Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2025 13:35 Snorri segir Þorbjörgu Sigríði og Viðreisn hafa heldur betur komið úr skápnum þegar ráðherra birtist með „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“, óbreytt frá Vinstri grænum, að sögn Snorra. Vísir Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Snorri segir Viðreisn hafa tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænanna óbreytta. „Viðreisn hefur alveg tekið við keflinu þarna. Ráðherra staðfesti það. Gekk hjá hlæjandi meðan ég var að flytja mína ræðu og staðfesti þannig í raun að þannig væri í pottinn búið. Hún hlustaði ekki einu sinni á ræðu mína,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið þá fluttust jafnréttismálin frá forsætisráðuneytinu yfir í dómsmálaráðuneytið þegar ný ríkisstjórn tók við og sagði Þorbjörg Sigríður af því tilefni að hún væri stolt af því að vera ráðherra þessara mikilvægu málaflokka. Þorbjörg Sigríður tók við jafnréttismálunum þegar ný ríkisstjórn við og sagðist við það tækifæri, á Instagram, vera stolt af því að hafa tekið við svo mikilvægum málaflokki og birti mynd af starfsfólki jafnréttis og mannréttinda í ráðuneytinu.instagram Snorri segir að í ræðu sinni hafi hann rakið atriði sem í hans huga eru hvert öðru fáránlegra. Hann segir ljóst að þó Viðreisn hafi ekki haft hátt um jafnlaunavottunina í kosningabaráttunni þá hviki Viðreisn hvergi frá því að hún sé góð og gild þrátt fyrir að vísindalega sé sannað að hún hafi engu skilað. Stjórnlyndi Viðreisnar þekkir engin takmörk Og áfram skal haldið: „Jafnréttisstofa skal áfram birta opinberan lista yfir fyrirtæki sem hafa keypt „jafnlaunavottunina“ – hamborgarastaði jafnt sem samlokustaði – meðalverðið hjá vottunaraðila er vel að merkja um 7,6 milljónir,“ segir Snorri meðal annars. En hann birti á Facebook-síðu sinni punkta upp úr ræðu sinni: Viðreisn hefur þar með sýnt og sannað að hann sé stjórnlyndur fram í fingurgóma: „Já, ég verð að segja, það kemur flatt uppá mig að markaðssinnaður flokkur sem á mögulega að heita hægra megin við miðjuna og hefur stefnu til að standa gegn forræðishyggju hvers konar og stjórnlyndi skuli án þess að depla auga taka upp áætlanir okkar stjórnlyndustu vinstri flokka. Þar sem markmiðið er að ríkisvaldið leggi upp með einhvers konar opinbera hugmyndafræði og beiti öllum tiltækum ráðum til að knýja þá hugmyndafræði í gegn. Þetta er auðvitað í andstöðu við frjálslynda hugmyndafræði. “ Snorri segir að það hafi komið sér á óvart hversu menn á þingi eru óttaslegnir að leggja orð í belg um þessi mál sem vilja einfaldlega fljóta í gegn án umræðu. Vilja ráða því hvað fólk hugsar og hvernig það hegðar sér Þá segir þingmaðurinn að yfirlýst markmið sé ætíð voðalega göfugt en það sé augljóst að raunverulega markmiðið er: „Að ákveða með einum eða öðrum hætti fyrir borgara hvernig þeir eigi að hugsa og hegða sér.“ Snorri Másson rak upp stór augu þegar hann tók eftir því að Viðreisn er með svo gott sem óbreytta jafnréttisáætlun frá Vinstri grænum.vísir/vilhelm Snorri er hlessa og líkir þessu við „cartel“ eða mafíu, þá í tengslum við vottunarbransann. Sem hann segir heldur betur skjóta skökku við nú á tímum þegar konur gegni bókstaflega öllum æðstu embættum þjóðarinnar: „Á tímum þar sem leiðréttur launamunur á milli karla og kvenna mælist 3,6 prósent - sem sagt varla marktækur ef tekið er tillit til fjölbreyttra lífsákvarðana fólks - og á tímum þar sem 58 prósent kvenna er með háskólamenntun - og aðeins 31 prósent karla er með háskólamenntun. Á tímum þar sem framhaldsskólar eru með kynjakvóta til að sýna hinum ólæsu drengjum mildi í inntökuferlinu, og á tímum þar sem algert lagalegt jafnrétti á milli karla og kvenna hefur í áratugi ríkt samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og ekkert bendir til að neinn vilji breyta því.“ Alltaf megi teygja sig lengra Snorri segir að það felist því ákveðin hugarleikfimi að halda því fram að hér hafi orðið mikið „bakslag“ í réttindum kvenna. En það megi alltaf teygja sig - það megi alltaf færa rök fyrir bakslaginu, eins og er gert með fjölbreyttum hætti í þessari jafnréttisáætlun hæstvirts dómsmálaráðherra. „Úr því að allur þessi jafnréttisárangur hefur náðst á helstu sviðum erum við núna sannarlega komin út í smáatriðin í leit að bakslaginu. Ekkert svið samfélagsins er þeirri vinnu óviðkomandi. Hver er til dæmis staðan þegar kemur að rafbílaeign yfirstéttarinnar? Ríkir jafnrétti þar eða verður ríkisvaldið að grípa inn í eigin inngrip?“ spyr Snorri meðal annars. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Viðreisn hefur alveg tekið við keflinu þarna. Ráðherra staðfesti það. Gekk hjá hlæjandi meðan ég var að flytja mína ræðu og staðfesti þannig í raun að þannig væri í pottinn búið. Hún hlustaði ekki einu sinni á ræðu mína,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið þá fluttust jafnréttismálin frá forsætisráðuneytinu yfir í dómsmálaráðuneytið þegar ný ríkisstjórn tók við og sagði Þorbjörg Sigríður af því tilefni að hún væri stolt af því að vera ráðherra þessara mikilvægu málaflokka. Þorbjörg Sigríður tók við jafnréttismálunum þegar ný ríkisstjórn við og sagðist við það tækifæri, á Instagram, vera stolt af því að hafa tekið við svo mikilvægum málaflokki og birti mynd af starfsfólki jafnréttis og mannréttinda í ráðuneytinu.instagram Snorri segir að í ræðu sinni hafi hann rakið atriði sem í hans huga eru hvert öðru fáránlegra. Hann segir ljóst að þó Viðreisn hafi ekki haft hátt um jafnlaunavottunina í kosningabaráttunni þá hviki Viðreisn hvergi frá því að hún sé góð og gild þrátt fyrir að vísindalega sé sannað að hún hafi engu skilað. Stjórnlyndi Viðreisnar þekkir engin takmörk Og áfram skal haldið: „Jafnréttisstofa skal áfram birta opinberan lista yfir fyrirtæki sem hafa keypt „jafnlaunavottunina“ – hamborgarastaði jafnt sem samlokustaði – meðalverðið hjá vottunaraðila er vel að merkja um 7,6 milljónir,“ segir Snorri meðal annars. En hann birti á Facebook-síðu sinni punkta upp úr ræðu sinni: Viðreisn hefur þar með sýnt og sannað að hann sé stjórnlyndur fram í fingurgóma: „Já, ég verð að segja, það kemur flatt uppá mig að markaðssinnaður flokkur sem á mögulega að heita hægra megin við miðjuna og hefur stefnu til að standa gegn forræðishyggju hvers konar og stjórnlyndi skuli án þess að depla auga taka upp áætlanir okkar stjórnlyndustu vinstri flokka. Þar sem markmiðið er að ríkisvaldið leggi upp með einhvers konar opinbera hugmyndafræði og beiti öllum tiltækum ráðum til að knýja þá hugmyndafræði í gegn. Þetta er auðvitað í andstöðu við frjálslynda hugmyndafræði. “ Snorri segir að það hafi komið sér á óvart hversu menn á þingi eru óttaslegnir að leggja orð í belg um þessi mál sem vilja einfaldlega fljóta í gegn án umræðu. Vilja ráða því hvað fólk hugsar og hvernig það hegðar sér Þá segir þingmaðurinn að yfirlýst markmið sé ætíð voðalega göfugt en það sé augljóst að raunverulega markmiðið er: „Að ákveða með einum eða öðrum hætti fyrir borgara hvernig þeir eigi að hugsa og hegða sér.“ Snorri Másson rak upp stór augu þegar hann tók eftir því að Viðreisn er með svo gott sem óbreytta jafnréttisáætlun frá Vinstri grænum.vísir/vilhelm Snorri er hlessa og líkir þessu við „cartel“ eða mafíu, þá í tengslum við vottunarbransann. Sem hann segir heldur betur skjóta skökku við nú á tímum þegar konur gegni bókstaflega öllum æðstu embættum þjóðarinnar: „Á tímum þar sem leiðréttur launamunur á milli karla og kvenna mælist 3,6 prósent - sem sagt varla marktækur ef tekið er tillit til fjölbreyttra lífsákvarðana fólks - og á tímum þar sem 58 prósent kvenna er með háskólamenntun - og aðeins 31 prósent karla er með háskólamenntun. Á tímum þar sem framhaldsskólar eru með kynjakvóta til að sýna hinum ólæsu drengjum mildi í inntökuferlinu, og á tímum þar sem algert lagalegt jafnrétti á milli karla og kvenna hefur í áratugi ríkt samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og ekkert bendir til að neinn vilji breyta því.“ Alltaf megi teygja sig lengra Snorri segir að það felist því ákveðin hugarleikfimi að halda því fram að hér hafi orðið mikið „bakslag“ í réttindum kvenna. En það megi alltaf teygja sig - það megi alltaf færa rök fyrir bakslaginu, eins og er gert með fjölbreyttum hætti í þessari jafnréttisáætlun hæstvirts dómsmálaráðherra. „Úr því að allur þessi jafnréttisárangur hefur náðst á helstu sviðum erum við núna sannarlega komin út í smáatriðin í leit að bakslaginu. Ekkert svið samfélagsins er þeirri vinnu óviðkomandi. Hver er til dæmis staðan þegar kemur að rafbílaeign yfirstéttarinnar? Ríkir jafnrétti þar eða verður ríkisvaldið að grípa inn í eigin inngrip?“ spyr Snorri meðal annars.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira