„Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2025 16:30 Heiða er í dag borgarstjóri Reykjavíkur. Hún er nýr borgarstjóri og ætlar sér stóra hluti. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, talaði um launin, störfin, framtíðarhorfur en kynntist líka persónulegu hliðinni á þessari kraftmiklu konu sem elskar hreyfingu, hollan mat og spilakvöld með fjölskyldunni. Hún fer alltaf snemma á fætur en segist samt sem áður frekar vera b-manneskja heldur en a. Heiða er 54 ára og fædd á Akureyri, bjó til skiptis í sveitinni hjá ömmu og afa og svo hjá foreldrum inni í bæ. Hún er elst fjögurra systkina og þrátt fyrir planið hafi ekki endilega verið að fara í pólitík þegar hún var yngri var umræðan á heimilinu svona: „Ég er alin upp í mikilli pólitík. Báðir foreldrar mínir eru mjög svona vinstri sinnuð og mjög réttsýn og heiðarleg. Við töluðum mikið um allskonar pólitík og alltaf talað við okkur um samfélag, ábyrgð og samkennd og ættum að koma heiðarlega fram.“ Heiða fór í Verkmenntaskólann á Akureyri og kláraði þar matsveininn. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á mat og sérstaklega hollum mat. „Mitt uppáhald er humar og humarpítsa og það er oft í matinn á þessu heimili. Síðan tók ég náttúrufræðipróf og flutti til Reykjavíkur og var þá að reyna komast inn í nám í Svíþjóð og það tókst og ég fór í næringarráðgjöf þar,“ segir Heiða sem eignaðist son sinn í Svíþjóð með fyrrverandi manninum sínum. Síðan flytur Heiða heim og kynnist núverandi manni sínum Hrannari Birni og eiga þau samtals fjögur börn í dag. Í kjölfarið kláraði hún MBA og hefur haft í nógu að snúast allar götur síðan. Heiða var spurð út í laun hennar en á dögunum var greint frá því að hún væri samanlagt með tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun. Sem borgarstjóri, stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, formennsku í stjórn Sambands íslenskrar sveitarfélaga og meira. „Það kom ekki til greina að segja af mér formennsku þar sem ég var ekki með varamann í stjórninni. Ef ég hefði sagt af mér formennsku hefði ekki verið neitt til að gæta hagsmuna borgarinnar þarna inni, nema aðilar í minnihlutanum sem voru ekki okkur í meirihlutanum mjög vinveittir. Fyrir hagsmuni Reykvíkinga fannst mér það því óábyrgt af mér þangað til að það var landsþing og þá var hægt að kjósa í minn stað þremur vikum seinna. Ég var ekkert búin að reikna saman þessi laun og var ekkert að spá í því, var bara að spá í verkefnin og treysti ég mér í þau,“ segir Heiða sem var ekki búin að fá útborgað þegar viðtalið var tekið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Borgarstjórn Reykjavík Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira
Hún fer alltaf snemma á fætur en segist samt sem áður frekar vera b-manneskja heldur en a. Heiða er 54 ára og fædd á Akureyri, bjó til skiptis í sveitinni hjá ömmu og afa og svo hjá foreldrum inni í bæ. Hún er elst fjögurra systkina og þrátt fyrir planið hafi ekki endilega verið að fara í pólitík þegar hún var yngri var umræðan á heimilinu svona: „Ég er alin upp í mikilli pólitík. Báðir foreldrar mínir eru mjög svona vinstri sinnuð og mjög réttsýn og heiðarleg. Við töluðum mikið um allskonar pólitík og alltaf talað við okkur um samfélag, ábyrgð og samkennd og ættum að koma heiðarlega fram.“ Heiða fór í Verkmenntaskólann á Akureyri og kláraði þar matsveininn. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á mat og sérstaklega hollum mat. „Mitt uppáhald er humar og humarpítsa og það er oft í matinn á þessu heimili. Síðan tók ég náttúrufræðipróf og flutti til Reykjavíkur og var þá að reyna komast inn í nám í Svíþjóð og það tókst og ég fór í næringarráðgjöf þar,“ segir Heiða sem eignaðist son sinn í Svíþjóð með fyrrverandi manninum sínum. Síðan flytur Heiða heim og kynnist núverandi manni sínum Hrannari Birni og eiga þau samtals fjögur börn í dag. Í kjölfarið kláraði hún MBA og hefur haft í nógu að snúast allar götur síðan. Heiða var spurð út í laun hennar en á dögunum var greint frá því að hún væri samanlagt með tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun. Sem borgarstjóri, stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, formennsku í stjórn Sambands íslenskrar sveitarfélaga og meira. „Það kom ekki til greina að segja af mér formennsku þar sem ég var ekki með varamann í stjórninni. Ef ég hefði sagt af mér formennsku hefði ekki verið neitt til að gæta hagsmuna borgarinnar þarna inni, nema aðilar í minnihlutanum sem voru ekki okkur í meirihlutanum mjög vinveittir. Fyrir hagsmuni Reykvíkinga fannst mér það því óábyrgt af mér þangað til að það var landsþing og þá var hægt að kjósa í minn stað þremur vikum seinna. Ég var ekkert búin að reikna saman þessi laun og var ekkert að spá í því, var bara að spá í verkefnin og treysti ég mér í þau,“ segir Heiða sem var ekki búin að fá útborgað þegar viðtalið var tekið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Borgarstjórn Reykjavík Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira