Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2025 21:04 Það eru margir hræddir við að fara til læknis og hvað þá ef um risvandamál er að ræða. Ein af glærunum frá Eiríki Orra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent íslenskra karla, sem eru á aldrinum sextíu til sjötíu ára eiga við risvandamál að stríða, sem reynist mörgum erfitt að viðurkenna. Ástæðurnar geta verið margar, til dæmis æðasjúkdómar, taugasjúkdómar, hormónaröskun eða sjúkdómar í lim. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir var gestur í opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi í gær þar sem yfirskrift erindis hans var „Karlaheilsa“. Eiríkur Orri kom víða við í erindi sínu og svaraði fjölmörgum spurningum fundargesta en risvandamál hjá körlum var kannski það, sem vakti hvað mesta athygli á fundnum enda ótrúlega mikið um slík vandamál að ræða eins og kom skýrt fram hjá Eiríki. „Einfaldasta útskýringin er að segja að það verða ristruflanir vegna þess að það kemur ekki nóg blóð fram í liminn og það endist ekki nógu lengi. En það er kannski helst að íslenskir karlmenn þeir mættu vera duglegri að viðurkenna að það sé vandamál því það er ýmislegt í boði,“ sagði Eiríkur. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir, sem var með erindi um “Karlaheilsu” á opnum fundi Félags eldri borgara á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er risvandamál algengt hjá íslenskum körlum? „Já, þetta er algengt og eftir því, sem við verðum eldri þeimur algengara verður þetta. Jafnvel held ég að 30 til 40 prósent karla, sem eru komnir yfir 60 til 70 ára séu með einhvers konar risvandamál,“ sagði Eiríkur. Mikill áhugi var á erindi Eiríks Orra enda mættu vel á annað hundrað manns til að hlusta á hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur Orri segir að karlar vilji helst ekki ræða stinningarvandamál en auðvitað eigi að ræða það opinskátt eins og annað hvað varðar heilsuna. „Þó við karlar séum oft frekar einfaldar verur þá er það þannig að þegar kemur að stinningarmálum þá getur allt farið í rosalega flækju hjá mönnum og ef þeir upplifa að missa niður stinningu í miðjum klíðum þá er eins og heimsendir sé í nánd,“ sagði Eiríkur Orri meðal annars á fundinum. Hér má sjá nokkrar af ástæðunum fyrir ristruflunum á glæru frá Eiríki Orra á fundnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En mælir hann með Viagra fyrir menn, sem eru með risvandamál? „Ég mæli með því að menn ræði við sinn lækni um vandann og komist að því að hvort að Viagra eða svoleiðis lyf séu lausnin fyrir þá og hvort þeim sé óhætt að prófa.“ Árborg Heilbrigðismál Eldri borgarar Kynlíf Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir var gestur í opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi í gær þar sem yfirskrift erindis hans var „Karlaheilsa“. Eiríkur Orri kom víða við í erindi sínu og svaraði fjölmörgum spurningum fundargesta en risvandamál hjá körlum var kannski það, sem vakti hvað mesta athygli á fundnum enda ótrúlega mikið um slík vandamál að ræða eins og kom skýrt fram hjá Eiríki. „Einfaldasta útskýringin er að segja að það verða ristruflanir vegna þess að það kemur ekki nóg blóð fram í liminn og það endist ekki nógu lengi. En það er kannski helst að íslenskir karlmenn þeir mættu vera duglegri að viðurkenna að það sé vandamál því það er ýmislegt í boði,“ sagði Eiríkur. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir, sem var með erindi um “Karlaheilsu” á opnum fundi Félags eldri borgara á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er risvandamál algengt hjá íslenskum körlum? „Já, þetta er algengt og eftir því, sem við verðum eldri þeimur algengara verður þetta. Jafnvel held ég að 30 til 40 prósent karla, sem eru komnir yfir 60 til 70 ára séu með einhvers konar risvandamál,“ sagði Eiríkur. Mikill áhugi var á erindi Eiríks Orra enda mættu vel á annað hundrað manns til að hlusta á hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur Orri segir að karlar vilji helst ekki ræða stinningarvandamál en auðvitað eigi að ræða það opinskátt eins og annað hvað varðar heilsuna. „Þó við karlar séum oft frekar einfaldar verur þá er það þannig að þegar kemur að stinningarmálum þá getur allt farið í rosalega flækju hjá mönnum og ef þeir upplifa að missa niður stinningu í miðjum klíðum þá er eins og heimsendir sé í nánd,“ sagði Eiríkur Orri meðal annars á fundinum. Hér má sjá nokkrar af ástæðunum fyrir ristruflunum á glæru frá Eiríki Orra á fundnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En mælir hann með Viagra fyrir menn, sem eru með risvandamál? „Ég mæli með því að menn ræði við sinn lækni um vandann og komist að því að hvort að Viagra eða svoleiðis lyf séu lausnin fyrir þá og hvort þeim sé óhætt að prófa.“
Árborg Heilbrigðismál Eldri borgarar Kynlíf Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira