Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 14:15 Vinstra megin sést mynd Hubble-sjónaukans af Neptúnusi þar sem búið er að ýkja liti lofthjúpsins. Hægra megin er búið að bæta gögnum frá Webb-sjónaukanum við mynd Hubble. Segulljósin sjást sem blágrænir blettir. Hvítu blettirnir eru ský ofarlega í lofthjúpnum. NASA, ESA, CSA, STScI, Heidi Hammel (AURA), Henrik Melin (Northu Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða. Segulljós, sem nefnast norðurljós á norðurhveli jarðar, eru vel þekkt á hinum gasrisunum í sólkerfinu: Júpíter, Satúrnusi og Úranusi. Erfitt hefur hins vegar reynst að ná myndum og staðfesta að segulljós myndist á Neptúnusi, ystu reikistjörnunni í sólkerfinu. James Webb-geimsjónaukanum tókst að fanga segulljósin á myndum sem hann tók af Neptúnusi í júní 2023. Þau sjást sem blágrænar klessur á heiðbláum bakgrunni ísrisans, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar. Ólíkt jörðinni eru segulljósin á Neptúnusi ekki bundin við póla reikistjörnunnar og nágrenni þeirra. Þegar bandaríska geimfarið flaug fram hjá henni árið 1989 kom í ljós að segulskaut Neptúnusar hallast um 47 gráður miðað við snúningsás hans. Segulljósin dansa því um miðlægar breiddargráður á reikistjörnunni. Kuldinn talinn skýra hvers vegna segulljósin fundust svo seint Athuganir Webb gerðu stjörnufræðingum einnig kleift að mæla hitann í efstu lögum lofthjúpsins á Neptúnusi. Í ljós kom að hann hefur fallið um hundruð gráða frá því að Voyager 2 átti leið hjá fyrir 36 árum. Kólnunin er sögð skýra hvers vegna segulljós á Neptúnusi hafa reynst svo hverful. Meiri kuldi er talinn leiða til daufari segulljósa. Vísindamenn vilja nú nota Webb til þess að rannsaka Neptúnus í gegnum heila svonefnda sólarsveiflu. Virkni sólar gengur í gegnum ellefu ára sveiflur sem tengjast segulsviði hennar. Með þeim athugunum vonast þeir til þess að skilja betur uppruna segulsviðsins á Neptúnusi og mögulega hvers vegna það hallar svo mikið miðað við snúningsásinn. Segulljós myndast þegar hlaðnar agnir frá sólinni rekast á frum- og sameindir í lofthjúpi. Agnirnar ferðast í átt að segulskautunum sem eru nærri pólsvæðunum á jörðinni og því verða segulljós fyrst og fremst sýnileg á norðlægum og suðlægum slóðum. Norðurljós á jörðinni eru mun þekktari en suðurljósin, ekki vegna þess að þau fyrrnefndu séu virkari en þau síðarnefndu heldur vegna þess að mun auðveldara er að berja þau augum á norðurhveli en suðurhveli. Suðursegulskautið er þannig yfir Suður-Íshafinu en norðursegulskautið yfir norðanverðu Kanada. Mun meiri landmassi og mannfjöldi er á norðurslóðum en á suðurslóðum. Neptúnus Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tengdar fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3. október 2024 09:50 Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. 26. desember 2023 19:43 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Segulljós, sem nefnast norðurljós á norðurhveli jarðar, eru vel þekkt á hinum gasrisunum í sólkerfinu: Júpíter, Satúrnusi og Úranusi. Erfitt hefur hins vegar reynst að ná myndum og staðfesta að segulljós myndist á Neptúnusi, ystu reikistjörnunni í sólkerfinu. James Webb-geimsjónaukanum tókst að fanga segulljósin á myndum sem hann tók af Neptúnusi í júní 2023. Þau sjást sem blágrænar klessur á heiðbláum bakgrunni ísrisans, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar. Ólíkt jörðinni eru segulljósin á Neptúnusi ekki bundin við póla reikistjörnunnar og nágrenni þeirra. Þegar bandaríska geimfarið flaug fram hjá henni árið 1989 kom í ljós að segulskaut Neptúnusar hallast um 47 gráður miðað við snúningsás hans. Segulljósin dansa því um miðlægar breiddargráður á reikistjörnunni. Kuldinn talinn skýra hvers vegna segulljósin fundust svo seint Athuganir Webb gerðu stjörnufræðingum einnig kleift að mæla hitann í efstu lögum lofthjúpsins á Neptúnusi. Í ljós kom að hann hefur fallið um hundruð gráða frá því að Voyager 2 átti leið hjá fyrir 36 árum. Kólnunin er sögð skýra hvers vegna segulljós á Neptúnusi hafa reynst svo hverful. Meiri kuldi er talinn leiða til daufari segulljósa. Vísindamenn vilja nú nota Webb til þess að rannsaka Neptúnus í gegnum heila svonefnda sólarsveiflu. Virkni sólar gengur í gegnum ellefu ára sveiflur sem tengjast segulsviði hennar. Með þeim athugunum vonast þeir til þess að skilja betur uppruna segulsviðsins á Neptúnusi og mögulega hvers vegna það hallar svo mikið miðað við snúningsásinn. Segulljós myndast þegar hlaðnar agnir frá sólinni rekast á frum- og sameindir í lofthjúpi. Agnirnar ferðast í átt að segulskautunum sem eru nærri pólsvæðunum á jörðinni og því verða segulljós fyrst og fremst sýnileg á norðlægum og suðlægum slóðum. Norðurljós á jörðinni eru mun þekktari en suðurljósin, ekki vegna þess að þau fyrrnefndu séu virkari en þau síðarnefndu heldur vegna þess að mun auðveldara er að berja þau augum á norðurhveli en suðurhveli. Suðursegulskautið er þannig yfir Suður-Íshafinu en norðursegulskautið yfir norðanverðu Kanada. Mun meiri landmassi og mannfjöldi er á norðurslóðum en á suðurslóðum.
Neptúnus Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tengdar fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3. október 2024 09:50 Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. 26. desember 2023 19:43 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03
Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3. október 2024 09:50
Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. 26. desember 2023 19:43