Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. mars 2025 14:30 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. Veiðigjöld eru gjöld sem útgerðir greiða fyrir sérafnotarétt sinn af sameiginlegum auðlindum okkar allra. Við nýlegt mat atvinnuvegaráðuneytisins á veiðigjöldum hefur komið í ljós að þau endurspegla ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og því er þörf á breytingum. Reiknistofn miðar ekki við raunverulegt markaðsvirði Veiðigjöldin eru reiknuð þannig að 33,33% af hagnaði veiða renni til ríkissjóðs en afgangurinn verður eftir hjá útgerð. Við skoðun ráðuneytisins hefur komið í ljós að reiknistofn fiskverðs hefur verið vanmetin þar sem stuðst hefur verið við verð frá Verðlagstofu skiptaverðs en ekki raunverulegt markaðsvirði. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer fram í gegnum lóðrétt, samþætt fyrirtæki, eða í einföldu máli sagt: Frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og þá oftast á undirverði. Verðmyndun þessara viðskipta hefur því ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum. Þetta ætlum við að leiðrétta. Framlegð útgerðarfélaga færi úr 94 milljörðum í 84 milljarða Miðað við ofangreinda leiðréttingu má áætla að veiðigjöld muni skila 10 milljörðum kr í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú eru greiddir. Þetta eru háar tölur en ef miðað er við greiningar sem gerðar hafa verið má sjá að hefðu veiðigjöld verið leiðrétt fyrir árið 2023 hefði framlegð (EBITDA) útgerðarfélaga farið úr 93,8 milljörðum í 84,2 milljarða. Samanlagður hagnaður félaganna hefði minnkað úr 67,5 milljörðum niður í 59,9 milljarða. Útgerðarfyrirtækin eru því vel aflögufær og gott er að minna á að veiðigjöld eru aðeins innheimt af hagnaði, þ.e. aðeins þegar vel gengur. Veiðigjöld standa ekki undir kostnaði við þjónustu Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir sérafnotarétt af auðlindinni. Það má líka vel halda því til haga að árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna. Tekjur af veiðigjaldi standa því ekki einu sinni undir þessum grunnkostnaði. Það er þó eitt af markmiðum gjaldsins auk þess sem það á að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt. Að lokum er svo rétt að taka fram að þrátt fyrir þessa leiðréttingu á veiðigjaldinu eru engar breytingar fyrirhugaðar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. Veiðigjöld eru gjöld sem útgerðir greiða fyrir sérafnotarétt sinn af sameiginlegum auðlindum okkar allra. Við nýlegt mat atvinnuvegaráðuneytisins á veiðigjöldum hefur komið í ljós að þau endurspegla ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og því er þörf á breytingum. Reiknistofn miðar ekki við raunverulegt markaðsvirði Veiðigjöldin eru reiknuð þannig að 33,33% af hagnaði veiða renni til ríkissjóðs en afgangurinn verður eftir hjá útgerð. Við skoðun ráðuneytisins hefur komið í ljós að reiknistofn fiskverðs hefur verið vanmetin þar sem stuðst hefur verið við verð frá Verðlagstofu skiptaverðs en ekki raunverulegt markaðsvirði. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer fram í gegnum lóðrétt, samþætt fyrirtæki, eða í einföldu máli sagt: Frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og þá oftast á undirverði. Verðmyndun þessara viðskipta hefur því ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum. Þetta ætlum við að leiðrétta. Framlegð útgerðarfélaga færi úr 94 milljörðum í 84 milljarða Miðað við ofangreinda leiðréttingu má áætla að veiðigjöld muni skila 10 milljörðum kr í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú eru greiddir. Þetta eru háar tölur en ef miðað er við greiningar sem gerðar hafa verið má sjá að hefðu veiðigjöld verið leiðrétt fyrir árið 2023 hefði framlegð (EBITDA) útgerðarfélaga farið úr 93,8 milljörðum í 84,2 milljarða. Samanlagður hagnaður félaganna hefði minnkað úr 67,5 milljörðum niður í 59,9 milljarða. Útgerðarfyrirtækin eru því vel aflögufær og gott er að minna á að veiðigjöld eru aðeins innheimt af hagnaði, þ.e. aðeins þegar vel gengur. Veiðigjöld standa ekki undir kostnaði við þjónustu Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir sérafnotarétt af auðlindinni. Það má líka vel halda því til haga að árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna. Tekjur af veiðigjaldi standa því ekki einu sinni undir þessum grunnkostnaði. Það er þó eitt af markmiðum gjaldsins auk þess sem það á að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt. Að lokum er svo rétt að taka fram að þrátt fyrir þessa leiðréttingu á veiðigjaldinu eru engar breytingar fyrirhugaðar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun