneytisins, en gat svo ekki svarað því hvað það þýðir eða hvort það væri þá gert eitthvað meira með málið,“ segir hann. „Eins með sannleiksgildið, það var talað um að sannleiksgildi málsins hefði komið í ljós allt í einu, en það voru engin svör við því hvernig það hefði gerst.“ „Til að nefna eitt dæmi í viðbót, forsætisráðherra lenti í smá vandræðum með það að vera leiðréttur með það hvernig upplýsingunum hefði verið komið til menntamálaráðherrans fráfarandi. Og þá var svarið bara: „Já, hún hefði hvort sem er komist að þessu með öðrum leiðum.““ Sigmundur segir að málið verði eflaust rætt í þinginu eftir helgi. „Þetta gerðist mjög hratt, og það er eitt af því sem að vekur spurningar, hvað var búið að ganga á þessa viku á undan.“ Leggur ekki mat á mál Ásthildar Lóu Sigmundur segir það Ásthildar Lóu sjálfrar og Flokks fólksins að meta það hvort hún eigi að sitja áfram sem þingmaður. „Ég ætla ekki að fara leggja mat á þetta mál hennar. Maður hefur heyrt misvísandi sögur af því, þannig ég bara treysti mér ekki til þess.“ „Þannig að það er hennar að meta og flokksins hennar, hvort að hún sitji áfram sem þingmaður. En það var greinilega niðurstaða hennar eða ríkisstjórnarinnar, eða forsætisráðherra eftir atvikum, að hún gæti ekki verið ráðherra.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan, en málefni Breiðholtsskóla og hælisleitendamál báru einnig á góma í síðari hluta viðtalsins. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Varðandi umræðuna um traust gagnvart stjórnsýslunni, varðandi trúnaðargögn, það var einn flötur á þessu máli, hvað finnst þér um það? „Það er kannski einn áhugaverðasti flöturinn á málinu. Það sem kom mér á óvart var hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara. Nú höfðu þeir tíma til að undirbúa sig, og annar hver maður þarna í þingflokki eða starfsliði Samfylkingarinnar er fyrrverandi blaðamaður, þannig að menn hefðu átt að vita hvers var að vænta,“ segir Sigmundur, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mörgum málum ósvarað varðandi atburðarásina Sigmundur segir að það séu mjög mörg ósvöruð mál varðandi atburðarásina og tímaröðina. „Ýmis svör forsætisráðherrans, sem sagði annars vegar ítrekað að málið væri enn opið í málaskrá ráðuneytisins, en gat svo ekki svarað því hvað það þýðir eða hvort það væri þá gert eitthvað meira með málið,“ segir hann. „Eins með sannleiksgildið, það var talað um að sannleiksgildi málsins hefði komið í ljós allt í einu, en það voru engin svör við því hvernig það hefði gerst.“ „Til að nefna eitt dæmi í viðbót, forsætisráðherra lenti í smá vandræðum með það að vera leiðréttur með það hvernig upplýsingunum hefði verið komið til menntamálaráðherrans fráfarandi. Og þá var svarið bara: „Já, hún hefði hvort sem er komist að þessu með öðrum leiðum.““ Sigmundur segir að málið verði eflaust rætt í þinginu eftir helgi. „Þetta gerðist mjög hratt, og það er eitt af því sem að vekur spurningar, hvað var búið að ganga á þessa viku á undan.“ Leggur ekki mat á mál Ásthildar Lóu Sigmundur segir það Ásthildar Lóu sjálfrar og Flokks fólksins að meta það hvort hún eigi að sitja áfram sem þingmaður. „Ég ætla ekki að fara leggja mat á þetta mál hennar. Maður hefur heyrt misvísandi sögur af því, þannig ég bara treysti mér ekki til þess.“ „Þannig að það er hennar að meta og flokksins hennar, hvort að hún sitji áfram sem þingmaður. En það var greinilega niðurstaða hennar eða ríkisstjórnarinnar, eða forsætisráðherra eftir atvikum, að hún gæti ekki verið ráðherra.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan, en málefni Breiðholtsskóla og hælisleitendamál báru einnig á góma í síðari hluta viðtalsins.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira