Íslenski boltinn

Fé­lögin spá Víkingum titlinum

Sindri Sverrisson skrifar
Þrátt fyrir að hafa misst afar öfluga leikmenn í vetur hafa Víkingar einnig sótt til að mynda Gylfa Þór Sigurðsson. Því er spáð að þeir lyfti meistaraskildinum í haust eins og þeir gerðu síðast 2023.
Þrátt fyrir að hafa misst afar öfluga leikmenn í vetur hafa Víkingar einnig sótt til að mynda Gylfa Þór Sigurðsson. Því er spáð að þeir lyfti meistaraskildinum í haust eins og þeir gerðu síðast 2023. vísir/Hulda Margrét

Víkingar munu hrifsa til sín Íslandsmeistaratitilinn að nýju í haust en Vestramenn og nýliðar ÍBV falla, ef árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna í Bestu deild karla gengur eftir.

Spáin var kynnt á upphitunarfundi fyrir Bestu deildina í dag en keppni hefst um helgina. Breiðablik og Afturelding ríða á vaðið á laugardagskvöld og svona lítur fyrsta umferð út:

Fyrsta umferð:

  • Laugardagur 5. apríl
  • 19:15 Breiðablik - Afturelding, Stöð 2 Sport
  • Sunnudagur 6. apríl
  • 14:00 Valur - Vestri, Stöð 2 BD
  • 16:15 KA - KR, Stöð 2 Sport 5
  • 19:15 Fram - ÍA, Stöð 2 Sport 5
  • Mánudagur 7. apríl
  • 18:00 Víkingur - ÍBV, Stöð 2 BD
  • 19:15 Stjarnan - FH, Stöð 2 Sport 5
  • 21:25 Stúkan, Stöð 2 Sport 5

Breiðablik á titil að verja en endar í 2. sæti samkvæmt spánni, á eftir Víkingum sem nú leika undir stjórn Sölva Geirs Ottesen og með Gylfa Þór Sigurðsson innanborðs. Þetta er annað árið í röð sem liði Gylfa er spáð titlinum því Val var spáð efsta sæti fyrir ári síðan.

Valsmenn verða samkvæmt spánni núna í 3. sæti, sætinu sem þeir enduðu í á síðustu leiktíð. KR-ingum, nú undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá upphafi tímabils, er spáð 4. sæti eftir að hafa hafnað í 8. sæti deildarinnar í fyrra.

Stjarnan og ÍA verða á svipuðum slóðum og í fyrra, miðað við spána, en FH í neðri hlutanum í stað KR. Fram er spáð 9. sæti og bikarmeisturum KA 8. sæti. Nýliðar Aftureldingar halda sér uppi, samkvæmt spánni, en Vestri og ÍBV enda í neðstu sætunum.

Spá Bestu deildar karla 2025

  1. Víkingur
  2. Breiðablik
  3. Valur
  4. KR
  5. Stjarnan
  6. ÍA
  7. FH
  8. KA
  9. Fram
  10. Afturelding
  11. Vestri
  12. ÍBV

Fimm lið fengu atkvæði í efsta sæti

Víkingar fengu 22 atkvæði í efsta sæti af 35 sem greidd voru en einn atkvæðaseðill var ekki nýttur. Níu spáðu Breiðabliki titlinum, tveir tippuðu á Val, einn á KR og einn á Stjörnuna.

Atkvæði til Víkings: 22 í 1. sæti, 7 í 2. sæti, 4 í 3. sæti, 1 í 4. sæti, 1 í 5. sæti.

Atkvæði til Breiðabliks: 9 í 1. sæti, 22 í 2. sæti, 3 í 3. sæti, 1 í 4. sæti.

Atkvæði til Vals: 1 í 1. sæti, 4 í 2. sæti, 13 í 3. sæti, 11 í 4. sæti, 2 í 5. sæti, 2 í 6. sæti, 1 í 7. sæti.

Atkvæði til KR: 1 í 1. sæti, 1 í 2. sæti, 10 í 3. sæti, 5 í 4. sæti, 9 í 5. sæti, 6 í 6. sæti, 2 í 7. sæti, 1 í 8. sæti.

Atkvæði til Stjörnunnar: 1 í 1. sæti, 1 í 2. sæti, 2 í 3. sæti, 12 í 4. sæti, 10 í 5. sæti, 5 í 6. sæti, 1 í 7. sæti, 1 í 9. sæti , 1 í 10. sæti, 1 í 11. sæti.

Atkvæði til ÍA: 2 í 3. sæti, 2 í 4. sæti, 6 í 5. sæti, 13 í 6. sæti, 4 í 7. sæti, 5 í 8. sæti, 2 í 9. sæti, 1 í 12. sæti.

Atkvæði til FH: 1 í 3. sæti, 4 í 5. sæti, 5 í 6. sæti, 9 í 7. sæti, 10 í 8. sæti, 4 í 9. sæti, 1 í 10. sæti, 1 í 11. sæti.

Atkvæði til KA: 2 í 4. sæti, 2 í 5. sæti, 6 í 7. sæti, 11 í 8. sæti, 8 í 9. sæti, 2 í 10. sæti, 4 í 11. sæti.

Atkvæði til Fram: 1 í 5. sæti, 2 í 6. sæti, 9 í 7. sæti, 6 í 8. sæti, 12 í 9. sæti, 4 í 10. sæti, 1 í 12. sæti.

Atkvæði til Aftureldingar: 1 í 4. sæti, 1 í 7. sæti, 2 í 8. sæti, 5 í 9. sæti, 12 í 10. sæti, 9 í 11. sæti, 5 í 12. sæti.

Atkvæði til Vestra: 1 í 7. sæti, 2 í 9. sæti, 12 í 10. sæti, 10 í 11. sæti, 10 í 12. sæti.

Atkvæði til ÍBV: 2 í 6. sæti, 1 í 7. sæti, 1 í 9. sæti, 3 í 10. sæti, 10 í 11. sæti, 18 í 12. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×