Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar 29. mars 2025 13:02 Fyrr á tímum, þegar menn höfðu hvorki áttavita né nothæf sjókort, krafðist það mikils kjarks að sigla svo langt út að landsýn hyrfi. Á úthafinu þurftu menn staðgóða þekkingu á hreyfingu himinhnatta. Sjómenn fyrri tíðar voru vísindamenn í þeim skilningi að þeir kunnu skil á siglingafræði, en kunnu auk þess þá list að hagræða seglum eftir vindi. Nú er skipum siglt með stýri og skrúfu. Skipstjórnarmenn nútímans reiða sig á vélar, tölvur og tækni, en hvað gerum við þegar tæknin bilar? Þegar vindar og straumar gera tölvurnar ónothæfar? Þegar sjálfstýringin er ekki lengur í boði? Þá verða skipverjar að treysta því að skipstjórnendur séu vandanum vaxnir og kunni að stjórna, þekki til verka og geti framkvæmt þær athafnir sem nauðsynlegar eru. Íslenska þjóðarskútan er nú undir stjórn fólks sem er illa að sér í siglingafræðum (stjórnskipun Íslands). Þau skortir að vísu ekki handbækur (lög og reglur) og auka raunar daglega við regluverkið, m.a. með bremsulausri innleiðingu á reglum frá ESB. En ef siglingin á að vera slysalaus þarf meira en reglur og handbækur. Slysalaus sigling (réttátt og gott stjórnarfar) kallar á að skipstjórnendur hafi nothæfan (siðferðilegan) áttavita. Ef áttavitinn týnist verða lögin að valdatæki í höndum stjórnenda í stað þess að verja borgarana fyrir valdbeitingu. Í spilltum ríkjum situr almenningur uppi með stjórnmálamenn, embættismannastétt og sérfræðinga sem þjóna orðið spilltu kerfi frekar en fólkinu í landinu. Almannahagur, sannleiksást og réttlæti eru í framkvæmd látin víkja fyrir stéttarhagsmunum, hagsmunum hópsins sem menn tilheyra eða fyrir persónulegum hagsmunum þeirra sem t.d. vilja klífa valdastigann. Í slíkum stjórnkerfum molnar undan valdastofnunum, ekki síst vegna alls kyns málamiðlana, sem menn taka þátt í til að verja eigin hagsmuni, jafnvel þótt það sé á kostnað almennings og kynslóða framtíðarinnar. Ein versta birtingarmynd slíks stjórnarfars (óstjórnar) er þegar réttarkerfin umpólast og lögfræðingar, lögmenn og dómarar hætta að verja frelsi og hagsmuni almennings, en snúa sér þess í stað að því að verja eigin hag með því að framfylgja vilja valdhafa / vilja ríkisins. Þegar svo er komið eru lögfræðingar ekki lengur sjálfstæðir og ábyrgir þjónar réttarins, heldur tannhjól í mulningsvél. Samfélag sem hefur ekki lengur neinn siðferðilegan áttavita, heldur aðeins lagalegan og peningalegan áttavita, getur ekki þjónað fólkinu í landinu. Samfélag sem í orði kveðnu snýst í kringum bókstaf laganna en vanrækir æðstu markmið laganna er á helvegi. Kjarklaust samfélag, án siðferðilegs áttavita og án trúar sem getur þjónað sem akkeri er dæmt til að lenda í vandræðum. Þegar Alþingi, ráðuneyti og aðrar stjórnarstofnanir reyna að stýra án áttavita og án akkeris þá eru þessar stofnanir orðnar ónothæfar og raunar hættulegar samfélaginu sem þær eiga að þjóna. Lokapunkti er náð þegar valdhafar eru orðnir tilbúnir til að virða stjórnarskrána að vettugi ef það þjónar þeirra eigin hagsmunum, þegar lagatækni er notuð til að réttlæta lögleysu, þegar meginreglur laga eru orðnar að yfirborðskenndu skrauti og þegar æðstu ráðamenn starfa utan við ramma stjórnarskrár og laga. Þetta sjáum við nú gerast þegar Alþingi undirbýr framsal á ríkisvaldi til ESB með frumvarpi um bókun 35 og í því hvernig ráðherrar í ríkisstjórn brjóta daglega gegn hlutleysisstefnu Íslands með því að hella olíu á ófriðarbál í stað þess að tala fyrir friði. Þá hefur hræsni og vanþekking leyst ábyrgð og þekkingu af hólmi. Guð blessi Ísland. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrr á tímum, þegar menn höfðu hvorki áttavita né nothæf sjókort, krafðist það mikils kjarks að sigla svo langt út að landsýn hyrfi. Á úthafinu þurftu menn staðgóða þekkingu á hreyfingu himinhnatta. Sjómenn fyrri tíðar voru vísindamenn í þeim skilningi að þeir kunnu skil á siglingafræði, en kunnu auk þess þá list að hagræða seglum eftir vindi. Nú er skipum siglt með stýri og skrúfu. Skipstjórnarmenn nútímans reiða sig á vélar, tölvur og tækni, en hvað gerum við þegar tæknin bilar? Þegar vindar og straumar gera tölvurnar ónothæfar? Þegar sjálfstýringin er ekki lengur í boði? Þá verða skipverjar að treysta því að skipstjórnendur séu vandanum vaxnir og kunni að stjórna, þekki til verka og geti framkvæmt þær athafnir sem nauðsynlegar eru. Íslenska þjóðarskútan er nú undir stjórn fólks sem er illa að sér í siglingafræðum (stjórnskipun Íslands). Þau skortir að vísu ekki handbækur (lög og reglur) og auka raunar daglega við regluverkið, m.a. með bremsulausri innleiðingu á reglum frá ESB. En ef siglingin á að vera slysalaus þarf meira en reglur og handbækur. Slysalaus sigling (réttátt og gott stjórnarfar) kallar á að skipstjórnendur hafi nothæfan (siðferðilegan) áttavita. Ef áttavitinn týnist verða lögin að valdatæki í höndum stjórnenda í stað þess að verja borgarana fyrir valdbeitingu. Í spilltum ríkjum situr almenningur uppi með stjórnmálamenn, embættismannastétt og sérfræðinga sem þjóna orðið spilltu kerfi frekar en fólkinu í landinu. Almannahagur, sannleiksást og réttlæti eru í framkvæmd látin víkja fyrir stéttarhagsmunum, hagsmunum hópsins sem menn tilheyra eða fyrir persónulegum hagsmunum þeirra sem t.d. vilja klífa valdastigann. Í slíkum stjórnkerfum molnar undan valdastofnunum, ekki síst vegna alls kyns málamiðlana, sem menn taka þátt í til að verja eigin hagsmuni, jafnvel þótt það sé á kostnað almennings og kynslóða framtíðarinnar. Ein versta birtingarmynd slíks stjórnarfars (óstjórnar) er þegar réttarkerfin umpólast og lögfræðingar, lögmenn og dómarar hætta að verja frelsi og hagsmuni almennings, en snúa sér þess í stað að því að verja eigin hag með því að framfylgja vilja valdhafa / vilja ríkisins. Þegar svo er komið eru lögfræðingar ekki lengur sjálfstæðir og ábyrgir þjónar réttarins, heldur tannhjól í mulningsvél. Samfélag sem hefur ekki lengur neinn siðferðilegan áttavita, heldur aðeins lagalegan og peningalegan áttavita, getur ekki þjónað fólkinu í landinu. Samfélag sem í orði kveðnu snýst í kringum bókstaf laganna en vanrækir æðstu markmið laganna er á helvegi. Kjarklaust samfélag, án siðferðilegs áttavita og án trúar sem getur þjónað sem akkeri er dæmt til að lenda í vandræðum. Þegar Alþingi, ráðuneyti og aðrar stjórnarstofnanir reyna að stýra án áttavita og án akkeris þá eru þessar stofnanir orðnar ónothæfar og raunar hættulegar samfélaginu sem þær eiga að þjóna. Lokapunkti er náð þegar valdhafar eru orðnir tilbúnir til að virða stjórnarskrána að vettugi ef það þjónar þeirra eigin hagsmunum, þegar lagatækni er notuð til að réttlæta lögleysu, þegar meginreglur laga eru orðnar að yfirborðskenndu skrauti og þegar æðstu ráðamenn starfa utan við ramma stjórnarskrár og laga. Þetta sjáum við nú gerast þegar Alþingi undirbýr framsal á ríkisvaldi til ESB með frumvarpi um bókun 35 og í því hvernig ráðherrar í ríkisstjórn brjóta daglega gegn hlutleysisstefnu Íslands með því að hella olíu á ófriðarbál í stað þess að tala fyrir friði. Þá hefur hræsni og vanþekking leyst ábyrgð og þekkingu af hólmi. Guð blessi Ísland. Höfundur er lögmaður.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun