Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. apríl 2025 22:47 Louis Van Gaal var þjálfari Bayern þegar Müller sprakk út sem ungur leikmaður. Alex Grimm/Bongarts/Getty Images Louis Van Gaal, fyrrum þjálfari Bayern München, segir Thomas Müller eiga skilið góða kveðjustund frá félaginu, þar sem ekki lítur út fyrir að samningur hans verði framlengdur. Van Gaal var þjálfari Bayern frá 2009-11 og sá sem gaf Müller sín fyrstu alvöru tækifæri hjá liðinu, þó hann hafi þreytt frumraunina undir Jurgen Klinsmann árið áður. Síðan þá hefur Müller orðið leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, unnið úrvalsdeildina tólf sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Nú er hins vegar útlit fyrir að ferill hans hjá Bayern sé á enda. Samningur hans rennur út í sumar og viðræður um framlengingu hafa siglt í strand. „Því miður fær Müller ekki margar mínútur lengur. Það er undir honum komið hvort hann vildi halda áfram í þessu hlutverki eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins um árabil. Ef hann ákveður að fara á hann skilið góða kveðjustund, frá öllum stuðningsmönnum, leikmönnum og þjálfurum Bayern“ sagði Van Gaal við Sky Sports í Þýskalandi. Muller hefur fengið að kynnast varamannabekknum vel. Alexander Hassenstein/Getty Images Müller er sagður vilja vera áfram en félagið hefur ekki boðið honum nýjan samning og háar launakröfur eru taldar helsta ástæða þess. Fundað verður aftur síðar í vikunni og lokaákvörðun tekin en ljóst er að framlenging Müller hefur ekki verið forgangsmál hjá félaginu, sem hefur í vetur gert nýja samninga við Manuel Neuer, Alphonso Davies, Jamal Musiala og Joshua Kimmich. Svo gæti farið að samningur Müller renni út og hann yfirgefi félagið ósáttur við sín hlutskipti. Hvort hann haldi þá áfram að spila félagsliðafótbolta er óvíst, en landsliðskórnir voru lagðir á hilluna eftir EM síðasta sumar. Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Van Gaal var þjálfari Bayern frá 2009-11 og sá sem gaf Müller sín fyrstu alvöru tækifæri hjá liðinu, þó hann hafi þreytt frumraunina undir Jurgen Klinsmann árið áður. Síðan þá hefur Müller orðið leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, unnið úrvalsdeildina tólf sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Nú er hins vegar útlit fyrir að ferill hans hjá Bayern sé á enda. Samningur hans rennur út í sumar og viðræður um framlengingu hafa siglt í strand. „Því miður fær Müller ekki margar mínútur lengur. Það er undir honum komið hvort hann vildi halda áfram í þessu hlutverki eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins um árabil. Ef hann ákveður að fara á hann skilið góða kveðjustund, frá öllum stuðningsmönnum, leikmönnum og þjálfurum Bayern“ sagði Van Gaal við Sky Sports í Þýskalandi. Muller hefur fengið að kynnast varamannabekknum vel. Alexander Hassenstein/Getty Images Müller er sagður vilja vera áfram en félagið hefur ekki boðið honum nýjan samning og háar launakröfur eru taldar helsta ástæða þess. Fundað verður aftur síðar í vikunni og lokaákvörðun tekin en ljóst er að framlenging Müller hefur ekki verið forgangsmál hjá félaginu, sem hefur í vetur gert nýja samninga við Manuel Neuer, Alphonso Davies, Jamal Musiala og Joshua Kimmich. Svo gæti farið að samningur Müller renni út og hann yfirgefi félagið ósáttur við sín hlutskipti. Hvort hann haldi þá áfram að spila félagsliðafótbolta er óvíst, en landsliðskórnir voru lagðir á hilluna eftir EM síðasta sumar.
Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira