Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2025 12:32 Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og ríkisstjórnina njóta mikils stuðnings hjá stjórnarandstöðunni um að auka útgjöld til varnarmála. Vísir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir utanríkisráðherra hafa fullan stuðning flokksins í að auka útgjöld til varnarmála. Það veki furðu að ekkert segi til um útgjaldaaukningu í málaflokknum í fjármálaáætlun. Útkljá þurfi málið áður en þingið fer í páskafrí. Hávær krafa hefur verið frá Bandaríkjunum um að Evrópuríkin innan Atlanshafsbandalagsins leggi meira af mörkum. Ákall hefur verið eftir því að Ísland auki útgjöld til málaflokksins, sér í lagi í ljósi þess að við erum herlaus þjóð. Norðurlöndin standi saman Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðu um störf þingsins í morgun að allir þingmenn gætu verið sammála um það að alþjóðamálin séu stærsta verkefnið sem Alþingi standi frammi fyrir. „Ég er nýkomin frá Helsinki ásamt Íslandsdeild Norðurlandaráðs þar sem verið var að ræða öryggis- og varnarmál og samfélagsöryggi. Það er alveg ljóst að Norðurlöndin standa saman, þau standa saman í mikilvægi þess að við þurfum að tryggja öryggi þessara landa,“ sagði Bryndís í ræðu sinni í morgun. Mikill stuðningur frá stjórnarandstöðunni Ísland sé í annarri stöðu en hin Norðurlöndin vegna herleysis. Hún bendir á að ræða hafi átt á Alþingi í gær fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en því hafi verið frestað vegna ábendinga stjórnarandstöðunnar um hve rýr áætlunin sé af upplýsingum. „Það er ekkert komið inn á þennan mikilvæga málaflokk hér,“ sagði Bryndís og lyfti upp fjármálaáætlun. „Ef við sammælumst um það að þetta séeu stærstu málin okkar núna á þessum tíma - og ég held líka að ríkisstjórnin eigi mikinn stuðning frá stjórnarandstöðunni í þessum málum - þá er svo mikilvægt að við tökum þetta samtal hér.“ Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að styðja við ríkisstjórnina í málaflokknum. „Nú er ein vika eftir, næsta vika, af þinginu og svo förum við í tveggja vikna frí. Ég held að það sé nauðsynlegt að við fáum hér sérstakt samtal við hæstvirtan utanríkisráðherra í næstu viku þar sem við getum tekið þátt í samtalinu um stöðu mála, því það er síbreytilegt, og ekki síst um það hvernig við hér á Íslandi ætlum að bregðast við.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. 2. apríl 2025 16:04 Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. 29. mars 2025 10:40 Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Hávær krafa hefur verið frá Bandaríkjunum um að Evrópuríkin innan Atlanshafsbandalagsins leggi meira af mörkum. Ákall hefur verið eftir því að Ísland auki útgjöld til málaflokksins, sér í lagi í ljósi þess að við erum herlaus þjóð. Norðurlöndin standi saman Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðu um störf þingsins í morgun að allir þingmenn gætu verið sammála um það að alþjóðamálin séu stærsta verkefnið sem Alþingi standi frammi fyrir. „Ég er nýkomin frá Helsinki ásamt Íslandsdeild Norðurlandaráðs þar sem verið var að ræða öryggis- og varnarmál og samfélagsöryggi. Það er alveg ljóst að Norðurlöndin standa saman, þau standa saman í mikilvægi þess að við þurfum að tryggja öryggi þessara landa,“ sagði Bryndís í ræðu sinni í morgun. Mikill stuðningur frá stjórnarandstöðunni Ísland sé í annarri stöðu en hin Norðurlöndin vegna herleysis. Hún bendir á að ræða hafi átt á Alþingi í gær fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en því hafi verið frestað vegna ábendinga stjórnarandstöðunnar um hve rýr áætlunin sé af upplýsingum. „Það er ekkert komið inn á þennan mikilvæga málaflokk hér,“ sagði Bryndís og lyfti upp fjármálaáætlun. „Ef við sammælumst um það að þetta séeu stærstu málin okkar núna á þessum tíma - og ég held líka að ríkisstjórnin eigi mikinn stuðning frá stjórnarandstöðunni í þessum málum - þá er svo mikilvægt að við tökum þetta samtal hér.“ Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að styðja við ríkisstjórnina í málaflokknum. „Nú er ein vika eftir, næsta vika, af þinginu og svo förum við í tveggja vikna frí. Ég held að það sé nauðsynlegt að við fáum hér sérstakt samtal við hæstvirtan utanríkisráðherra í næstu viku þar sem við getum tekið þátt í samtalinu um stöðu mála, því það er síbreytilegt, og ekki síst um það hvernig við hér á Íslandi ætlum að bregðast við.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. 2. apríl 2025 16:04 Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. 29. mars 2025 10:40 Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. 2. apríl 2025 16:04
Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. 29. mars 2025 10:40
Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04