Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2025 16:00 Félaginu er ætlað að stuðla að sjálfbærum almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg tekur þátt í að stofna opinbert hlutafélag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og leggur til stofnfé að fjárhæð tæpar 380 milljónir króna. Heildarstofnfé félagsins verður einn milljarður króna. Borgarráð samþykkti þetta í morgun og vísaði til staðfestingar borgarstjórnar. Í tilkynningu þess efnis á vef borgarinnar segir að tilgangur félagsins, sem beri heitið Almenningssamgöngur ohf., sé að annast þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með sjálfbærni að leiðarljósi. Reksturinn taki jafnt til leiðakerfis hefðbundinna strætisvagnaleiða og Borgarlínu. Ríkið borgar þriðjung Reykjavíkurborg verði stærsti hluthafi nýs félags. Skiptingin verður með þeim hætti að Reykjavíkurborg leggur fram 37,72 prósent í stofnfé, Ríkissjóður Íslands 33 prósent, Kópavogur 10,69 prósent, Hafnarfjörður 8,41 prósent, Garðabær 5,31 prósent, Mosfellsbær 3,65 prósent og Seltjarnarnesbær 1,22 prósent. Nánar tiltekið leggi borgin hlutafélaginu til stofnfé að fjárhæð 377,2 milljónum króna, sem greiðist í átta mánaðarlegum greiðslum frá 1. maí. Stofnféð verði fjármagnað með lækkun á áætluðu rekstrarframlagi til Strætó bs. um sömu fjárhæð. Í bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til borgarinnar komi fram að gert sé ráð fyrir að málið verði afgreitt hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuði. Stýrihópur unnið að stofnun síðan í desember Í uppfærðum Samgöngusáttmála frá því í ágúst síðastliðnum hafi ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gert með sér samkomulag um að koma á fót félagi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Stýrihópur hafi unnið að stofnun þessa nýja félags frá því í desember 2024. Tillögur liggi nú fyrir, þar á meðal hluthafasamkomulag og samþykktir. Stefnt sé að því að félagið verði stofnað í lok apríl. Eftir stofnun félagsins verði skipað í stjórn félagsins og í framhaldinu unnið að frekari útfærslum, skipulagi félagsins, samningagerð og frekari áætlanagerð á vettvangi þess. Stuðli að sjálfbæru borgarsamfélagi Félagið muni meðal annars taka þátt í þróun uppbyggingar innviða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Betri samgöngur ohf. Tilgangur hins nýja opinbera hlutafélags sé enn fremur „að stuðla að hagkvæmum hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, stuðla að því að loftslagsmarkmiðum stjórnvalda um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag verði náð, stuðla að auknu umferðaröryggi og að tryggja skilvirkt samstarf milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um trausta umgjörð á uppbyggingu hágæða almenningssamgangna,“ eins og segir í samþykktum fyrir hlutafélagið. Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Borgarlína Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef borgarinnar segir að tilgangur félagsins, sem beri heitið Almenningssamgöngur ohf., sé að annast þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með sjálfbærni að leiðarljósi. Reksturinn taki jafnt til leiðakerfis hefðbundinna strætisvagnaleiða og Borgarlínu. Ríkið borgar þriðjung Reykjavíkurborg verði stærsti hluthafi nýs félags. Skiptingin verður með þeim hætti að Reykjavíkurborg leggur fram 37,72 prósent í stofnfé, Ríkissjóður Íslands 33 prósent, Kópavogur 10,69 prósent, Hafnarfjörður 8,41 prósent, Garðabær 5,31 prósent, Mosfellsbær 3,65 prósent og Seltjarnarnesbær 1,22 prósent. Nánar tiltekið leggi borgin hlutafélaginu til stofnfé að fjárhæð 377,2 milljónum króna, sem greiðist í átta mánaðarlegum greiðslum frá 1. maí. Stofnféð verði fjármagnað með lækkun á áætluðu rekstrarframlagi til Strætó bs. um sömu fjárhæð. Í bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til borgarinnar komi fram að gert sé ráð fyrir að málið verði afgreitt hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuði. Stýrihópur unnið að stofnun síðan í desember Í uppfærðum Samgöngusáttmála frá því í ágúst síðastliðnum hafi ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gert með sér samkomulag um að koma á fót félagi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Stýrihópur hafi unnið að stofnun þessa nýja félags frá því í desember 2024. Tillögur liggi nú fyrir, þar á meðal hluthafasamkomulag og samþykktir. Stefnt sé að því að félagið verði stofnað í lok apríl. Eftir stofnun félagsins verði skipað í stjórn félagsins og í framhaldinu unnið að frekari útfærslum, skipulagi félagsins, samningagerð og frekari áætlanagerð á vettvangi þess. Stuðli að sjálfbæru borgarsamfélagi Félagið muni meðal annars taka þátt í þróun uppbyggingar innviða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Betri samgöngur ohf. Tilgangur hins nýja opinbera hlutafélags sé enn fremur „að stuðla að hagkvæmum hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, stuðla að því að loftslagsmarkmiðum stjórnvalda um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag verði náð, stuðla að auknu umferðaröryggi og að tryggja skilvirkt samstarf milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um trausta umgjörð á uppbyggingu hágæða almenningssamgangna,“ eins og segir í samþykktum fyrir hlutafélagið.
Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Borgarlína Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent