Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2025 15:58 Rósu Björk finnst undarlegt að viðbótin hafi verið undirrituð af embættismanni og ekki komið fyrir Alþingi eða utanríkismálanefnd. Guðlaugur Þór var utanríkisráðherra man ekki eftir þessum þætti málsins. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis furðar sig á að hvorki nefndin né Alþingi hafi fengið upplýsingar um að viðbót hafi verið gerð við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna árið 2017. Þáverandi utanríkisráðherra man ekki eftir því að viðbótin hafi verið gerð en fagnar umræðu um öryggis og varnamál. Upplýst var í fréttaskýringarþættinum Kveik á Rúv í gær að stjórnvöld hefðu gert viðbætur við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna sem voru undirritaðar 13. og 17. október 2017. Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var við völd þegar síðari viðbótin var undirrituð. Í viðbótinni koma fram ný ákvæði í samninginn eins og „Operating locations“ sem fjallar um sérstök aðgerðarsvæði Bandaríkjahers hér á landi. Sérfræðingar sem koma fram í Kveik telja ákvæði tvíræð og veiti Bandaríkjaher aukna heimild til aðgerða hér á landi án skýrs samþykkis Alþingis. Þá kom fram í þættinum í gær að þessi viðbót hafi ekki verið rædd á Alþingi eða birt í Stjórnartíðindum. „Aldrei verið að leyna neinu“ Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var utanríkisráðherra þegar viðbótin var gerð. Varst þú meðvitaður um að verið væri að gera þessar viðbætur? „Ég man ekki eftir nákvæmlega þessum þætti málsins. Svo það sé sagt þá var aldrei verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð. Ef sérfræðingur ráðuneytisins hefði talið eðlilegt að það væri farið með þetta inn í utanríkismálanefnd eða þingið þá hefðum við að sjálfsögðu gert það. En ég man ekki eftir þessu sérstaka máli. Hann segir hins vegar gott að verið sé að ræða öryggis- og varnamál. „Því meira sem við ræðum þessi mál því betra.“ Hefði ekki verið eðlilegt að bera þetta líka undir Alþingis og utanríkismálanefnd? „Ef að sérfræðingarnir sem kláruðu þessa útfærslu hefði talið það eðlilegt hefðum við að sjálfsögðu gert það.“ Mikilvægt að málið verði upplýst Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Vinstri grænna í minnihluta í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Hún furðar sig á að málið hafi ekki komið á borð nefndarinnar. „Það sem mér finnst vera aðkallandi að skýra betur er hvers vegna vegna farið var í undirritun á uppfærslu á varnarsamningnum á þessum tíma þegar starfsstjórn var við völd. Samkvæmt túlkun þjóðréttarfræðinga sem Kveikur talaði við í gær eru alla vega þarna atriði sem hefði þurft að bera undir Alþingi.“ Þú sast í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Kom þetta mál aldrei ekki inn á ykkar borð? „Nei þetta kom ekki inn á okkar borð.“ Hún telur afar mikilvægt málið verði upplýst. „Auðvitað þyrfti að skýra það hvers vegna embættismaður í utanríkisráðuneytinu var látinn skrifa undir þessa uppfærslu. Þá þarf líka að koma fram hvort þetta hafi verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar þáverandi sem var starfsstjórn. Mín reynsla er sú að embættismenn skrifa ekki undir svona samninga og breytingar á þeim nema með leyfi ráðherra.“ Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Upplýst var í fréttaskýringarþættinum Kveik á Rúv í gær að stjórnvöld hefðu gert viðbætur við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna sem voru undirritaðar 13. og 17. október 2017. Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var við völd þegar síðari viðbótin var undirrituð. Í viðbótinni koma fram ný ákvæði í samninginn eins og „Operating locations“ sem fjallar um sérstök aðgerðarsvæði Bandaríkjahers hér á landi. Sérfræðingar sem koma fram í Kveik telja ákvæði tvíræð og veiti Bandaríkjaher aukna heimild til aðgerða hér á landi án skýrs samþykkis Alþingis. Þá kom fram í þættinum í gær að þessi viðbót hafi ekki verið rædd á Alþingi eða birt í Stjórnartíðindum. „Aldrei verið að leyna neinu“ Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var utanríkisráðherra þegar viðbótin var gerð. Varst þú meðvitaður um að verið væri að gera þessar viðbætur? „Ég man ekki eftir nákvæmlega þessum þætti málsins. Svo það sé sagt þá var aldrei verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð. Ef sérfræðingur ráðuneytisins hefði talið eðlilegt að það væri farið með þetta inn í utanríkismálanefnd eða þingið þá hefðum við að sjálfsögðu gert það. En ég man ekki eftir þessu sérstaka máli. Hann segir hins vegar gott að verið sé að ræða öryggis- og varnamál. „Því meira sem við ræðum þessi mál því betra.“ Hefði ekki verið eðlilegt að bera þetta líka undir Alþingis og utanríkismálanefnd? „Ef að sérfræðingarnir sem kláruðu þessa útfærslu hefði talið það eðlilegt hefðum við að sjálfsögðu gert það.“ Mikilvægt að málið verði upplýst Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Vinstri grænna í minnihluta í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Hún furðar sig á að málið hafi ekki komið á borð nefndarinnar. „Það sem mér finnst vera aðkallandi að skýra betur er hvers vegna vegna farið var í undirritun á uppfærslu á varnarsamningnum á þessum tíma þegar starfsstjórn var við völd. Samkvæmt túlkun þjóðréttarfræðinga sem Kveikur talaði við í gær eru alla vega þarna atriði sem hefði þurft að bera undir Alþingi.“ Þú sast í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Kom þetta mál aldrei ekki inn á ykkar borð? „Nei þetta kom ekki inn á okkar borð.“ Hún telur afar mikilvægt málið verði upplýst. „Auðvitað þyrfti að skýra það hvers vegna embættismaður í utanríkisráðuneytinu var látinn skrifa undir þessa uppfærslu. Þá þarf líka að koma fram hvort þetta hafi verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar þáverandi sem var starfsstjórn. Mín reynsla er sú að embættismenn skrifa ekki undir svona samninga og breytingar á þeim nema með leyfi ráðherra.“
Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira