Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 1. apríl 2025 07:02 Nú liggur fyrir skýrt lögfræðiálit um að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem gegnir formennsku fyrir íþróttafélag í borginni sé vanhæfur til að sitja í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur samkvæmt hæfisreglum sveitarstjórnarlaga. Ef fulltrúi gegnir hlutverki sem hann er vanhæfur til að gegna grefur það undan lýðræðislegri, faglegri og sanngjarnri stjórnsýslu og opnar á möguleika á spillingu. Það er gjörsamlega óskiljanlegt - að þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem kveður á afdráttarlausan hátt á um að fulltrúinn sé vanhæfur til setu í ráðinu, að það geti haft fjölmörg neikvæð áhrif á ákvarðanatöku í ráðinu og traust á ákvörðunum ráðsins, að það geti jafnvel gert ákvarðanir ráðsins ólögmætar og Reykjavíkurborg skaðabótaskylda vegna einstaka ákvarðana - að Sjálfstæðisflokkurinn haldi til streitu kröfu sinni um að kjósa þennan borgarfulltrúa í ráðið. Fyrir borgarstjórnarfundi í dag liggur tillaga Sjálfstæðisflokksins um að skipa fulltrúann í ráðið en sama tillaga lág fyrir á síðasta fundi og var þá frestað og því ekki til mikils að halda í vonina um að undarlegt aprílgabb sé að ræða. Ef vafi leikur á um réttmæti lögfræðiálitsins sem komist hefur að þessari niðurstöðu að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er ekki bara lágmark heldur liggur í augum uppi að það sé ófrávíkjanleg skylda allra hlutaðeigandi að komast til botns í málinu eftir þar til bærum leiðum áður en fulltrúinn er kosinn í ráðið. Annað væri móðgun við lýðræðislega ferla og færi að mínu mati ansi nærri því að því að vera afglöp í starfi. Fulltrúinn er ekki bara vanhæfur þegar kemur að málefnum sem geta beint snert íþróttafélagið sem hann er í forsvari fyrir heldur almennt vanhæfur til að sitja í ráðinu og gegna því eftirlitshlutverki sem á því hvílir, sem er ekki einskorðað við „sérstök atvik eða einstök mál“ eins og segir í álitinu. Þar er líka talað um viðmið umboðsmanns Alþingis um skipan í nefndarsæti og að „ekki skuli skipa þá menn til nefndarsetu, sem annaðhvort er fyrirsjáanlegt að verði oft vanhæfir til meðferðar einstakra mála eða gegna stöðu, sem vegna ákveðinna tengsla við nefndina veldur sjálfkrafa að þeir geti ekki talist hæfir til að fjalla um sömu mál“. Markmið hæfisreglnanna er að draga úr hættu á að persónulegir hagsmunir einstaklinga í stjórnsýslunni hafi áhrif á niðurstöðu máls og tryggja vandaða og faglega ákvarðanatöku og stjórnsýslu sem nýtur trausts og trúverðugleika. Að vinna gegn sérhagsmunagæslu, frændhygli og spillingu við umsýslu almannagæða, að styrkja faglega og vandaða stjórnsýslu sem og að auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslunni er mitt helsta leiðarstef í pólitík. Það skiptir ekki bara máli hvað við gerum heldur líka hvernig það er gert og að vinnubrögðin séu fagleg og gagnsæ. Lýðræðislegur réttur flokka til að tilnefna sína fulltrúa til nefndarsetu er afar mikilvægur en það er ábyrgðarhluti og siðferðilega ámælisvert að tilnefna fulltrúa í ráð sem vitað er að sé vanhæfur samkvæmt bestu upplýsingum. Það er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðanna ráðsins. Það er vont og óábyrgt að setja aðra fulltrúa borgarstjórnar í þá stöðu að þurfa að stíga inn í slíkt mál í stað þess að axla pólitíska ábyrgð á eigin nefndarsætum. Það er þó sumpart í takt við annað sem flokkurinn hefur í áranna rás staðið fyrir og ætti kannski ekki að koma mér svona á óvart, en ég var samt að vona að við værum komin lengra en þetta. Sjálfstæðisflokkurinn og hans hagsmunir eiga ekki að skipta meira máli en hagsmunir almennings. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Reykjavík Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir skýrt lögfræðiálit um að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem gegnir formennsku fyrir íþróttafélag í borginni sé vanhæfur til að sitja í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur samkvæmt hæfisreglum sveitarstjórnarlaga. Ef fulltrúi gegnir hlutverki sem hann er vanhæfur til að gegna grefur það undan lýðræðislegri, faglegri og sanngjarnri stjórnsýslu og opnar á möguleika á spillingu. Það er gjörsamlega óskiljanlegt - að þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem kveður á afdráttarlausan hátt á um að fulltrúinn sé vanhæfur til setu í ráðinu, að það geti haft fjölmörg neikvæð áhrif á ákvarðanatöku í ráðinu og traust á ákvörðunum ráðsins, að það geti jafnvel gert ákvarðanir ráðsins ólögmætar og Reykjavíkurborg skaðabótaskylda vegna einstaka ákvarðana - að Sjálfstæðisflokkurinn haldi til streitu kröfu sinni um að kjósa þennan borgarfulltrúa í ráðið. Fyrir borgarstjórnarfundi í dag liggur tillaga Sjálfstæðisflokksins um að skipa fulltrúann í ráðið en sama tillaga lág fyrir á síðasta fundi og var þá frestað og því ekki til mikils að halda í vonina um að undarlegt aprílgabb sé að ræða. Ef vafi leikur á um réttmæti lögfræðiálitsins sem komist hefur að þessari niðurstöðu að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er ekki bara lágmark heldur liggur í augum uppi að það sé ófrávíkjanleg skylda allra hlutaðeigandi að komast til botns í málinu eftir þar til bærum leiðum áður en fulltrúinn er kosinn í ráðið. Annað væri móðgun við lýðræðislega ferla og færi að mínu mati ansi nærri því að því að vera afglöp í starfi. Fulltrúinn er ekki bara vanhæfur þegar kemur að málefnum sem geta beint snert íþróttafélagið sem hann er í forsvari fyrir heldur almennt vanhæfur til að sitja í ráðinu og gegna því eftirlitshlutverki sem á því hvílir, sem er ekki einskorðað við „sérstök atvik eða einstök mál“ eins og segir í álitinu. Þar er líka talað um viðmið umboðsmanns Alþingis um skipan í nefndarsæti og að „ekki skuli skipa þá menn til nefndarsetu, sem annaðhvort er fyrirsjáanlegt að verði oft vanhæfir til meðferðar einstakra mála eða gegna stöðu, sem vegna ákveðinna tengsla við nefndina veldur sjálfkrafa að þeir geti ekki talist hæfir til að fjalla um sömu mál“. Markmið hæfisreglnanna er að draga úr hættu á að persónulegir hagsmunir einstaklinga í stjórnsýslunni hafi áhrif á niðurstöðu máls og tryggja vandaða og faglega ákvarðanatöku og stjórnsýslu sem nýtur trausts og trúverðugleika. Að vinna gegn sérhagsmunagæslu, frændhygli og spillingu við umsýslu almannagæða, að styrkja faglega og vandaða stjórnsýslu sem og að auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslunni er mitt helsta leiðarstef í pólitík. Það skiptir ekki bara máli hvað við gerum heldur líka hvernig það er gert og að vinnubrögðin séu fagleg og gagnsæ. Lýðræðislegur réttur flokka til að tilnefna sína fulltrúa til nefndarsetu er afar mikilvægur en það er ábyrgðarhluti og siðferðilega ámælisvert að tilnefna fulltrúa í ráð sem vitað er að sé vanhæfur samkvæmt bestu upplýsingum. Það er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðanna ráðsins. Það er vont og óábyrgt að setja aðra fulltrúa borgarstjórnar í þá stöðu að þurfa að stíga inn í slíkt mál í stað þess að axla pólitíska ábyrgð á eigin nefndarsætum. Það er þó sumpart í takt við annað sem flokkurinn hefur í áranna rás staðið fyrir og ætti kannski ekki að koma mér svona á óvart, en ég var samt að vona að við værum komin lengra en þetta. Sjálfstæðisflokkurinn og hans hagsmunir eiga ekki að skipta meira máli en hagsmunir almennings. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun