Tekin voru sýni úr öllum bústofninum en kindin sú eina sem reyndist með fuglaflensu.
Hún hefur verið aflífuð.
Yfirvöld á Bretlandseyjum hafa ítrekað að búfénaði og mannfólki standi almennt lítil ógn af sjúkdómnum en sérfræðingar út um allan heim fylgjast vel með þróun mála, af ótta við að stökkbreytt afbrigði gæti borist í og dreifst manna á milli.
H5N1 hefur greinst í mönnum en er ekki talin smitast þeirra á milli, enn sem komið er. Vírusinn hefur hins vegar fundist í fjölda dýra öðrum en fuglum, til að mynda köttum, refum, minkum, svínum og kúm.
Fuglaflensa hefur greinst í ref, mink og köttum hér á landi, auk þess sem fjöldi gæsa, hrafna og annarra fugla hefur drepist af völdum veirunnar. Annað afbrigði hefur hins vegar verið í dreifingu hér en á Bretlandseyjum, H5N5.