Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. mars 2025 17:32 Einkalíf þeirra sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum kemur almenningi jafnan ekki við. Sé um slíkt einkalíf fjallað á opinberum vettvangi er lágmark að staðreyndir, sem jafnvel auðvelt er að leita uppi á netinu, séu rétt fram settar. Þetta er hér tekið fram vegna ítrekaðra rangfærslna sem settar voru fram í sjónvarpsfréttum RÚV sl. fimmtudagskvöld um málefni fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Auðvelt var að koma í veg fyrir þessa villandi upplýsingagjöf með því að skoða æviágrip ráðherrans á alþingisvefnum og fletta upp í Íslendingabók ásamt því að rýna í gömul lagasöfn. Við hvað er átt? Það er staðreynd að á 9. áratug 20. aldar urðu einstaklingar sjálfráða 16 ára og svokallaður samræðisaldur var þá 14 ára. Lagareglur um þetta efni höfðu verið lengi í gildi. Í júní 1990 fæddi Ásthildur Lóa, þá 23 ára, barn. Á þeim tímapunkti var barnsfaðirinn hér um bil 17 ára. Hvorki við getnað né við fæðingu var faðirinn barn í skilningi þágildandi laga. Þess fyrir utan var algengt á þessum árum að Íslendingar eignuðust börn sín ungir. Að segja að Ásthildur Lóa hafi eignast „barn með barni“ er lágkúruleg orðræða. Þessu til viðbótar er ósannað að Ásthildur Lóa hafi sem ung kona á þessum tíma verið í nokkurs konar leiðbeinendahlutverki gagnvart barnsföður sínum. Að sama skapi er það ósannað að hún hafi með ómálefnalegum aðferðum komið í veg fyrir að barn sitt fengi að umgangast föður sinn. Hvað stendur þá eftir af fréttaflutningnum? Nú, eftir að málið kom til vitundar Ásthildar sem ráðherra hinn 11. mars síðastliðinn gerði hún sig seka um mörg mistök og var henni því vart stætt áfram að gegna ráðherraembætti. Einnig er ástæða til að rýna betur með hvaða hætti forsætisráðuneytið hélt á málinu. Meginástæða þessara greinarskrifa er hins vegar sú að ég vil ekki að siðferði íslenskra stjórnmála þróist enn frekar í þá átt að notfæra eigi sér erfið mál í einkalífi pólitískra andstæðinga til að auka sinn pólitíska ávinning. Slæmt væri fyrir íslensk stjórnmál ef það væri fremur regla en undantekning. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Einkalíf þeirra sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum kemur almenningi jafnan ekki við. Sé um slíkt einkalíf fjallað á opinberum vettvangi er lágmark að staðreyndir, sem jafnvel auðvelt er að leita uppi á netinu, séu rétt fram settar. Þetta er hér tekið fram vegna ítrekaðra rangfærslna sem settar voru fram í sjónvarpsfréttum RÚV sl. fimmtudagskvöld um málefni fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Auðvelt var að koma í veg fyrir þessa villandi upplýsingagjöf með því að skoða æviágrip ráðherrans á alþingisvefnum og fletta upp í Íslendingabók ásamt því að rýna í gömul lagasöfn. Við hvað er átt? Það er staðreynd að á 9. áratug 20. aldar urðu einstaklingar sjálfráða 16 ára og svokallaður samræðisaldur var þá 14 ára. Lagareglur um þetta efni höfðu verið lengi í gildi. Í júní 1990 fæddi Ásthildur Lóa, þá 23 ára, barn. Á þeim tímapunkti var barnsfaðirinn hér um bil 17 ára. Hvorki við getnað né við fæðingu var faðirinn barn í skilningi þágildandi laga. Þess fyrir utan var algengt á þessum árum að Íslendingar eignuðust börn sín ungir. Að segja að Ásthildur Lóa hafi eignast „barn með barni“ er lágkúruleg orðræða. Þessu til viðbótar er ósannað að Ásthildur Lóa hafi sem ung kona á þessum tíma verið í nokkurs konar leiðbeinendahlutverki gagnvart barnsföður sínum. Að sama skapi er það ósannað að hún hafi með ómálefnalegum aðferðum komið í veg fyrir að barn sitt fengi að umgangast föður sinn. Hvað stendur þá eftir af fréttaflutningnum? Nú, eftir að málið kom til vitundar Ásthildar sem ráðherra hinn 11. mars síðastliðinn gerði hún sig seka um mörg mistök og var henni því vart stætt áfram að gegna ráðherraembætti. Einnig er ástæða til að rýna betur með hvaða hætti forsætisráðuneytið hélt á málinu. Meginástæða þessara greinarskrifa er hins vegar sú að ég vil ekki að siðferði íslenskra stjórnmála þróist enn frekar í þá átt að notfæra eigi sér erfið mál í einkalífi pólitískra andstæðinga til að auka sinn pólitíska ávinning. Slæmt væri fyrir íslensk stjórnmál ef það væri fremur regla en undantekning. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar