Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 27. mars 2025 07:00 Í ljósi greinar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, frá í gær um notkun samfélagsþjónustu sem refsingarúrræði, vil ég koma á framfæri tillögu um stofnun nýrrar eftirlitsstofnunar, skilorðseftirlits ríkisins. Þessi tillaga er ætluð til að bæta réttarkerfið okkar og tryggja réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir alla þátttakendur. Afstaða, Vernd og Fangelsismálastofnun hafa rætt þessa hugmynd og stefna að því að kynna hana betur og útfæra fyrir Dómsmálaráðuneytið á næstunni. Skilorðseftirlit ríkisins myndi gegna lykilhlutverki í að veita dómurum umsagnir og upplýsingar um sakborninga og dómþola, sem þeir gætu nýtt við ákvarðanatöku um viðeigandi úrræði. Stofnunin myndi fylgjast með hegðun þeirra bæði í afplánun og á reynslutíma eftir afplánun, þar með talið í samfélagsþjónustu. Markmiðið er að dómstólar geti treyst á hlutlausa, ítarlega og faglega umsögn þegar þeir meta hvaða úrræði henti hverjum og einum. Með því að fylgjast með framvindu mála og veita dómurum reglulegar uppfærslur, getum við tryggt að þeir hafi nauðsynlegar upplýsingar til að dæma í samræmi við nýjustu stöðu hvers máls. Auk þess myndi slík stofnun auðvelda yfirfærslu einstaklinga frá fangelsi til samfélagsins með markvissri eftirfylgni, sem gæti dregið úr endurkomutíðni til fangelsa og stuðlað að betri endurhæfingu og samfélagsþátttöku. Með því að beita rafrænu eftirliti, eins og ökklaböndum, gætum við aukið eftirlit og öryggi á sama tíma og menn yrðu dæmdir í samfélagsþjónustu. Fulltrúar skilorðseftirlitsins yrðu samt alltaf til að aðstoða einstaklingana en ekki til að klekkja á þeim að Amerískri fyrirmynd. Það er vert að taka fram að starfsfólk Fangelsismálastofnunar sem sér um samfélagsþjónustu er orðið afar sérhæft í því úrræði sem er mjög gott og árangursríkt tæki sem við verðum að virka vel. Það væri til dæmis gott ef það starfsfólk myndi Ég skora á ríkisstjórnina að íhuga alvarlega þessa tillögu um skilorðseftirlit ríkisins sem leið til að fylla í eyður sem núverandi kerfi hefur skilið eftir. Þetta er tækifæri til að styrkja réttarkerfið okkar og auka traust almennings til þess. Með því að bregðast við þessari þörf með skynsamlegum og framúrskarandi hætti getum við tryggt betri framtíð fyrir samfélagið. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í ljósi greinar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, frá í gær um notkun samfélagsþjónustu sem refsingarúrræði, vil ég koma á framfæri tillögu um stofnun nýrrar eftirlitsstofnunar, skilorðseftirlits ríkisins. Þessi tillaga er ætluð til að bæta réttarkerfið okkar og tryggja réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir alla þátttakendur. Afstaða, Vernd og Fangelsismálastofnun hafa rætt þessa hugmynd og stefna að því að kynna hana betur og útfæra fyrir Dómsmálaráðuneytið á næstunni. Skilorðseftirlit ríkisins myndi gegna lykilhlutverki í að veita dómurum umsagnir og upplýsingar um sakborninga og dómþola, sem þeir gætu nýtt við ákvarðanatöku um viðeigandi úrræði. Stofnunin myndi fylgjast með hegðun þeirra bæði í afplánun og á reynslutíma eftir afplánun, þar með talið í samfélagsþjónustu. Markmiðið er að dómstólar geti treyst á hlutlausa, ítarlega og faglega umsögn þegar þeir meta hvaða úrræði henti hverjum og einum. Með því að fylgjast með framvindu mála og veita dómurum reglulegar uppfærslur, getum við tryggt að þeir hafi nauðsynlegar upplýsingar til að dæma í samræmi við nýjustu stöðu hvers máls. Auk þess myndi slík stofnun auðvelda yfirfærslu einstaklinga frá fangelsi til samfélagsins með markvissri eftirfylgni, sem gæti dregið úr endurkomutíðni til fangelsa og stuðlað að betri endurhæfingu og samfélagsþátttöku. Með því að beita rafrænu eftirliti, eins og ökklaböndum, gætum við aukið eftirlit og öryggi á sama tíma og menn yrðu dæmdir í samfélagsþjónustu. Fulltrúar skilorðseftirlitsins yrðu samt alltaf til að aðstoða einstaklingana en ekki til að klekkja á þeim að Amerískri fyrirmynd. Það er vert að taka fram að starfsfólk Fangelsismálastofnunar sem sér um samfélagsþjónustu er orðið afar sérhæft í því úrræði sem er mjög gott og árangursríkt tæki sem við verðum að virka vel. Það væri til dæmis gott ef það starfsfólk myndi Ég skora á ríkisstjórnina að íhuga alvarlega þessa tillögu um skilorðseftirlit ríkisins sem leið til að fylla í eyður sem núverandi kerfi hefur skilið eftir. Þetta er tækifæri til að styrkja réttarkerfið okkar og auka traust almennings til þess. Með því að bregðast við þessari þörf með skynsamlegum og framúrskarandi hætti getum við tryggt betri framtíð fyrir samfélagið. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar