„Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Aron Guðmundsson skrifar 3. apríl 2025 12:32 Hlín Eiriksdóttur líkar lífið vel á Englandi hjá Leicester City Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir steig í raun inn í nýjan veruleika er hún samdi við enska liðið Leicester City fyrr á árinu. Hún er enn að venjast þeim veruleika en finnur fyrir mikilli trú í sinn garð frá þjálfurum liðsins. Hlín hafði gert frábæra hluti með sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad áður en að kallið kom frá Leicester City á Englandi. Hlín hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum og segir lífið á Englandi gott. „Þetta er náttúrulega mikil áskorun fyrir mig, að fara úr svona vernduðu umhverfi í Svíþjóð þar sem að ég var með mjög mikið traust og fékk að spila hverja einustu mínútu yfir í meiri samkeppni og stærra umhverfi. Það er búið að vera mjög gott hingað til, mér líður vel og er komast hægt og rólega betur af stað með liðinu.“ Klippa: Hlín Eiríks um lífið í Leicester City Hlín snertir á samkeppninni. Það er barist um hverja einustu mínútu í liðinu og smávægileg meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá landsliðskonunni fyrstu mánuðina. „Mér finnst ég alveg vera búin að fá traust frá þjálfaranum en svo meiðist ég aðeins og hef því ekki búin að vera spila mikið síðustu vikurnar en þjálfararnir hafa sýnt mér mikið traust og það er augljóst að þeir hafa mikla trú á mér og það er ástæðan fyrir því að þau náðu í mig á miðju tímabili. Þau vildu virkilega fá mig og ég hef ekki áhyggjur af mínútufjölda eins og staðan er núna. Þetta er risastórt stökk upp á við fyrir mig og maður finnur það alveg að ég hef minni tíma á boltanum í leikjunum, það er meiri samkeppni um að komast í liðið, þetta er krefjandi en geggjað. Ég lenti í vægri tognun í læri. Ekkert alvarlegt, bara smá vöðvameiðsli og ég er orðin góð núna. Ég held það hafi tengst því að vera komin inn í nýtt umhverfi, meira tempó og líkaminn að aðlagast því.“ Í leik með Leicester CityVísir/Getty England, vagga fótboltans á heimsvísu að mati margra og áhugi heimamanna á íþróttinni fer ekki fram hjá Hlín í Leicester. „Það er ekki mýta að Englendingar séu fótboltasjúkir. Maður labbar niður í bæ og það er annar hver maður í Leicester City treyju. Svo er ég í rosalega fagmannlegu umhverfi. Það er allt gert fyrir okkur þarna. Maður þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálfur í leiki. Þetta er allt svolítið nýtt fyrir mér. Ég er enn að venjast gæðastiginu innan vallar og komast inn í hlutina en það kemur.“ Viðtalið við Hlín í heild sinni, þar sem að hún ræðir meðal annars landsleik morgundagsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni sem og fjarveru fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur, má sjá hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Hlín hafði gert frábæra hluti með sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad áður en að kallið kom frá Leicester City á Englandi. Hlín hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum og segir lífið á Englandi gott. „Þetta er náttúrulega mikil áskorun fyrir mig, að fara úr svona vernduðu umhverfi í Svíþjóð þar sem að ég var með mjög mikið traust og fékk að spila hverja einustu mínútu yfir í meiri samkeppni og stærra umhverfi. Það er búið að vera mjög gott hingað til, mér líður vel og er komast hægt og rólega betur af stað með liðinu.“ Klippa: Hlín Eiríks um lífið í Leicester City Hlín snertir á samkeppninni. Það er barist um hverja einustu mínútu í liðinu og smávægileg meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá landsliðskonunni fyrstu mánuðina. „Mér finnst ég alveg vera búin að fá traust frá þjálfaranum en svo meiðist ég aðeins og hef því ekki búin að vera spila mikið síðustu vikurnar en þjálfararnir hafa sýnt mér mikið traust og það er augljóst að þeir hafa mikla trú á mér og það er ástæðan fyrir því að þau náðu í mig á miðju tímabili. Þau vildu virkilega fá mig og ég hef ekki áhyggjur af mínútufjölda eins og staðan er núna. Þetta er risastórt stökk upp á við fyrir mig og maður finnur það alveg að ég hef minni tíma á boltanum í leikjunum, það er meiri samkeppni um að komast í liðið, þetta er krefjandi en geggjað. Ég lenti í vægri tognun í læri. Ekkert alvarlegt, bara smá vöðvameiðsli og ég er orðin góð núna. Ég held það hafi tengst því að vera komin inn í nýtt umhverfi, meira tempó og líkaminn að aðlagast því.“ Í leik með Leicester CityVísir/Getty England, vagga fótboltans á heimsvísu að mati margra og áhugi heimamanna á íþróttinni fer ekki fram hjá Hlín í Leicester. „Það er ekki mýta að Englendingar séu fótboltasjúkir. Maður labbar niður í bæ og það er annar hver maður í Leicester City treyju. Svo er ég í rosalega fagmannlegu umhverfi. Það er allt gert fyrir okkur þarna. Maður þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálfur í leiki. Þetta er allt svolítið nýtt fyrir mér. Ég er enn að venjast gæðastiginu innan vallar og komast inn í hlutina en það kemur.“ Viðtalið við Hlín í heild sinni, þar sem að hún ræðir meðal annars landsleik morgundagsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni sem og fjarveru fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur, má sjá hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira