Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2025 10:18 Margrét María hefur starfað sem lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2020. Stjr Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, hefur verið skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands. Hún er skipuð til næstu fimm ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára Kristjánssyni, stjórnarformanni Mannréttindastofnunar, sem hann sendir fyrir hönd stjórnar. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Alls sóttu átján manns um stöðu framkvæmdastjóra hinnar nýju stofnunar. „Margrét María lauk kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og MBA gráðu frá University of the Highland and Islands í Skotlandi með áherslu á mannréttindi árið 2024. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1996. Margrét María á að baki langan starfsferil sem stjórnandi hjá hinu opinbera. Hún hefur starfað sem lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2020. Á árunum 2017-2020 gegndi hún stöðu forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Jafnframt gegndi hún formennsku í fagráði Dómstólasýslunnar gegn einelti og áreitni á árunum 2018-2020. Á árunum 2007-2017 gegndi Margrét María embætti umboðsmanns barna. Á árunum 2002-2007 starfaði Margrét María á Jafnréttisstofu, fyrst sem lögfræðingur og um fjögurra ára skeið sem framkvæmdastjóri. Áður starfaði Margrét María m.a. sem sjálfstætt starfandi héraðsdómslögmaður og sem fulltrúi sýslumanns. Margrét María hefur jafnframt verið prófdómari og leiðbeint háskólanemendum í meistararitgerðum í mannréttindum við lagadeild Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Hún sat í stjórn Píeta samtakanna frá 2017-2020,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstæð í störfum Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní íá síðasta ári. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Mannréttindi Stjórnsýsla Vistaskipti Lögreglan Tengdar fréttir Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11. febrúar 2025 16:11 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára Kristjánssyni, stjórnarformanni Mannréttindastofnunar, sem hann sendir fyrir hönd stjórnar. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Alls sóttu átján manns um stöðu framkvæmdastjóra hinnar nýju stofnunar. „Margrét María lauk kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og MBA gráðu frá University of the Highland and Islands í Skotlandi með áherslu á mannréttindi árið 2024. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1996. Margrét María á að baki langan starfsferil sem stjórnandi hjá hinu opinbera. Hún hefur starfað sem lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2020. Á árunum 2017-2020 gegndi hún stöðu forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Jafnframt gegndi hún formennsku í fagráði Dómstólasýslunnar gegn einelti og áreitni á árunum 2018-2020. Á árunum 2007-2017 gegndi Margrét María embætti umboðsmanns barna. Á árunum 2002-2007 starfaði Margrét María á Jafnréttisstofu, fyrst sem lögfræðingur og um fjögurra ára skeið sem framkvæmdastjóri. Áður starfaði Margrét María m.a. sem sjálfstætt starfandi héraðsdómslögmaður og sem fulltrúi sýslumanns. Margrét María hefur jafnframt verið prófdómari og leiðbeint háskólanemendum í meistararitgerðum í mannréttindum við lagadeild Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Hún sat í stjórn Píeta samtakanna frá 2017-2020,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstæð í störfum Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní íá síðasta ári. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi.
Mannréttindi Stjórnsýsla Vistaskipti Lögreglan Tengdar fréttir Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11. febrúar 2025 16:11 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11. febrúar 2025 16:11