„Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2025 19:43 Áslaug Arna segist engin samskipti hafa haft við fjölmiðla vegna uppljóstrunar Ólafar Björnsdóttur um mál er varðar samband barnamálaráðherra við barnsföður hennar frá því fyrir 36 árum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. Áslaug birti Facebook-færslu um málið upp úr 19 og svaraði þar Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, sem hafði síðdegis kallað eftir rannsókn á aðkomu Áslaugar í málinu. „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar og tilraunir til þess að láta vandræði ríkisstjórnarinnar snúast um Sjálfstæðisflokkinn En eins og oft áður treysta margir á þá aðferð þegar vandræðin hrannast upp í eigin garði,“ skrifar hún í færslunni um skrif Össurar. „Mér er ljúft og skylt að greina frá því að ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls,“ segir Áslaug. Hún segir hins vegar rétt að Ólöf Björnsdóttir hafi haft samband við sig með tölvupósti þann 14. mars síðastliðinn. Ólöf hafi óskað eftir því að Áslaug myndi hringja í sig vegna mennta- og barnamálaráðherra. „Ég hafði ekki samband við Ólöfu og hef ekki enn gert,“ skrifar Áslaug. „Margur heldur mig sig“ Áslaug segir broslegt að „þrautreyndir smjörklípumenn eins og Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller“ bíði spenntir eftir viðbrögðum frá sér vegna málsins. Þar sannist hið fornkveðna: „að margur heldur mig sig.“ „Væri ekki nær fyrir smjörklípuherrana að kalla eftir viðbrögðum úr eigin röðum eða frá Viðreisn - hvers þingmenn sitja með Flokki fólksins í ríkisstjórn? Fremur en að amast út í „hinn fallna formannskandídat“ eins og þeir orða það svo smekklega?“ spyr Áslaug í færslunni. En fyrst hún sé látin bregðast sérstaklega við „enn öðru vandræðamáli ríkisstjórnarinnar“ segir Áslaug að það sé ekkert nema eðlilegt að spurningar vakni þegar „klúður á klúður ofan einkennir fyrstu 100 daga stjórnarinnar.“ Þar sé af nægu að taka og eðlilegt að menn hrökkvi þess vegna í kút og reyni að bæta böl sitt með að benda á aðra. Einstaklingur svikinn um trúnað fái ráðherra í óumbeðið kvöldkaffi „Spurningin sem eftir stendur er sú hver það er sem ber raunverulega ábyrgð á því að einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan,“ skrifar hún. Áslaug segir jafnframt að sami fráfarandi ráðherra hafi staðfest það að hafa fengið upplýsingar um Ólöfu frá aðstoðarmanni forsætisráðherra nokkrum dögum áður en hún hafi fengið tölvupóst sendan. „Umræðan á að snúast um ábyrgð en ekki útúrsnúninga. Það lærist smjörklípustrákunum líklega seint úr þessu,“ skrifar Áslaug að lokum. Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Áslaug birti Facebook-færslu um málið upp úr 19 og svaraði þar Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, sem hafði síðdegis kallað eftir rannsókn á aðkomu Áslaugar í málinu. „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar og tilraunir til þess að láta vandræði ríkisstjórnarinnar snúast um Sjálfstæðisflokkinn En eins og oft áður treysta margir á þá aðferð þegar vandræðin hrannast upp í eigin garði,“ skrifar hún í færslunni um skrif Össurar. „Mér er ljúft og skylt að greina frá því að ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls,“ segir Áslaug. Hún segir hins vegar rétt að Ólöf Björnsdóttir hafi haft samband við sig með tölvupósti þann 14. mars síðastliðinn. Ólöf hafi óskað eftir því að Áslaug myndi hringja í sig vegna mennta- og barnamálaráðherra. „Ég hafði ekki samband við Ólöfu og hef ekki enn gert,“ skrifar Áslaug. „Margur heldur mig sig“ Áslaug segir broslegt að „þrautreyndir smjörklípumenn eins og Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller“ bíði spenntir eftir viðbrögðum frá sér vegna málsins. Þar sannist hið fornkveðna: „að margur heldur mig sig.“ „Væri ekki nær fyrir smjörklípuherrana að kalla eftir viðbrögðum úr eigin röðum eða frá Viðreisn - hvers þingmenn sitja með Flokki fólksins í ríkisstjórn? Fremur en að amast út í „hinn fallna formannskandídat“ eins og þeir orða það svo smekklega?“ spyr Áslaug í færslunni. En fyrst hún sé látin bregðast sérstaklega við „enn öðru vandræðamáli ríkisstjórnarinnar“ segir Áslaug að það sé ekkert nema eðlilegt að spurningar vakni þegar „klúður á klúður ofan einkennir fyrstu 100 daga stjórnarinnar.“ Þar sé af nægu að taka og eðlilegt að menn hrökkvi þess vegna í kút og reyni að bæta böl sitt með að benda á aðra. Einstaklingur svikinn um trúnað fái ráðherra í óumbeðið kvöldkaffi „Spurningin sem eftir stendur er sú hver það er sem ber raunverulega ábyrgð á því að einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan,“ skrifar hún. Áslaug segir jafnframt að sami fráfarandi ráðherra hafi staðfest það að hafa fengið upplýsingar um Ólöfu frá aðstoðarmanni forsætisráðherra nokkrum dögum áður en hún hafi fengið tölvupóst sendan. „Umræðan á að snúast um ábyrgð en ekki útúrsnúninga. Það lærist smjörklípustrákunum líklega seint úr þessu,“ skrifar Áslaug að lokum.
Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira