Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar 22. mars 2025 22:30 Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka. Ekki er útskýrt hvað átt er við með ástarsambandi (og hvorki fréttastofa RÚV né fréttakonan sem skrifaði fréttina hafa svarað ítrekuðum spurningum mínum um það, og hvað þau hafi haft fyrir sér um aldur drengsins). En eðlilegur skilningur á því sem þarna stendur er auðvitað að um kynferðislegt samband hafi verið að ræða þegar drengurinn var 15 ára (enda er það skilningur mikils fjölda fólks á samfélagsmiðlum síðustu daga). Nú vill svo til að kynferðislegur sjálfræðisaldur var á þessum tíma 14 ár, og er 15 ár núna, svo ekki var sjálfkrafa neitt við það að athuga að þessar tvær manneskjur ættu kynlíf saman, enda ekkert sem bendir til þvingunar eða tælingar í því sambandi. Það er samt ámælisvert að RÚV lætur líta út eins og kynlífið hafi hafist meðan drengurinn var 15 ára, þótt erfitt sé að ímynda sér, og engar skýringar gefnar í þá átt, að fréttafólk RÚV gæti hafa vitað með vissu hvenær þetta kynlíf hófst. Það eina sem hægt er að slá föstu í því máli er að það hljóti að hafa hafist a.m.k. níu mánuðum eða svo fyrir fæðingu barnsins. En af upplýsingum sem hver sem er getur aflað sér á netinu er ljóst að getnaðurinn getur ekki hafa átt sér stað fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára, því barnið fæddist tíu og hálfum mánuði síðar. Annað sem RÚV staðhæfir í þessari frétt er að Ásthildur hafi leitt unglingastarf í hópnum þar sem þau kynntust. Þessu hefur Ásthildur mótmælt, og ekkert hefur komið fram sem bendir til að það sé rangt hjá henni. Fréttastofa RÚV lætur sem sagt líta út eins og Ásthildur hafi stundað kynlíf með 15 ára dreng, sem ekkert virðist geta staðfest að hafi gerst áður en hann varð 16 ára, og útskýrir ekki hvernig komist er að þeirri niðurstöðu. Og gefur auk þess í skyn að að Ásthildur hafi verið í einhvers konar yfirburðastöðu gagnvart honum, sem ekkert virðist heldur styðja. Auðvitað er hugsanlegt að RÚV hafi undir höndum aðrar heimildir en þær sem sagt hefur verið frá, en þá hefði auðvitað átt að skýra frá þeim fyrir löngu. Og vandséð er hvernig RÚV ætti að geta hafa gengið úr skugga um með óyggjandi hætti nákvæmlega hvenær kynlífið hófst. Meðan þetta er ekki útskýrt, eða dregið tilbaka, er það augljós ályktun að RÚV hafi brugðist gersamlega skyldum sínum, og siðareglum blaðamanna. Það er alltaf alvarlegt mál, en alveg sérstaklega alvarlegt þegar óheiðarleg frásögn af atvikum sem ekki fólu í sér neitt sem virðist vera lögbrot leiðir af sér jafn afdrifaríka og fyrirséða hluti og raun varð á. Ekki var heldur um að ræða neitt ósæmilegt, nema ef til vill í hugum óforbetranlegra siðapostula sem finnst þeir eiga að fá að vera með nefið ofan í nærbuxum annars fólks. Það ætti kannski ekki að reka fréttakonuna fyrir þetta upphlaup — fólk á að fá annað tækifæri þegar það gerir mistök. En væri ég fréttastjórinn, Heiðar Örn Sigurfinnsson, myndi ég velta alvarlega fyrir mér að segja af mér sem slíkur. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Mest lesið Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka. Ekki er útskýrt hvað átt er við með ástarsambandi (og hvorki fréttastofa RÚV né fréttakonan sem skrifaði fréttina hafa svarað ítrekuðum spurningum mínum um það, og hvað þau hafi haft fyrir sér um aldur drengsins). En eðlilegur skilningur á því sem þarna stendur er auðvitað að um kynferðislegt samband hafi verið að ræða þegar drengurinn var 15 ára (enda er það skilningur mikils fjölda fólks á samfélagsmiðlum síðustu daga). Nú vill svo til að kynferðislegur sjálfræðisaldur var á þessum tíma 14 ár, og er 15 ár núna, svo ekki var sjálfkrafa neitt við það að athuga að þessar tvær manneskjur ættu kynlíf saman, enda ekkert sem bendir til þvingunar eða tælingar í því sambandi. Það er samt ámælisvert að RÚV lætur líta út eins og kynlífið hafi hafist meðan drengurinn var 15 ára, þótt erfitt sé að ímynda sér, og engar skýringar gefnar í þá átt, að fréttafólk RÚV gæti hafa vitað með vissu hvenær þetta kynlíf hófst. Það eina sem hægt er að slá föstu í því máli er að það hljóti að hafa hafist a.m.k. níu mánuðum eða svo fyrir fæðingu barnsins. En af upplýsingum sem hver sem er getur aflað sér á netinu er ljóst að getnaðurinn getur ekki hafa átt sér stað fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára, því barnið fæddist tíu og hálfum mánuði síðar. Annað sem RÚV staðhæfir í þessari frétt er að Ásthildur hafi leitt unglingastarf í hópnum þar sem þau kynntust. Þessu hefur Ásthildur mótmælt, og ekkert hefur komið fram sem bendir til að það sé rangt hjá henni. Fréttastofa RÚV lætur sem sagt líta út eins og Ásthildur hafi stundað kynlíf með 15 ára dreng, sem ekkert virðist geta staðfest að hafi gerst áður en hann varð 16 ára, og útskýrir ekki hvernig komist er að þeirri niðurstöðu. Og gefur auk þess í skyn að að Ásthildur hafi verið í einhvers konar yfirburðastöðu gagnvart honum, sem ekkert virðist heldur styðja. Auðvitað er hugsanlegt að RÚV hafi undir höndum aðrar heimildir en þær sem sagt hefur verið frá, en þá hefði auðvitað átt að skýra frá þeim fyrir löngu. Og vandséð er hvernig RÚV ætti að geta hafa gengið úr skugga um með óyggjandi hætti nákvæmlega hvenær kynlífið hófst. Meðan þetta er ekki útskýrt, eða dregið tilbaka, er það augljós ályktun að RÚV hafi brugðist gersamlega skyldum sínum, og siðareglum blaðamanna. Það er alltaf alvarlegt mál, en alveg sérstaklega alvarlegt þegar óheiðarleg frásögn af atvikum sem ekki fólu í sér neitt sem virðist vera lögbrot leiðir af sér jafn afdrifaríka og fyrirséða hluti og raun varð á. Ekki var heldur um að ræða neitt ósæmilegt, nema ef til vill í hugum óforbetranlegra siðapostula sem finnst þeir eiga að fá að vera með nefið ofan í nærbuxum annars fólks. Það ætti kannski ekki að reka fréttakonuna fyrir þetta upphlaup — fólk á að fá annað tækifæri þegar það gerir mistök. En væri ég fréttastjórinn, Heiðar Örn Sigurfinnsson, myndi ég velta alvarlega fyrir mér að segja af mér sem slíkur. Höfundur er ekkert sérstakt.
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar