Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. mars 2025 12:15 Réttir eru sums staðar orðnar að aðdráttarafli fyrir ferðamenn og vaxandi áhyggjur eru af velferð dýranna. Vísir/Arnar Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. Fagráð um dýravelferð sem starfar á grundvelli laga og er Matvælastofnun til ráðgjar um álitaefni um dýravelferð hefur á síðustu fundum sínum fjallað um meðferð sauðfjár í réttum. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast og formaður ráðsins, segir bændur og eftirlitsaðila með dýravelferð hafa vaxandi áhyggjur. „Að rekstur fjár og réttir sérstaklega séu orðnir viðburðir sem á sumum stöðum á landinu eru hreinlega notaðir sem aðdráttarafl eða afþreying og skemmtun fyrir ferðamenn. Á sumum stöðum hefur földi fólks sem tekur þátt í að draga fé stundum verið umfram fjölda fjár í almenning,“ segir Þóra. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja býður upp á skipulagðar ferðir í réttir.vísir/Vilhelm Ekki þarf nema stutta leit til þess að sjá að réttir eru á fjölmörgum síðum sérstaklega auglýstar fyrir ferðamenn. Icelandair birtir til að mynda dagskrá fjárrétta og á vefsíðu Inspired by Iceland eru ferðamenn eindregið hvattir til þess að kíkja í réttir. Þá býður fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja upp á skipulagðar ferðir. Brotin horn og marið fé Þóra segir aðkomufólk sem taki þátt oft hafa oft litla sem enga þekkingu og reynslu á meðferð fjár. „Svo við sjáum bæði brotin horn og marið fé, það er verið að toga í ull og í versta falli er fé og lömb að troðast undir.“ Ráðið hefur verið að kalla til ýmsa fagaðila til þess að kortleggja umfang vandans og skoða leiðir til úrbóta. Aðspurð hvort tilmæli ráðsins gætu falist í því að takmarka fjölda þeirra sem sé heimilt að taka þátt segir Þóra allt til umræðu. Málið verður tekið aftur fyrir á fundi á morgun en óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir. „Allavega standa vonir til þess að niðurstaða náist tímanlega og fyrir næstu réttir þannig að hægt sé að kynna mögulegar leiðir til úrbóta,“ segir Þóra. Dýraheilbrigði Dýr Réttir Ferðaþjónusta Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Fagráð um dýravelferð sem starfar á grundvelli laga og er Matvælastofnun til ráðgjar um álitaefni um dýravelferð hefur á síðustu fundum sínum fjallað um meðferð sauðfjár í réttum. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast og formaður ráðsins, segir bændur og eftirlitsaðila með dýravelferð hafa vaxandi áhyggjur. „Að rekstur fjár og réttir sérstaklega séu orðnir viðburðir sem á sumum stöðum á landinu eru hreinlega notaðir sem aðdráttarafl eða afþreying og skemmtun fyrir ferðamenn. Á sumum stöðum hefur földi fólks sem tekur þátt í að draga fé stundum verið umfram fjölda fjár í almenning,“ segir Þóra. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja býður upp á skipulagðar ferðir í réttir.vísir/Vilhelm Ekki þarf nema stutta leit til þess að sjá að réttir eru á fjölmörgum síðum sérstaklega auglýstar fyrir ferðamenn. Icelandair birtir til að mynda dagskrá fjárrétta og á vefsíðu Inspired by Iceland eru ferðamenn eindregið hvattir til þess að kíkja í réttir. Þá býður fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja upp á skipulagðar ferðir. Brotin horn og marið fé Þóra segir aðkomufólk sem taki þátt oft hafa oft litla sem enga þekkingu og reynslu á meðferð fjár. „Svo við sjáum bæði brotin horn og marið fé, það er verið að toga í ull og í versta falli er fé og lömb að troðast undir.“ Ráðið hefur verið að kalla til ýmsa fagaðila til þess að kortleggja umfang vandans og skoða leiðir til úrbóta. Aðspurð hvort tilmæli ráðsins gætu falist í því að takmarka fjölda þeirra sem sé heimilt að taka þátt segir Þóra allt til umræðu. Málið verður tekið aftur fyrir á fundi á morgun en óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir. „Allavega standa vonir til þess að niðurstaða náist tímanlega og fyrir næstu réttir þannig að hægt sé að kynna mögulegar leiðir til úrbóta,“ segir Þóra.
Dýraheilbrigði Dýr Réttir Ferðaþjónusta Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira