Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2025 21:04 Það eru margir hræddir við að fara til læknis og hvað þá ef um risvandamál er að ræða. Ein af glærunum frá Eiríki Orra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent íslenskra karla, sem eru á aldrinum sextíu til sjötíu ára eiga við risvandamál að stríða, sem reynist mörgum erfitt að viðurkenna. Ástæðurnar geta verið margar, til dæmis æðasjúkdómar, taugasjúkdómar, hormónaröskun eða sjúkdómar í lim. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir var gestur í opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi í gær þar sem yfirskrift erindis hans var „Karlaheilsa“. Eiríkur Orri kom víða við í erindi sínu og svaraði fjölmörgum spurningum fundargesta en risvandamál hjá körlum var kannski það, sem vakti hvað mesta athygli á fundnum enda ótrúlega mikið um slík vandamál að ræða eins og kom skýrt fram hjá Eiríki. „Einfaldasta útskýringin er að segja að það verða ristruflanir vegna þess að það kemur ekki nóg blóð fram í liminn og það endist ekki nógu lengi. En það er kannski helst að íslenskir karlmenn þeir mættu vera duglegri að viðurkenna að það sé vandamál því það er ýmislegt í boði,“ sagði Eiríkur. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir, sem var með erindi um “Karlaheilsu” á opnum fundi Félags eldri borgara á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er risvandamál algengt hjá íslenskum körlum? „Já, þetta er algengt og eftir því, sem við verðum eldri þeimur algengara verður þetta. Jafnvel held ég að 30 til 40 prósent karla, sem eru komnir yfir 60 til 70 ára séu með einhvers konar risvandamál,“ sagði Eiríkur. Mikill áhugi var á erindi Eiríks Orra enda mættu vel á annað hundrað manns til að hlusta á hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur Orri segir að karlar vilji helst ekki ræða stinningarvandamál en auðvitað eigi að ræða það opinskátt eins og annað hvað varðar heilsuna. „Þó við karlar séum oft frekar einfaldar verur þá er það þannig að þegar kemur að stinningarmálum þá getur allt farið í rosalega flækju hjá mönnum og ef þeir upplifa að missa niður stinningu í miðjum klíðum þá er eins og heimsendir sé í nánd,“ sagði Eiríkur Orri meðal annars á fundinum. Hér má sjá nokkrar af ástæðunum fyrir ristruflunum á glæru frá Eiríki Orra á fundnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En mælir hann með Viagra fyrir menn, sem eru með risvandamál? „Ég mæli með því að menn ræði við sinn lækni um vandann og komist að því að hvort að Viagra eða svoleiðis lyf séu lausnin fyrir þá og hvort þeim sé óhætt að prófa.“ Árborg Heilbrigðismál Eldri borgarar Kynlíf Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir var gestur í opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi í gær þar sem yfirskrift erindis hans var „Karlaheilsa“. Eiríkur Orri kom víða við í erindi sínu og svaraði fjölmörgum spurningum fundargesta en risvandamál hjá körlum var kannski það, sem vakti hvað mesta athygli á fundnum enda ótrúlega mikið um slík vandamál að ræða eins og kom skýrt fram hjá Eiríki. „Einfaldasta útskýringin er að segja að það verða ristruflanir vegna þess að það kemur ekki nóg blóð fram í liminn og það endist ekki nógu lengi. En það er kannski helst að íslenskir karlmenn þeir mættu vera duglegri að viðurkenna að það sé vandamál því það er ýmislegt í boði,“ sagði Eiríkur. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir, sem var með erindi um “Karlaheilsu” á opnum fundi Félags eldri borgara á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er risvandamál algengt hjá íslenskum körlum? „Já, þetta er algengt og eftir því, sem við verðum eldri þeimur algengara verður þetta. Jafnvel held ég að 30 til 40 prósent karla, sem eru komnir yfir 60 til 70 ára séu með einhvers konar risvandamál,“ sagði Eiríkur. Mikill áhugi var á erindi Eiríks Orra enda mættu vel á annað hundrað manns til að hlusta á hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur Orri segir að karlar vilji helst ekki ræða stinningarvandamál en auðvitað eigi að ræða það opinskátt eins og annað hvað varðar heilsuna. „Þó við karlar séum oft frekar einfaldar verur þá er það þannig að þegar kemur að stinningarmálum þá getur allt farið í rosalega flækju hjá mönnum og ef þeir upplifa að missa niður stinningu í miðjum klíðum þá er eins og heimsendir sé í nánd,“ sagði Eiríkur Orri meðal annars á fundinum. Hér má sjá nokkrar af ástæðunum fyrir ristruflunum á glæru frá Eiríki Orra á fundnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En mælir hann með Viagra fyrir menn, sem eru með risvandamál? „Ég mæli með því að menn ræði við sinn lækni um vandann og komist að því að hvort að Viagra eða svoleiðis lyf séu lausnin fyrir þá og hvort þeim sé óhætt að prófa.“
Árborg Heilbrigðismál Eldri borgarar Kynlíf Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira