Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2025 15:58 Rósu Björk finnst undarlegt að viðbótin hafi verið undirrituð af embættismanni og ekki komið fyrir Alþingi eða utanríkismálanefnd. Guðlaugur Þór var utanríkisráðherra man ekki eftir þessum þætti málsins. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis furðar sig á að hvorki nefndin né Alþingi hafi fengið upplýsingar um að viðbót hafi verið gerð við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna árið 2017. Þáverandi utanríkisráðherra man ekki eftir því að viðbótin hafi verið gerð en fagnar umræðu um öryggis og varnamál. Upplýst var í fréttaskýringarþættinum Kveik á Rúv í gær að stjórnvöld hefðu gert viðbætur við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna sem voru undirritaðar 13. og 17. október 2017. Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var við völd þegar síðari viðbótin var undirrituð. Í viðbótinni koma fram ný ákvæði í samninginn eins og „Operating locations“ sem fjallar um sérstök aðgerðarsvæði Bandaríkjahers hér á landi. Sérfræðingar sem koma fram í Kveik telja ákvæði tvíræð og veiti Bandaríkjaher aukna heimild til aðgerða hér á landi án skýrs samþykkis Alþingis. Þá kom fram í þættinum í gær að þessi viðbót hafi ekki verið rædd á Alþingi eða birt í Stjórnartíðindum. „Aldrei verið að leyna neinu“ Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var utanríkisráðherra þegar viðbótin var gerð. Varst þú meðvitaður um að verið væri að gera þessar viðbætur? „Ég man ekki eftir nákvæmlega þessum þætti málsins. Svo það sé sagt þá var aldrei verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð. Ef sérfræðingur ráðuneytisins hefði talið eðlilegt að það væri farið með þetta inn í utanríkismálanefnd eða þingið þá hefðum við að sjálfsögðu gert það. En ég man ekki eftir þessu sérstaka máli. Hann segir hins vegar gott að verið sé að ræða öryggis- og varnamál. „Því meira sem við ræðum þessi mál því betra.“ Hefði ekki verið eðlilegt að bera þetta líka undir Alþingis og utanríkismálanefnd? „Ef að sérfræðingarnir sem kláruðu þessa útfærslu hefði talið það eðlilegt hefðum við að sjálfsögðu gert það.“ Mikilvægt að málið verði upplýst Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Vinstri grænna í minnihluta í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Hún furðar sig á að málið hafi ekki komið á borð nefndarinnar. „Það sem mér finnst vera aðkallandi að skýra betur er hvers vegna vegna farið var í undirritun á uppfærslu á varnarsamningnum á þessum tíma þegar starfsstjórn var við völd. Samkvæmt túlkun þjóðréttarfræðinga sem Kveikur talaði við í gær eru alla vega þarna atriði sem hefði þurft að bera undir Alþingi.“ Þú sast í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Kom þetta mál aldrei ekki inn á ykkar borð? „Nei þetta kom ekki inn á okkar borð.“ Hún telur afar mikilvægt málið verði upplýst. „Auðvitað þyrfti að skýra það hvers vegna embættismaður í utanríkisráðuneytinu var látinn skrifa undir þessa uppfærslu. Þá þarf líka að koma fram hvort þetta hafi verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar þáverandi sem var starfsstjórn. Mín reynsla er sú að embættismenn skrifa ekki undir svona samninga og breytingar á þeim nema með leyfi ráðherra.“ Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Upplýst var í fréttaskýringarþættinum Kveik á Rúv í gær að stjórnvöld hefðu gert viðbætur við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna sem voru undirritaðar 13. og 17. október 2017. Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var við völd þegar síðari viðbótin var undirrituð. Í viðbótinni koma fram ný ákvæði í samninginn eins og „Operating locations“ sem fjallar um sérstök aðgerðarsvæði Bandaríkjahers hér á landi. Sérfræðingar sem koma fram í Kveik telja ákvæði tvíræð og veiti Bandaríkjaher aukna heimild til aðgerða hér á landi án skýrs samþykkis Alþingis. Þá kom fram í þættinum í gær að þessi viðbót hafi ekki verið rædd á Alþingi eða birt í Stjórnartíðindum. „Aldrei verið að leyna neinu“ Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var utanríkisráðherra þegar viðbótin var gerð. Varst þú meðvitaður um að verið væri að gera þessar viðbætur? „Ég man ekki eftir nákvæmlega þessum þætti málsins. Svo það sé sagt þá var aldrei verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð. Ef sérfræðingur ráðuneytisins hefði talið eðlilegt að það væri farið með þetta inn í utanríkismálanefnd eða þingið þá hefðum við að sjálfsögðu gert það. En ég man ekki eftir þessu sérstaka máli. Hann segir hins vegar gott að verið sé að ræða öryggis- og varnamál. „Því meira sem við ræðum þessi mál því betra.“ Hefði ekki verið eðlilegt að bera þetta líka undir Alþingis og utanríkismálanefnd? „Ef að sérfræðingarnir sem kláruðu þessa útfærslu hefði talið það eðlilegt hefðum við að sjálfsögðu gert það.“ Mikilvægt að málið verði upplýst Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Vinstri grænna í minnihluta í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Hún furðar sig á að málið hafi ekki komið á borð nefndarinnar. „Það sem mér finnst vera aðkallandi að skýra betur er hvers vegna vegna farið var í undirritun á uppfærslu á varnarsamningnum á þessum tíma þegar starfsstjórn var við völd. Samkvæmt túlkun þjóðréttarfræðinga sem Kveikur talaði við í gær eru alla vega þarna atriði sem hefði þurft að bera undir Alþingi.“ Þú sast í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Kom þetta mál aldrei ekki inn á ykkar borð? „Nei þetta kom ekki inn á okkar borð.“ Hún telur afar mikilvægt málið verði upplýst. „Auðvitað þyrfti að skýra það hvers vegna embættismaður í utanríkisráðuneytinu var látinn skrifa undir þessa uppfærslu. Þá þarf líka að koma fram hvort þetta hafi verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar þáverandi sem var starfsstjórn. Mín reynsla er sú að embættismenn skrifa ekki undir svona samninga og breytingar á þeim nema með leyfi ráðherra.“
Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira