„Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Gunnar Gunnarsson skrifar 28. mars 2025 07:02 Sigmar lék sinn fyrsta leik fyrir Hött árið 2010 og kveður sem leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. gunnar gunnarsson Sigmar Hákonarson lék í gærkvöldi sinn síðasta leik fyrir meistaraflokk Hattar í körfuknattleik þegar liðið vann Álftanes, 99-95, í lokaumferð úrvalsdeildar karla. Sigmar tók þátt í sínum 340. leik en hann varð í vetur leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Hattar. Sigmar fór í vetur fram úr Hannibal Guðmundssyni sem spilaði 324 leiki fyrir félagið. Sigmar hefur glímt við meiðsli síðustu ár, sem eiga sinn þátt í ákvörðuninni, en að ná metinu hélt honum gangandi. „Mér finnst mikill heiður að hafa náð þessum áfanga. Ég setti mér þetta markmið fyrir nokkrum árum og það er frábært að hafa náð því. Vonandi nær því enginn því mig langar til að eiga það. En ég fann með hækkandi aldri og miklum meiðslum undanfarin þrjú ár að þau tóku mikið á andlegu hliðina. Stundum þarf maður aðeins að láta hana stjórna ferðinni. Ég er líka kominn með fjölskyldu sem breytir forgangsröðuninni aðeins. Þá er ekki alltaf hægt að setja körfuboltann í fyrsta sæti. Tilfinningin núna er súrsæt. Það verður gott að fá meiri frítíma og frið en það verður mikils að sakna, góðra minninga og hitta strákana til að æfa og spila. En það er kominn tími á þetta.“ Sigmar var heiðraður með blómvendi fyrir leik. gunnar gunnarsson Undanúrslitin í bikarnum standa upp úr Sigmar er fæddur árið 1992 og lék sinn fyrsta leik gegn Skallagrími haustið 2010. „Félagsskapurinn er það sem stendur upp úr fyrir utan hvað það er gaman að vinna. Það var geggjað þegar við fórum í undanúrslit bikarsins í Laugardalshöll (2023). Það var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður sem íþróttamaður. Eins var mjög gaman að keppa á móti mönnum sem voru hetjurnar manns þegar maður var yngri.“ Sigmar í Laugardalshöll árið 2023. vísir / bára dröfn Sigmar kom inn á í átta af 22 deildarleikjum Hattar í vetur. Hann hafði til þessa leikið mest þrjár og hálfa mínútu en var inn á í rúmar 12 mínútur í gærkvöld. Hann skoraði eina körfu auk þess að taka frákast, senda stoðsendingu, stela bolta – og fá dæma á sig villu. „Þetta var góður leikur. Mér fannst við sýna hvað í okkur býr. Það er gott að hafa endað þetta vel.“ Höttur var fallinn fyrir leikinn en Sigmar hefur trú á að liðið fari beint upp aftur. „Já – það er bara beint upp!“ Bónus-deild karla Höttur Tengdar fréttir Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira
Sigmar fór í vetur fram úr Hannibal Guðmundssyni sem spilaði 324 leiki fyrir félagið. Sigmar hefur glímt við meiðsli síðustu ár, sem eiga sinn þátt í ákvörðuninni, en að ná metinu hélt honum gangandi. „Mér finnst mikill heiður að hafa náð þessum áfanga. Ég setti mér þetta markmið fyrir nokkrum árum og það er frábært að hafa náð því. Vonandi nær því enginn því mig langar til að eiga það. En ég fann með hækkandi aldri og miklum meiðslum undanfarin þrjú ár að þau tóku mikið á andlegu hliðina. Stundum þarf maður aðeins að láta hana stjórna ferðinni. Ég er líka kominn með fjölskyldu sem breytir forgangsröðuninni aðeins. Þá er ekki alltaf hægt að setja körfuboltann í fyrsta sæti. Tilfinningin núna er súrsæt. Það verður gott að fá meiri frítíma og frið en það verður mikils að sakna, góðra minninga og hitta strákana til að æfa og spila. En það er kominn tími á þetta.“ Sigmar var heiðraður með blómvendi fyrir leik. gunnar gunnarsson Undanúrslitin í bikarnum standa upp úr Sigmar er fæddur árið 1992 og lék sinn fyrsta leik gegn Skallagrími haustið 2010. „Félagsskapurinn er það sem stendur upp úr fyrir utan hvað það er gaman að vinna. Það var geggjað þegar við fórum í undanúrslit bikarsins í Laugardalshöll (2023). Það var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður sem íþróttamaður. Eins var mjög gaman að keppa á móti mönnum sem voru hetjurnar manns þegar maður var yngri.“ Sigmar í Laugardalshöll árið 2023. vísir / bára dröfn Sigmar kom inn á í átta af 22 deildarleikjum Hattar í vetur. Hann hafði til þessa leikið mest þrjár og hálfa mínútu en var inn á í rúmar 12 mínútur í gærkvöld. Hann skoraði eina körfu auk þess að taka frákast, senda stoðsendingu, stela bolta – og fá dæma á sig villu. „Þetta var góður leikur. Mér fannst við sýna hvað í okkur býr. Það er gott að hafa endað þetta vel.“ Höttur var fallinn fyrir leikinn en Sigmar hefur trú á að liðið fari beint upp aftur. „Já – það er bara beint upp!“
Bónus-deild karla Höttur Tengdar fréttir Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02