Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar 25. mars 2025 12:02 Líkt og flestir sem ná langt í rannsóknum býr Magnús Karl yfir óbilandi löngun til að skilja sem best hvað hefur áhrif á starfsemi lífvera og gangvirki samfélagsins. Hann gerði árs hlé á námi sínu sem læknanemi til að leggja stund á grunnrannsóknir á rannsóknarstofu. Ferill hans í klínískri læknisfræði var stuttur. Hann ákvað tiltölulega fljótt að loknu sérnámi í blóðmeinafræði við National Institutes of Health í BNA að helga sig rannsóknum og kennslu. Það er ekki öllum lagið sem kafa djúpt í flókin kerfi að deila þekkingarleitinni þannig með samstarfsfólki og nemum að þau vilji flest kafa dýpra og vita meira. Magnús Karl hefur allt frá því að hann kom fyrst að kennslu átt einkar auðvelt með að hrífa nemendur með sér og kveikja hjá þeim áhuga á vísindum og miðlun þekkingar. Honum er einnig umhugað um velferð nemenda og hann býr að margs konar lífsreynslu sem hefur mótað hann og auðveldað honum að setja sig í spor þeirra sem til hans leita. Ég hygg að ofangreint skýri vel hve mikinn og breiðan stuðning hann hlaut meðal starfsfólks og nemenda í fyrri umferð rektorskjörs. Magnús Karl var ungur að árum þegar hann fór endurtekið að fá verðlaun á þingum fyrir skýra framsetningu á rannsóknum, verðlaun frá nemum sem hann kenndi í sérnámi og síðar læknanemum við Háskóla Íslands og loks verðlaun fyrir árangur í rannsóknum. Áhugi hans á rannsóknarinnviðum og farsælli fjármögnun þeirra er svo sannarlega ekki nýtilkominn. Hann hefur síðasta aldarfjórðung endurtekið tekið þátt í umræðu um eflingu vísinda hér á landi á opinberum vettvangi og innan háskólasamfélagsins. Hann sat til dæmis í starfshópi árið 2003 sem skilaði tillögum um leiðir til að efla fjármögnun rannsóknarinnviða hér á landi. Of fátt af því sem þar var reifað hefur náð fram að ganga þótt rúmir tveir áratugir séu liðnir, en annað gekk hins vegar eftir og leiddi til mikilvægra umbóta. Á síðustu árum hefur verið dregið úr fjármögnun innlendra samkeppnissjóða en fjármögnun nýsköpunar hjá einkafyrirtækjum hefur margfaldast. Innlendu samkeppnissjóðirnir skapa vettvang fyrir rannsóknir doktorsnema, nýdoktora og reyndari rannsakenda. Auk þess að leggja þannig grunninn að þróun mikilvægra fræðasviða hér á landi, hafa styrkir úr þeim verið mikilvæg forsenda fyrir stofnun og þróun margra nýsköpunarfyrirtækja hér á landi á síðustu árum. Háskóli Íslands þarf öflugan málsvara vísinda og menntunar. Ég kýs Magnús Karl sem rektor og treysti honum best til að leiða samtalið um hlutverk og mikilvægi Háskólans við almenning og stjórnmálafólk. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Líkt og flestir sem ná langt í rannsóknum býr Magnús Karl yfir óbilandi löngun til að skilja sem best hvað hefur áhrif á starfsemi lífvera og gangvirki samfélagsins. Hann gerði árs hlé á námi sínu sem læknanemi til að leggja stund á grunnrannsóknir á rannsóknarstofu. Ferill hans í klínískri læknisfræði var stuttur. Hann ákvað tiltölulega fljótt að loknu sérnámi í blóðmeinafræði við National Institutes of Health í BNA að helga sig rannsóknum og kennslu. Það er ekki öllum lagið sem kafa djúpt í flókin kerfi að deila þekkingarleitinni þannig með samstarfsfólki og nemum að þau vilji flest kafa dýpra og vita meira. Magnús Karl hefur allt frá því að hann kom fyrst að kennslu átt einkar auðvelt með að hrífa nemendur með sér og kveikja hjá þeim áhuga á vísindum og miðlun þekkingar. Honum er einnig umhugað um velferð nemenda og hann býr að margs konar lífsreynslu sem hefur mótað hann og auðveldað honum að setja sig í spor þeirra sem til hans leita. Ég hygg að ofangreint skýri vel hve mikinn og breiðan stuðning hann hlaut meðal starfsfólks og nemenda í fyrri umferð rektorskjörs. Magnús Karl var ungur að árum þegar hann fór endurtekið að fá verðlaun á þingum fyrir skýra framsetningu á rannsóknum, verðlaun frá nemum sem hann kenndi í sérnámi og síðar læknanemum við Háskóla Íslands og loks verðlaun fyrir árangur í rannsóknum. Áhugi hans á rannsóknarinnviðum og farsælli fjármögnun þeirra er svo sannarlega ekki nýtilkominn. Hann hefur síðasta aldarfjórðung endurtekið tekið þátt í umræðu um eflingu vísinda hér á landi á opinberum vettvangi og innan háskólasamfélagsins. Hann sat til dæmis í starfshópi árið 2003 sem skilaði tillögum um leiðir til að efla fjármögnun rannsóknarinnviða hér á landi. Of fátt af því sem þar var reifað hefur náð fram að ganga þótt rúmir tveir áratugir séu liðnir, en annað gekk hins vegar eftir og leiddi til mikilvægra umbóta. Á síðustu árum hefur verið dregið úr fjármögnun innlendra samkeppnissjóða en fjármögnun nýsköpunar hjá einkafyrirtækjum hefur margfaldast. Innlendu samkeppnissjóðirnir skapa vettvang fyrir rannsóknir doktorsnema, nýdoktora og reyndari rannsakenda. Auk þess að leggja þannig grunninn að þróun mikilvægra fræðasviða hér á landi, hafa styrkir úr þeim verið mikilvæg forsenda fyrir stofnun og þróun margra nýsköpunarfyrirtækja hér á landi á síðustu árum. Háskóli Íslands þarf öflugan málsvara vísinda og menntunar. Ég kýs Magnús Karl sem rektor og treysti honum best til að leiða samtalið um hlutverk og mikilvægi Háskólans við almenning og stjórnmálafólk. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar