Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2025 11:48 Ásthildur Lóa Þórsdóttir mætir á ríkisráðsfund á Bessastöðum þegar hún baðst lausnar hjá forseta Íslands. Vísir/Anton Brink Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Allt fór á annan endann fyrir tæpum tveimur vikum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því Ásthildur Lóa hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Ásthildur Lóa ákvað að loknum fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna að segja af sér sem ráðherra. Hún tilkynnti afsögn sína í viðtali við RÚV sem var tekið á sama tíma og fyrsta frétt af málinu var sögð. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan það kom upp. RÚV hefur staðið við fréttaflutning sinn að öðru leyti en því sem fram kom í inngangi Spegilsins þar sem hún var sögð hafa eignast barn með fimmtán ára pilti. Í könnun Maskínu var fólk spurt hvort því fyndist það hafa verið rétt eða röng ákvörðun hjá Ásthildi Lóu að segja af sér ráðherradómi. Alls sögðu 74 prósent að það hefði verið rétt ákvörðun en 26 prósent telja það hafa verið ranga ákvörðun. Þá var fólk spurt hvort því hefði fundist fréttaflutningur um þau mál sem leiddu til afsagnar hennar hafa verið sanngjarn eða ósanngjarn. Alls sögðu 55 prósent að fréttaflutningir hefði verið ósanngjarn, 30 prósent sanngjarn og 15 prósent í meðallagi. Fólk var einnig spurt hvort það væri sammála eða ósammála því að Ásthildur Lóa ætti afturkvæmt í ráðherrastól. Alls voru 48 prósent ósammála, 37 prósent sammála og 15 prósent í meðallagi sammála eða ósammála. Ásthildur Lóa er í leyfi frá störfum á Alþingi sem þingmaður Flokks fólksins. Hún hefur sagst reikna með að sitja áfram á þingi. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeim fyndist að Ásthildur Lóa ætti einnig að segja af sér þingmennsku. 70 prósent telja hana ekki eiga að segja af sér en 30 prósent telja að hún eigi að segja af sér þingmennsku. Könnunin fór fram frá 27. mars til 3. apríl og voru svarendur 981 talsins úr Þjóðgátt Maskínu. Þjóðgátt Maskínu er þjóðhópurfólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svöru voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun þannig að þau endurspegli þjóðina prýðilega. Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Allt fór á annan endann fyrir tæpum tveimur vikum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því Ásthildur Lóa hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Ásthildur Lóa ákvað að loknum fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna að segja af sér sem ráðherra. Hún tilkynnti afsögn sína í viðtali við RÚV sem var tekið á sama tíma og fyrsta frétt af málinu var sögð. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan það kom upp. RÚV hefur staðið við fréttaflutning sinn að öðru leyti en því sem fram kom í inngangi Spegilsins þar sem hún var sögð hafa eignast barn með fimmtán ára pilti. Í könnun Maskínu var fólk spurt hvort því fyndist það hafa verið rétt eða röng ákvörðun hjá Ásthildi Lóu að segja af sér ráðherradómi. Alls sögðu 74 prósent að það hefði verið rétt ákvörðun en 26 prósent telja það hafa verið ranga ákvörðun. Þá var fólk spurt hvort því hefði fundist fréttaflutningur um þau mál sem leiddu til afsagnar hennar hafa verið sanngjarn eða ósanngjarn. Alls sögðu 55 prósent að fréttaflutningir hefði verið ósanngjarn, 30 prósent sanngjarn og 15 prósent í meðallagi. Fólk var einnig spurt hvort það væri sammála eða ósammála því að Ásthildur Lóa ætti afturkvæmt í ráðherrastól. Alls voru 48 prósent ósammála, 37 prósent sammála og 15 prósent í meðallagi sammála eða ósammála. Ásthildur Lóa er í leyfi frá störfum á Alþingi sem þingmaður Flokks fólksins. Hún hefur sagst reikna með að sitja áfram á þingi. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeim fyndist að Ásthildur Lóa ætti einnig að segja af sér þingmennsku. 70 prósent telja hana ekki eiga að segja af sér en 30 prósent telja að hún eigi að segja af sér þingmennsku. Könnunin fór fram frá 27. mars til 3. apríl og voru svarendur 981 talsins úr Þjóðgátt Maskínu. Þjóðgátt Maskínu er þjóðhópurfólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svöru voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun þannig að þau endurspegli þjóðina prýðilega.
Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira