Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar 31. mars 2025 07:30 Það er ekki hægt að tala um sátt í sjávarútvegi þegar aðgerðir stjórnvalda beinast ekki gegn þeim sem bera mesta ábyrgð heldur bitna í reynd á fólkinu og byggðunum sem atvinnugreinin heldur uppi. Áform ríkisstjórnarinnar um aukna skattlagningu í sjávarútvegi eru kynnt eins og ráðist sé gegn stórútgerðinni. En þegar grannt er skoðað kemur annað í ljós: það er ekki stórútgerðin sem verður fyrir mestu höggi heldur smærri útgerðir, vinnslur og samfélög í dreifðum byggðum landsins. Sem dæmi má nefna sveitarfélög líkt og Grýtubakkahrepp, Langanesbyggð og Vopnafjörð sem reiða sig að miklu leyti á útgerð og vinnslu sem helstu stoðir atvinnulífsins. Útsvarstekjur, störf og samfélagsleg velferð byggjast á þeirri starfsemi. Þegar höggið kemur utan frá – í gegnum illa ígrundaðar skattabreytingar sem ekki hafa verið metnar til fulls – þá hefur það ekki eingöngu áhrif á stórútgerðina heldur bitnar fyrst og fremst á fjölskyldum sem sjá fram á óvissu með framtíðina í sinni heimabyggð. Það er ábyrgð stjórnvalda að meta áhrif aðgerða áður en þau verða að lögum. Það hefur ekki verið gert. Engin heildstæð greining liggur fyrir á áhrifum breytinganna á atvinnulíf í smærri byggðarlögum, engin úttekt á rekstrargrundvelli vinnslufyrirtækja sem nú standa frammi fyrir nýjum álögum. Slíkt verklag er bæði óábyrgt og óboðlegt. Við í Framsókn höfum ítrekað bent á að svigrúm sé til aukinna auðlindagjalda – en slíkar breytingar verða að byggjast á vandaðri greiningu, fyrirsjáanleika og samstöðu. Sjávarútvegurinn er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Viljum við í alvöru taka slíka stoð og raska rekstraröryggi hennar með óundirbúnum hætti? Það sem verra er – það virðist ekki einu sinni hafa verið raunverulegur vilji til samráðs við hagsmunaaðila áður en málið var kynnt. Þetta mál er eitt stærsta hagsmunamál síðari ára og á sama tíma leyfir núverandi ríkisstjórn sér að takmarka verulega umsagnarfrest. Þegar upp er staðið má setja spurningarmerki hvort raunverulegur samvinnuvilji sé yfirhöfuð fyrir hendi. Slíkt er að mínu mati áfellisdómur yfir verklagi stjórnvalda. Maður spyr sig, af hverju liggur svona á, þetta mál er risavaxið og algerlega óljóst á þessum tímapunkti hvaða áhrif þetta muni hafa til lengri tíma. Auðlindin á að vera í eigu þjóðarinnar, fyrir hana á að greiða sanngjarnt verð, um það eru allir sammála. En til að ná langþráðri sátt um sjávarútveginn og þeim álögum sem við teljum réttlætanlegt að hann beri, verðum við að byggja umræðuna á staðreyndum, hafa öll gögn upp á borði og vanda okkur áður en lengra er haldið. Við getum gert betur. Við eigum að gera betur. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Sjávarútvegur Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að tala um sátt í sjávarútvegi þegar aðgerðir stjórnvalda beinast ekki gegn þeim sem bera mesta ábyrgð heldur bitna í reynd á fólkinu og byggðunum sem atvinnugreinin heldur uppi. Áform ríkisstjórnarinnar um aukna skattlagningu í sjávarútvegi eru kynnt eins og ráðist sé gegn stórútgerðinni. En þegar grannt er skoðað kemur annað í ljós: það er ekki stórútgerðin sem verður fyrir mestu höggi heldur smærri útgerðir, vinnslur og samfélög í dreifðum byggðum landsins. Sem dæmi má nefna sveitarfélög líkt og Grýtubakkahrepp, Langanesbyggð og Vopnafjörð sem reiða sig að miklu leyti á útgerð og vinnslu sem helstu stoðir atvinnulífsins. Útsvarstekjur, störf og samfélagsleg velferð byggjast á þeirri starfsemi. Þegar höggið kemur utan frá – í gegnum illa ígrundaðar skattabreytingar sem ekki hafa verið metnar til fulls – þá hefur það ekki eingöngu áhrif á stórútgerðina heldur bitnar fyrst og fremst á fjölskyldum sem sjá fram á óvissu með framtíðina í sinni heimabyggð. Það er ábyrgð stjórnvalda að meta áhrif aðgerða áður en þau verða að lögum. Það hefur ekki verið gert. Engin heildstæð greining liggur fyrir á áhrifum breytinganna á atvinnulíf í smærri byggðarlögum, engin úttekt á rekstrargrundvelli vinnslufyrirtækja sem nú standa frammi fyrir nýjum álögum. Slíkt verklag er bæði óábyrgt og óboðlegt. Við í Framsókn höfum ítrekað bent á að svigrúm sé til aukinna auðlindagjalda – en slíkar breytingar verða að byggjast á vandaðri greiningu, fyrirsjáanleika og samstöðu. Sjávarútvegurinn er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Viljum við í alvöru taka slíka stoð og raska rekstraröryggi hennar með óundirbúnum hætti? Það sem verra er – það virðist ekki einu sinni hafa verið raunverulegur vilji til samráðs við hagsmunaaðila áður en málið var kynnt. Þetta mál er eitt stærsta hagsmunamál síðari ára og á sama tíma leyfir núverandi ríkisstjórn sér að takmarka verulega umsagnarfrest. Þegar upp er staðið má setja spurningarmerki hvort raunverulegur samvinnuvilji sé yfirhöfuð fyrir hendi. Slíkt er að mínu mati áfellisdómur yfir verklagi stjórnvalda. Maður spyr sig, af hverju liggur svona á, þetta mál er risavaxið og algerlega óljóst á þessum tímapunkti hvaða áhrif þetta muni hafa til lengri tíma. Auðlindin á að vera í eigu þjóðarinnar, fyrir hana á að greiða sanngjarnt verð, um það eru allir sammála. En til að ná langþráðri sátt um sjávarútveginn og þeim álögum sem við teljum réttlætanlegt að hann beri, verðum við að byggja umræðuna á staðreyndum, hafa öll gögn upp á borði og vanda okkur áður en lengra er haldið. Við getum gert betur. Við eigum að gera betur. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar