Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar 3. apríl 2025 07:02 Gagnrýnendur þeirrar leiðréttingar á veiðigjöldum sem ráðast á í hafa klifað stanslaust á því að um einhverskonar landsbyggðarskatt sé að ræða. Aðför að hinum dreifðu byggðum. Það stenst enga skoðun. Þvert á móti liggur fyrir að sitjandi ríkisstjórn ætlar að nýta auknar tekjur vegna réttlátra veiðigjalda til að ráðast í vegaframkvæmdir á landsbyggðinni. Fjármunir verða færðir frá stórútgerð að mestu og í innviði fyrir alla. Mikið er látið með, án nokkurra vísun í staðreyndir eða tölur, að leiðrétt veiðigjöld leggist á „fjölskylduútgerðir“. Þessi smjörklípa lyktar af því að vera endurtekin leikjafræði þeirra sem fundu upp hugtakið „fjölskyldubílinn“ til að nota gegn áformum um bættar almenningssamgöngur, og gengur út á að setja fjölskyldu-forskeyti á hvað sem er til að skapa hughrif um almenna skírskotun. Áróður má sín hins vegar lítils gegn staðreyndum. Ef það er enginn hagnaður þá er ekkert veiðigjald Fyrst ber að nefna að veiðigjald er greitt af hagnaði. Hann mun áfram skiptast þannig að tvær af hverjum þremur krónum munu fara til útgerða en ein króna til ríkisins. Nú verður hins vegar greitt miðað við markaðsgjald, ekki einhliða verð sem útgerðin ákveður sjálf. Ef það er enginn hagnaður þá er ekkert veiðigjald. Næst er rétt að benda á að ef veiðigjaldið er sett á verðlag dagsins í dag þá hefur það dregist verulega saman á síðustu árum, úr tæplega 16 milljörðum króna í um tíu milljarða króna. Sú leiðrétting sem er verið að ráðast í er því lítið eitt umfram verðlagsbreytingu. Kerfið eins og það er í dag virkar svo þannig að í gildi er frítekjumark sem er að hámarki 3.390.432 krónur. Það þýðir að þeir sem fá á sig veiðigjald upp á þeirri upphæð þurfa ekki að greiða krónu. Alls leggjast gjöldin á um 919 fyrirtæki. Af þeim nýtta einungis um 100 frítekjumarkið að fullu. Hin rúmlega 800 eru því þegar með svigrúm í óbreyttu kerfi áður en þau reka sig upp í frítekjumarksþakið. Til að vernda þessi fyrirtæki enn frekar fyrir áhrifum verður frítekjumarkið hækkað upp í að hámarki átta milljónir króna og gert þrepaskipt. Þetta leiðir til þess að áhrifin á lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi verða hverfandi og í flestum tilfellum engin. Þeir sem áróðursmenn eru raunverulega að berjast fyrir Í nýjustu tölum Fiskistofu um hvernig kvótinn deilist niður á útgerðir kemur fram að tíu stærstu útgerðir landsins haldi samtals á tæplega 57 prósent alls úthlutaðs kvóta, og að 15 stærstu haldi á 69 prósent hans. Þrjú útgerðarfyrirtæki eru skráð á markað. Restin er í einkaeigu, oft fjölskyldna. Það eru þó ekki fjölskyldur sem munu fara á hliðina ef veiðigjöld verða leiðrétt, heldur fjölskyldur sem eru stóreignafólk á alþjóðlegan mælikvarða, eiga eignarhluti fyrir milljarða króna í ótengdum geirum og eru á meðal valdamesta fólks á landinu í gegnum ítök í viðskiptalífi, fjölmiðlum og stjórnmálum. Mögulega eru þetta „fjölskylduútgerðirnar“ sem hagsmunagæsluaðilar og -fjölmiðlar hefur svona miklar áhyggjur af. Við skulum kafa aðeins dýpra. Sex samstæður, stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins, borguðu um helming allra veiðigjalda á síðasta ári. Samherji Ísland, Síldarvinnslan (Samherji á beint 30 prósent hlut í henni) og Vísir (í 100 prósent eigu Síldarvinnslunnar) borguðu samtals næstum 20 prósent af veiðigjaldinu. Brim, stærsta einstaka útgerð landsins, borgaði tæp tíu prósent, FISK Seafood og Vinnslustöðin (FISK á um þriðjung í henni) borguðu rúmlega átta prósent og Ísfélagið borgaði tæplega sjö prósent. Þetta eru langhagkvæmustu einingarnar í sjávarútvegi. Risafyrirtæki sem eiga meira og minna alla virðiskeðju sinna viðskipta og skila myljandi hagnaði á hverju ári. Raunar er það þannig að veiðigjaldið var einungis 7,6 prósent af rekstrarhagnaði tíu stærstu greiðenda þess á árinu 2023, sem greiddu 60 prósent allra veiðigjalda. Þarna mun þungi leiðréttra veiðigjalda lenda. Guggan er ekki lengur gul mjög víða Það er líka látið sem að sanngjörn innheimta veiðigjalda muni leiða af sér aukna samþjöppun. Það er óþarfa ótti, enda sú samþjöppun löngu búin að eiga sér stað. Framsal á kvóta hefur þegar tekið sjávarútveginn frá fjölmörgum byggðarlögum sem urðu til í kringum þann atvinnuveg, og hafa í kjölfarið þurft að finna sér annan tilgang. Guggan er ekki gul lengur mjög víða. Þessu til stuðnings má til að mynda vísa í bókun minnihluta byggðarráðs Múlaþings á fundi þess síðastliðinn þriðjudag. Þar segir meðal annars að stórútgerðin hafi „ ítrekað rústað sjávarútvegsstarfsemi í sjávarplássum Múlaþings er erfitt að sjá hvata sveitarfélagsins til þess að leggjast gegn því að sama útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins. Það hljómar eins og pólitískur forarpyttur.“ Líkt og sagði í byrjun liggur fyrir að sitjandi ríkisstjórn ætlar að nota fjármunina sem fást með leiðréttingu veiðigjalda til að vinna á gríðarlegri innviðaskuld sem safnaðist saman í stjórnartíð síðustu ríkisstjórnar. Nú áætla Samtök iðnaðarins að innviðaskuldin í heild sé nú orðin um 680 milljarðar króna og þar af eru 265 til 290 milljarðar króna í vegakerfinu. Þarna er þörf á innspýtingu sem gagnast öllum landsmönnum, ekki bara örfáum. Önnur aðgerð sem er til þess gerð að stuðla að hraðari uppbyggingu vega á landsbyggðinni er álagning kílómetragjalds, sem munu láta bíla borga eftir notkun. Það er nefnilega þannig að ein ferð 20 tonna vörubíls slítur vegum á við tíu þúsund ferðir tveggja tonna fólksbíls. Það er eðlilegt að atvinnugreinar sem slíta vegum allra landsmanna þannig, greiði í samræmi við það slit. Ein þeirra atvinnugreina sem nýtir vegakerfið hvað mest til þungaflutninga er sjávarútvegur. Munu áfram hagnast gríðarlega Leiðrétting veiðigjalda er sanngjörn og réttlát leið sem er gerð á forsendum almannahagsmuna, ekki sérhagsmuna. Allur hræðsluáróðurinn, þar sem landsbyggð, fólk í vinnslu og verðmætasköpun þjóðarbúsins er sögð vera sett í hættu stenst enga nánari skoðun og á sér engar rætur í staðreyndum. Ef það þarf að gera aðlögun á útfærslu leiðréttra veiðigjalda til að hlífa litlum og meðalstórum útgerðum á landsbyggðinni frekar þá verður hún einfaldlega gerð. Fyrir liggur að arðsemi í sjávarútvegi er langt umfram það sem gengur og gerist í íslensku viðskiptalífi og að hún verði áfram tvisvar sinnum meiri eftir að veiðigjöldin verða leiðrétt. Þjóðin – landsbyggðin, höfuðborgarsvæðið og allt hitt – á fiskveiðiauðlindina og hún á rétt á réttu afgjaldi fyrir hana. Loksins kom ríkisstjórn til valda sem mun koma því í gegn. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu greinar var vísað í bókun byggðarráðs Múlaþings. Hið rétta er að um sé að ræða bókun minnihluta byggðarráðs. Þetta hefur verið leiðrétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Gagnrýnendur þeirrar leiðréttingar á veiðigjöldum sem ráðast á í hafa klifað stanslaust á því að um einhverskonar landsbyggðarskatt sé að ræða. Aðför að hinum dreifðu byggðum. Það stenst enga skoðun. Þvert á móti liggur fyrir að sitjandi ríkisstjórn ætlar að nýta auknar tekjur vegna réttlátra veiðigjalda til að ráðast í vegaframkvæmdir á landsbyggðinni. Fjármunir verða færðir frá stórútgerð að mestu og í innviði fyrir alla. Mikið er látið með, án nokkurra vísun í staðreyndir eða tölur, að leiðrétt veiðigjöld leggist á „fjölskylduútgerðir“. Þessi smjörklípa lyktar af því að vera endurtekin leikjafræði þeirra sem fundu upp hugtakið „fjölskyldubílinn“ til að nota gegn áformum um bættar almenningssamgöngur, og gengur út á að setja fjölskyldu-forskeyti á hvað sem er til að skapa hughrif um almenna skírskotun. Áróður má sín hins vegar lítils gegn staðreyndum. Ef það er enginn hagnaður þá er ekkert veiðigjald Fyrst ber að nefna að veiðigjald er greitt af hagnaði. Hann mun áfram skiptast þannig að tvær af hverjum þremur krónum munu fara til útgerða en ein króna til ríkisins. Nú verður hins vegar greitt miðað við markaðsgjald, ekki einhliða verð sem útgerðin ákveður sjálf. Ef það er enginn hagnaður þá er ekkert veiðigjald. Næst er rétt að benda á að ef veiðigjaldið er sett á verðlag dagsins í dag þá hefur það dregist verulega saman á síðustu árum, úr tæplega 16 milljörðum króna í um tíu milljarða króna. Sú leiðrétting sem er verið að ráðast í er því lítið eitt umfram verðlagsbreytingu. Kerfið eins og það er í dag virkar svo þannig að í gildi er frítekjumark sem er að hámarki 3.390.432 krónur. Það þýðir að þeir sem fá á sig veiðigjald upp á þeirri upphæð þurfa ekki að greiða krónu. Alls leggjast gjöldin á um 919 fyrirtæki. Af þeim nýtta einungis um 100 frítekjumarkið að fullu. Hin rúmlega 800 eru því þegar með svigrúm í óbreyttu kerfi áður en þau reka sig upp í frítekjumarksþakið. Til að vernda þessi fyrirtæki enn frekar fyrir áhrifum verður frítekjumarkið hækkað upp í að hámarki átta milljónir króna og gert þrepaskipt. Þetta leiðir til þess að áhrifin á lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi verða hverfandi og í flestum tilfellum engin. Þeir sem áróðursmenn eru raunverulega að berjast fyrir Í nýjustu tölum Fiskistofu um hvernig kvótinn deilist niður á útgerðir kemur fram að tíu stærstu útgerðir landsins haldi samtals á tæplega 57 prósent alls úthlutaðs kvóta, og að 15 stærstu haldi á 69 prósent hans. Þrjú útgerðarfyrirtæki eru skráð á markað. Restin er í einkaeigu, oft fjölskyldna. Það eru þó ekki fjölskyldur sem munu fara á hliðina ef veiðigjöld verða leiðrétt, heldur fjölskyldur sem eru stóreignafólk á alþjóðlegan mælikvarða, eiga eignarhluti fyrir milljarða króna í ótengdum geirum og eru á meðal valdamesta fólks á landinu í gegnum ítök í viðskiptalífi, fjölmiðlum og stjórnmálum. Mögulega eru þetta „fjölskylduútgerðirnar“ sem hagsmunagæsluaðilar og -fjölmiðlar hefur svona miklar áhyggjur af. Við skulum kafa aðeins dýpra. Sex samstæður, stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins, borguðu um helming allra veiðigjalda á síðasta ári. Samherji Ísland, Síldarvinnslan (Samherji á beint 30 prósent hlut í henni) og Vísir (í 100 prósent eigu Síldarvinnslunnar) borguðu samtals næstum 20 prósent af veiðigjaldinu. Brim, stærsta einstaka útgerð landsins, borgaði tæp tíu prósent, FISK Seafood og Vinnslustöðin (FISK á um þriðjung í henni) borguðu rúmlega átta prósent og Ísfélagið borgaði tæplega sjö prósent. Þetta eru langhagkvæmustu einingarnar í sjávarútvegi. Risafyrirtæki sem eiga meira og minna alla virðiskeðju sinna viðskipta og skila myljandi hagnaði á hverju ári. Raunar er það þannig að veiðigjaldið var einungis 7,6 prósent af rekstrarhagnaði tíu stærstu greiðenda þess á árinu 2023, sem greiddu 60 prósent allra veiðigjalda. Þarna mun þungi leiðréttra veiðigjalda lenda. Guggan er ekki lengur gul mjög víða Það er líka látið sem að sanngjörn innheimta veiðigjalda muni leiða af sér aukna samþjöppun. Það er óþarfa ótti, enda sú samþjöppun löngu búin að eiga sér stað. Framsal á kvóta hefur þegar tekið sjávarútveginn frá fjölmörgum byggðarlögum sem urðu til í kringum þann atvinnuveg, og hafa í kjölfarið þurft að finna sér annan tilgang. Guggan er ekki gul lengur mjög víða. Þessu til stuðnings má til að mynda vísa í bókun minnihluta byggðarráðs Múlaþings á fundi þess síðastliðinn þriðjudag. Þar segir meðal annars að stórútgerðin hafi „ ítrekað rústað sjávarútvegsstarfsemi í sjávarplássum Múlaþings er erfitt að sjá hvata sveitarfélagsins til þess að leggjast gegn því að sama útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins. Það hljómar eins og pólitískur forarpyttur.“ Líkt og sagði í byrjun liggur fyrir að sitjandi ríkisstjórn ætlar að nota fjármunina sem fást með leiðréttingu veiðigjalda til að vinna á gríðarlegri innviðaskuld sem safnaðist saman í stjórnartíð síðustu ríkisstjórnar. Nú áætla Samtök iðnaðarins að innviðaskuldin í heild sé nú orðin um 680 milljarðar króna og þar af eru 265 til 290 milljarðar króna í vegakerfinu. Þarna er þörf á innspýtingu sem gagnast öllum landsmönnum, ekki bara örfáum. Önnur aðgerð sem er til þess gerð að stuðla að hraðari uppbyggingu vega á landsbyggðinni er álagning kílómetragjalds, sem munu láta bíla borga eftir notkun. Það er nefnilega þannig að ein ferð 20 tonna vörubíls slítur vegum á við tíu þúsund ferðir tveggja tonna fólksbíls. Það er eðlilegt að atvinnugreinar sem slíta vegum allra landsmanna þannig, greiði í samræmi við það slit. Ein þeirra atvinnugreina sem nýtir vegakerfið hvað mest til þungaflutninga er sjávarútvegur. Munu áfram hagnast gríðarlega Leiðrétting veiðigjalda er sanngjörn og réttlát leið sem er gerð á forsendum almannahagsmuna, ekki sérhagsmuna. Allur hræðsluáróðurinn, þar sem landsbyggð, fólk í vinnslu og verðmætasköpun þjóðarbúsins er sögð vera sett í hættu stenst enga nánari skoðun og á sér engar rætur í staðreyndum. Ef það þarf að gera aðlögun á útfærslu leiðréttra veiðigjalda til að hlífa litlum og meðalstórum útgerðum á landsbyggðinni frekar þá verður hún einfaldlega gerð. Fyrir liggur að arðsemi í sjávarútvegi er langt umfram það sem gengur og gerist í íslensku viðskiptalífi og að hún verði áfram tvisvar sinnum meiri eftir að veiðigjöldin verða leiðrétt. Þjóðin – landsbyggðin, höfuðborgarsvæðið og allt hitt – á fiskveiðiauðlindina og hún á rétt á réttu afgjaldi fyrir hana. Loksins kom ríkisstjórn til valda sem mun koma því í gegn. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu greinar var vísað í bókun byggðarráðs Múlaþings. Hið rétta er að um sé að ræða bókun minnihluta byggðarráðs. Þetta hefur verið leiðrétt.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun