Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 10:32 Markmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Gjarnan hefur verið rætt um Bandaríki Evrópu í þeim efnum. Hreinlega hefur verið leitun að forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt markmiðið. Það hafa samtök íslenzkra Evrópusambandssinna einnig gert. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Forseti regnhlífarsamtakanna European Movement International, Guy Verhofstadt sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu sem og fyrrverandi leiðtogi þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, lagði nú síðast áherzlu á það fyrir helgi að sambandið yrði endanlega að Bandaríkjum Evrópu í færslu á samfélagsmiðlinum X. Sagði hann að draga þyrfti úr því hversu háð Evrópusambandið væri Bandaríkjunum. Leiðin til þess væri „að verða fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur meginmarkmið European Movement International verið að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns Viðreisnar, er í aðildarferli að regnhlífarsamtökunum en eldri hreyfingar hérlendra Evrópusambandssinna eins og Já Ísland og Evrópusamtökin voru einnig aðilar að evrópsku samtökunum. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, þar á meðal samtökin ALDE sem flokkurinn er aðili að, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann hann ötullega að því markmiði. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem er í samræmi við þróun þess í átt að einu ríki. Líkt og fjöldi þingmanna hvers ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fer eftir íbúafjölda þeirra eða og fjöldi þingmanna hvers kjördæmis hér á landi miðast við það hversu margir búa í þeim. Innan sambandsins yrði vægi Íslands í ráðherraráði þess þannig allajafna á við 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Markmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Gjarnan hefur verið rætt um Bandaríki Evrópu í þeim efnum. Hreinlega hefur verið leitun að forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt markmiðið. Það hafa samtök íslenzkra Evrópusambandssinna einnig gert. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Forseti regnhlífarsamtakanna European Movement International, Guy Verhofstadt sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu sem og fyrrverandi leiðtogi þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, lagði nú síðast áherzlu á það fyrir helgi að sambandið yrði endanlega að Bandaríkjum Evrópu í færslu á samfélagsmiðlinum X. Sagði hann að draga þyrfti úr því hversu háð Evrópusambandið væri Bandaríkjunum. Leiðin til þess væri „að verða fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur meginmarkmið European Movement International verið að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns Viðreisnar, er í aðildarferli að regnhlífarsamtökunum en eldri hreyfingar hérlendra Evrópusambandssinna eins og Já Ísland og Evrópusamtökin voru einnig aðilar að evrópsku samtökunum. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, þar á meðal samtökin ALDE sem flokkurinn er aðili að, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann hann ötullega að því markmiði. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem er í samræmi við þróun þess í átt að einu ríki. Líkt og fjöldi þingmanna hvers ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fer eftir íbúafjölda þeirra eða og fjöldi þingmanna hvers kjördæmis hér á landi miðast við það hversu margir búa í þeim. Innan sambandsins yrði vægi Íslands í ráðherraráði þess þannig allajafna á við 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar