Fótbolti

Slæmt tap í fyrsta leik Freys

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Freyr Alexandersson var að stýra fyrsta keppnisleiknum með Brann.
Freyr Alexandersson var að stýra fyrsta keppnisleiknum með Brann. Isosport/MB Media/Getty Images

Slæmt tap beið Freys Alexanderssonar í fyrsta deildarleiknum sem þjálfari Brann. Hann setti Eggert Aron Guðmundsson inn á síðasta hálftímann en ekki tókst að laga stöðuna og 3-0 tap varð niðurstaðan gegn Fredrikstad.

Freyr tók við starfinu hjá Brann í byrjun árs og fékk Eggert til félagsins í febrúar. Norska úrvalsdeildin hófst svo í dag og þar laut liðið í lægra haldi gegn Fredrikstad. Simen Rafn var með fyrirliðaband Fredrikstad, í stað Júlíus Magnússonar sem er farinn til Elfsborg.

Eggert var settur inn í þrefaldri skiptingu eftir klukkutíma leik. Brann var þá tveimur mörkum undir og tókst ekki að rétta úr kútnum, þvert á móti, lokatölur 3-0 fyrir Fredrikstad.

Logi spilaði með Strømsgodset

Logi Tómasson lék allan leikinn í vinstri vængbakverði Strømsgodset í 1-2 tapi gegn Rosenborg fyrr í dag. Logi fékk gult spjald í upphafi seinni hálfleiks, rétt eftir að Rosenborg tók 2-0 forystu. Heimamenn minnkuðu muninn svo á lokamínútum leiksins.

Logi hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu undanfarið, og er Brann sagt meðal áhugasamra félaga, en ekkert hefur orðið af því enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×