Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2025 12:32 Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og ríkisstjórnina njóta mikils stuðnings hjá stjórnarandstöðunni um að auka útgjöld til varnarmála. Vísir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir utanríkisráðherra hafa fullan stuðning flokksins í að auka útgjöld til varnarmála. Það veki furðu að ekkert segi til um útgjaldaaukningu í málaflokknum í fjármálaáætlun. Útkljá þurfi málið áður en þingið fer í páskafrí. Hávær krafa hefur verið frá Bandaríkjunum um að Evrópuríkin innan Atlanshafsbandalagsins leggi meira af mörkum. Ákall hefur verið eftir því að Ísland auki útgjöld til málaflokksins, sér í lagi í ljósi þess að við erum herlaus þjóð. Norðurlöndin standi saman Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðu um störf þingsins í morgun að allir þingmenn gætu verið sammála um það að alþjóðamálin séu stærsta verkefnið sem Alþingi standi frammi fyrir. „Ég er nýkomin frá Helsinki ásamt Íslandsdeild Norðurlandaráðs þar sem verið var að ræða öryggis- og varnarmál og samfélagsöryggi. Það er alveg ljóst að Norðurlöndin standa saman, þau standa saman í mikilvægi þess að við þurfum að tryggja öryggi þessara landa,“ sagði Bryndís í ræðu sinni í morgun. Mikill stuðningur frá stjórnarandstöðunni Ísland sé í annarri stöðu en hin Norðurlöndin vegna herleysis. Hún bendir á að ræða hafi átt á Alþingi í gær fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en því hafi verið frestað vegna ábendinga stjórnarandstöðunnar um hve rýr áætlunin sé af upplýsingum. „Það er ekkert komið inn á þennan mikilvæga málaflokk hér,“ sagði Bryndís og lyfti upp fjármálaáætlun. „Ef við sammælumst um það að þetta séeu stærstu málin okkar núna á þessum tíma - og ég held líka að ríkisstjórnin eigi mikinn stuðning frá stjórnarandstöðunni í þessum málum - þá er svo mikilvægt að við tökum þetta samtal hér.“ Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að styðja við ríkisstjórnina í málaflokknum. „Nú er ein vika eftir, næsta vika, af þinginu og svo förum við í tveggja vikna frí. Ég held að það sé nauðsynlegt að við fáum hér sérstakt samtal við hæstvirtan utanríkisráðherra í næstu viku þar sem við getum tekið þátt í samtalinu um stöðu mála, því það er síbreytilegt, og ekki síst um það hvernig við hér á Íslandi ætlum að bregðast við.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. 2. apríl 2025 16:04 Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. 29. mars 2025 10:40 Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Hávær krafa hefur verið frá Bandaríkjunum um að Evrópuríkin innan Atlanshafsbandalagsins leggi meira af mörkum. Ákall hefur verið eftir því að Ísland auki útgjöld til málaflokksins, sér í lagi í ljósi þess að við erum herlaus þjóð. Norðurlöndin standi saman Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðu um störf þingsins í morgun að allir þingmenn gætu verið sammála um það að alþjóðamálin séu stærsta verkefnið sem Alþingi standi frammi fyrir. „Ég er nýkomin frá Helsinki ásamt Íslandsdeild Norðurlandaráðs þar sem verið var að ræða öryggis- og varnarmál og samfélagsöryggi. Það er alveg ljóst að Norðurlöndin standa saman, þau standa saman í mikilvægi þess að við þurfum að tryggja öryggi þessara landa,“ sagði Bryndís í ræðu sinni í morgun. Mikill stuðningur frá stjórnarandstöðunni Ísland sé í annarri stöðu en hin Norðurlöndin vegna herleysis. Hún bendir á að ræða hafi átt á Alþingi í gær fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en því hafi verið frestað vegna ábendinga stjórnarandstöðunnar um hve rýr áætlunin sé af upplýsingum. „Það er ekkert komið inn á þennan mikilvæga málaflokk hér,“ sagði Bryndís og lyfti upp fjármálaáætlun. „Ef við sammælumst um það að þetta séeu stærstu málin okkar núna á þessum tíma - og ég held líka að ríkisstjórnin eigi mikinn stuðning frá stjórnarandstöðunni í þessum málum - þá er svo mikilvægt að við tökum þetta samtal hér.“ Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að styðja við ríkisstjórnina í málaflokknum. „Nú er ein vika eftir, næsta vika, af þinginu og svo förum við í tveggja vikna frí. Ég held að það sé nauðsynlegt að við fáum hér sérstakt samtal við hæstvirtan utanríkisráðherra í næstu viku þar sem við getum tekið þátt í samtalinu um stöðu mála, því það er síbreytilegt, og ekki síst um það hvernig við hér á Íslandi ætlum að bregðast við.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. 2. apríl 2025 16:04 Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. 29. mars 2025 10:40 Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. 2. apríl 2025 16:04
Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. 29. mars 2025 10:40
Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04