Tuchel skammaði Foden og Rashford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2025 10:02 Phil Foden lék sinn 44. landsleik í gær. ap/Alastair Grant Thomas Tuchel, þjálfara enska fótboltalandsliðsins, fannst Phil Foden og Marcus Rashford ekki spila nógu vel gegn Albaníu í gær. Tuchel stýrði enska landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætti Albaníu á Wembley í undankeppni HM 2026 í gær. Englendingar unnu 2-0 sigur með mörkum frá Myles Lewis-Skelly og Harry Kane. Sá fyrrnefndi skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í fyrsta landsleiknum en Kane bætti enn markamet sitt fyrir enska landsliðið með sínu sjötugasta marki fyrir það. Þrátt fyrir sigurinn var Tuchel ekki alsáttur með frammistöðu enska liðsins í gær og tiltók sérstaklega kantmennina Foden og Rashford í því samhengi. „Báðir kantmennirnir sem byrjuðu höfðu ekki jafn mikil áhrif og þeir geta haft og hafa með sínum félagsliðum,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki alveg af hverju við áttum í vandræðum með að koma boltanum hraðar til þeirra, í opnari stöðum. Ég þarf að skoða leikinn. Okkur vantaði hlaup án bolta svo það var aðeins of mikið um sendingar og ekki nógu mikið um einleik. Við vorum ekki nógu ágengir upp við markið. Þeir hafa verið góðir með sínum félagsliðum undanfarnar vikur. Við höldum áfram að hvetja þá og búa til ramma fyrir þá svo þeir geti sýnt hvað í þeim býr.“ Rashford, sem er á láni hjá Aston Villa frá Manchester United, var í fyrsta sinn í byrjunarliði Englands í heilt ár í gær. Hann lék þá sinn 61. landsleik. Foden hefur verið fastamaður í enska liðinu undanfarin misseri en ekki látið mikið að sér kveða. Hann hefur nú leikið sautján landsleiki í röð án þess að koma að marki. Næsti leikur Englands er gegn Lettlandi á mánudaginn. HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. 22. mars 2025 08:02 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Tuchel stýrði enska landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætti Albaníu á Wembley í undankeppni HM 2026 í gær. Englendingar unnu 2-0 sigur með mörkum frá Myles Lewis-Skelly og Harry Kane. Sá fyrrnefndi skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í fyrsta landsleiknum en Kane bætti enn markamet sitt fyrir enska landsliðið með sínu sjötugasta marki fyrir það. Þrátt fyrir sigurinn var Tuchel ekki alsáttur með frammistöðu enska liðsins í gær og tiltók sérstaklega kantmennina Foden og Rashford í því samhengi. „Báðir kantmennirnir sem byrjuðu höfðu ekki jafn mikil áhrif og þeir geta haft og hafa með sínum félagsliðum,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki alveg af hverju við áttum í vandræðum með að koma boltanum hraðar til þeirra, í opnari stöðum. Ég þarf að skoða leikinn. Okkur vantaði hlaup án bolta svo það var aðeins of mikið um sendingar og ekki nógu mikið um einleik. Við vorum ekki nógu ágengir upp við markið. Þeir hafa verið góðir með sínum félagsliðum undanfarnar vikur. Við höldum áfram að hvetja þá og búa til ramma fyrir þá svo þeir geti sýnt hvað í þeim býr.“ Rashford, sem er á láni hjá Aston Villa frá Manchester United, var í fyrsta sinn í byrjunarliði Englands í heilt ár í gær. Hann lék þá sinn 61. landsleik. Foden hefur verið fastamaður í enska liðinu undanfarin misseri en ekki látið mikið að sér kveða. Hann hefur nú leikið sautján landsleiki í röð án þess að koma að marki. Næsti leikur Englands er gegn Lettlandi á mánudaginn.
HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. 22. mars 2025 08:02 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. 22. mars 2025 08:02