Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 31. mars 2025 08:00 Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni árið 2022 hefur Samfylkingin undir hennar forystu átt í virku samtali við fólkið og fyrirtækin í landinu og hlustað á hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Úr þessum samtölum kom fram skýr krafa um árangur þegar kemur að uppbyggingu innviða og mikil gremja gagnvart því að stjórnvöld hafi ekki sinnt uppbyggingu og viðhaldi á orkuinnviðum, vegunum okkar, menntakerfinu og heilbrigðisstofnunum. Þessi krafa var hvað háværust á landsbyggðinni þó að hana mætti heyra um land allt. Samfylkingin tók þessum skilaboðum alvarlega og mótaði í virku samráði við landsmenn, verkalýðsfélögin og sérfræðinga þau áherslumál sem flokkurinn kynnti fyrir kosningar. Þessi áherslumál má kjarna í því að Samfylkingin ætlar að tryggja öryggi og afkomu landsmanna og fyrirtækja. Fyrsta skrefið var að ná stjórn á efnahagsmálunum, að ná niður verðbólgu og vöxtum og skila hallalausum fjárlögum. Næsta skrefið er svo að tryggja öryggi landsmanna og fyrirtækja þegar kemur að samgöngum, löggæslu, traustum orkuinnviðum, félagslegu öryggi og sterkt mennta- og velferðarkerfi. Við höfum séð á fyrstu hundrað dögum ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að unnið er eftir skýru plani og allt er samkvæmt áætlun. Það þyrfti lengri grein en þessa til að telja öll þau framfaraverkefni sem ríkisstjórnin hefur ýtt úr vör en stóra myndin er sú að verðbólga og vextir eru á niðurleið og búið er að leggja fram fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallalausum fjárlögum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á sama tíma er verið að ráðast í mikilvægar fjárfestingar þegar kemur að orkuöflun og samgöngumálum og búið er að höggva á stóra hnúta þegar kemur að þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara. Eitt af því sem við í Samfylkingunni höfum verið heiðarleg með í okkar samtölum við þjóðina er að það að fjárfestingar og efling samfélagslegra innviða kostar peninga og við höfum ekki viljað lofa útgjöldum án þess að það sé skýrt hvernig við munum afla tekna fyrir þeim. Það er ástæðan fyrir því að eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar var að setja af stað hagræðingarverkefni í samráði við landsmenn og að nú sé verið að tryggja að fyrirtæki greiði eðlilegan arð af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna. Alveg eins og við boðuðum fyrir kosningar. Þessar aðgerðir skapa svigrúm fyrir fjárfestingar í fólki og innviðum sem munu skila sér margfalt til baka í formi aukinna lífsgæða fólks út um allt land og verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni árið 2022 hefur Samfylkingin undir hennar forystu átt í virku samtali við fólkið og fyrirtækin í landinu og hlustað á hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Úr þessum samtölum kom fram skýr krafa um árangur þegar kemur að uppbyggingu innviða og mikil gremja gagnvart því að stjórnvöld hafi ekki sinnt uppbyggingu og viðhaldi á orkuinnviðum, vegunum okkar, menntakerfinu og heilbrigðisstofnunum. Þessi krafa var hvað háværust á landsbyggðinni þó að hana mætti heyra um land allt. Samfylkingin tók þessum skilaboðum alvarlega og mótaði í virku samráði við landsmenn, verkalýðsfélögin og sérfræðinga þau áherslumál sem flokkurinn kynnti fyrir kosningar. Þessi áherslumál má kjarna í því að Samfylkingin ætlar að tryggja öryggi og afkomu landsmanna og fyrirtækja. Fyrsta skrefið var að ná stjórn á efnahagsmálunum, að ná niður verðbólgu og vöxtum og skila hallalausum fjárlögum. Næsta skrefið er svo að tryggja öryggi landsmanna og fyrirtækja þegar kemur að samgöngum, löggæslu, traustum orkuinnviðum, félagslegu öryggi og sterkt mennta- og velferðarkerfi. Við höfum séð á fyrstu hundrað dögum ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að unnið er eftir skýru plani og allt er samkvæmt áætlun. Það þyrfti lengri grein en þessa til að telja öll þau framfaraverkefni sem ríkisstjórnin hefur ýtt úr vör en stóra myndin er sú að verðbólga og vextir eru á niðurleið og búið er að leggja fram fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallalausum fjárlögum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á sama tíma er verið að ráðast í mikilvægar fjárfestingar þegar kemur að orkuöflun og samgöngumálum og búið er að höggva á stóra hnúta þegar kemur að þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara. Eitt af því sem við í Samfylkingunni höfum verið heiðarleg með í okkar samtölum við þjóðina er að það að fjárfestingar og efling samfélagslegra innviða kostar peninga og við höfum ekki viljað lofa útgjöldum án þess að það sé skýrt hvernig við munum afla tekna fyrir þeim. Það er ástæðan fyrir því að eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar var að setja af stað hagræðingarverkefni í samráði við landsmenn og að nú sé verið að tryggja að fyrirtæki greiði eðlilegan arð af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna. Alveg eins og við boðuðum fyrir kosningar. Þessar aðgerðir skapa svigrúm fyrir fjárfestingar í fólki og innviðum sem munu skila sér margfalt til baka í formi aukinna lífsgæða fólks út um allt land og verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun