Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. mars 2025 16:57 Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mætti á íbúafund í Grafarvogi þar sem mörgum var heitt í hamsi. Vísir/Vilhelm Íbúa í Grafarvogi fannst henni hafa verið ógnað af borgarfulltrúa á íbúafundi í Grafarvogi eftir að hafa sakað Reykjavíkurborg um lygar. Fólki var heitt í hamsi þegar áform um uppbyggingu hverfisins voru rædd. Kynningarfundur um þéttingu byggðar í Grafarvogi var haldinn á fimmtudag í síðustu viku vegna áforma um þéttingu byggðar í hverfinu. Tillögur Reykjavíkurborgar hafa hlotið mikla gagnrýni frá íbúum í Grafarvogi. Meðal fundargesta var Bergþóra Long, 29 ára íbúi í Grafarvogi. „Fólki var alveg heitt í hamsi en ég mætti samt á þennan fund ekki í neinum baráttuham. Mig langaði bara til að hlusta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Að kynningunni lokinni var hópnum skipt í fernt. Bergþóra gaf sig á tal við Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata. „Þannig ég spyr hana hvort það sé ekki spurning á að við byrjum að selja allar óseldu íbúðirnar í Gufunesi,“ segir Bergþóra. Móðir Bergþóru hafi þá tekið þátt í samræðunum og hún deilt því með Alexöndru að umferðin í hverfinu væri afskaplega mikil. Vinnustaður hennar er þar sem mesta umferðaröngþveitið sé í hverfinu. „Þá kemur mamma inn í þetta og segir hvernig hún horfi á þetta alla daga. Samgöngur hafi ekki staðist og borgin hafi logið,“ segir Bergþóra. Alexandra hafi ekki tekið vel í orð móðurinnar um lygar borgarinnar og breitt úr sér, farið út með brjóstkassann og baðað út höndunum. „Hún var með hendurnar þannig að þetta var bara ógnun, finnst mér og mömmu. Mamma tók þessu ekki vel,“ segir Bergþóra. „Ég er ekkert reið vanalega yfir litlum hlutum en mér blöskraði svo. Ég varð brjáluð.“ Bergþóra segir bæði hana og móður sína hafa upplifað þetta sem ógnun. „Þó hún hafi ekki lamið neinn þá finnst mér þetta ógnun.“ Á myndskeiði sem barst fréttastofu sjást Alexandra og Bergþóra eiga í mjög háværum samskiptum eftir að atvikið átti sér stað. Eftir atvikið hafi Alexandra komið að móðurinni og beðið hana afsökunar vegna atviksins. Móðirin hafi tekið við afsökunarbeiðninni en á að hafa tjáð borgarfulltrúanum að henni fyndist hegðunin óviðeigandi. „Mamma var í miklu uppnámi fram á kvöld,“ segir Bergþóra. Erfiður fundur eftir erfiðan dag „Þetta var erfiður fundur og hluti af löngum og erfiðum degi,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Hún segist miður sín að yfir atvikinu. „Þarna var verið að gefa í skyn að ég væri ekki að starfa af heilindum. Ég hækkaði róminn aðeins sem ég hefði ekki átt að gera. Mér þykir það leitt að henni hafi liðið illa í þessu en um leið og þegar ég gerði mér grein fyrir því fór ég til hennar og spjallaði við hana,“ segir hún. Mikið hafi verið um á fundinum og margir vildu ræða við hana um málið. „Í rauninni var það ljóst um leið og við mættum að það var hiti. Það var ljóst strax að þetta yrði aldrei jákvæður fundur sem réðist af því hvað var mikill hiti alveg frá upphafi og lítil þolinmæði til að ræða þetta efnislega. Eins og ég segi sumt fólk hefur sterkar skoðanir og við þurfum að skoða þessi mál aðeins betur en líka að vera í jafnvægi við þörf fyrir húsnæði í borginni.“ Byggðamál Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Kynningarfundur um þéttingu byggðar í Grafarvogi var haldinn á fimmtudag í síðustu viku vegna áforma um þéttingu byggðar í hverfinu. Tillögur Reykjavíkurborgar hafa hlotið mikla gagnrýni frá íbúum í Grafarvogi. Meðal fundargesta var Bergþóra Long, 29 ára íbúi í Grafarvogi. „Fólki var alveg heitt í hamsi en ég mætti samt á þennan fund ekki í neinum baráttuham. Mig langaði bara til að hlusta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Að kynningunni lokinni var hópnum skipt í fernt. Bergþóra gaf sig á tal við Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata. „Þannig ég spyr hana hvort það sé ekki spurning á að við byrjum að selja allar óseldu íbúðirnar í Gufunesi,“ segir Bergþóra. Móðir Bergþóru hafi þá tekið þátt í samræðunum og hún deilt því með Alexöndru að umferðin í hverfinu væri afskaplega mikil. Vinnustaður hennar er þar sem mesta umferðaröngþveitið sé í hverfinu. „Þá kemur mamma inn í þetta og segir hvernig hún horfi á þetta alla daga. Samgöngur hafi ekki staðist og borgin hafi logið,“ segir Bergþóra. Alexandra hafi ekki tekið vel í orð móðurinnar um lygar borgarinnar og breitt úr sér, farið út með brjóstkassann og baðað út höndunum. „Hún var með hendurnar þannig að þetta var bara ógnun, finnst mér og mömmu. Mamma tók þessu ekki vel,“ segir Bergþóra. „Ég er ekkert reið vanalega yfir litlum hlutum en mér blöskraði svo. Ég varð brjáluð.“ Bergþóra segir bæði hana og móður sína hafa upplifað þetta sem ógnun. „Þó hún hafi ekki lamið neinn þá finnst mér þetta ógnun.“ Á myndskeiði sem barst fréttastofu sjást Alexandra og Bergþóra eiga í mjög háværum samskiptum eftir að atvikið átti sér stað. Eftir atvikið hafi Alexandra komið að móðurinni og beðið hana afsökunar vegna atviksins. Móðirin hafi tekið við afsökunarbeiðninni en á að hafa tjáð borgarfulltrúanum að henni fyndist hegðunin óviðeigandi. „Mamma var í miklu uppnámi fram á kvöld,“ segir Bergþóra. Erfiður fundur eftir erfiðan dag „Þetta var erfiður fundur og hluti af löngum og erfiðum degi,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Hún segist miður sín að yfir atvikinu. „Þarna var verið að gefa í skyn að ég væri ekki að starfa af heilindum. Ég hækkaði róminn aðeins sem ég hefði ekki átt að gera. Mér þykir það leitt að henni hafi liðið illa í þessu en um leið og þegar ég gerði mér grein fyrir því fór ég til hennar og spjallaði við hana,“ segir hún. Mikið hafi verið um á fundinum og margir vildu ræða við hana um málið. „Í rauninni var það ljóst um leið og við mættum að það var hiti. Það var ljóst strax að þetta yrði aldrei jákvæður fundur sem réðist af því hvað var mikill hiti alveg frá upphafi og lítil þolinmæði til að ræða þetta efnislega. Eins og ég segi sumt fólk hefur sterkar skoðanir og við þurfum að skoða þessi mál aðeins betur en líka að vera í jafnvægi við þörf fyrir húsnæði í borginni.“
Byggðamál Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira