Sendi Dönum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 13:25 Lars Lokke Rasmussen og Marco Rubio, utanríkisráðherrar Danmerkur og Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Dönum tóninn í dag. Er það eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skammaðist yfir orðræðu Bandaríkjamanna um Grænland og sagði meðal annars að þeir gætu hreinlega ekki innlimað annað ríki. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands JD Vance, varaforseti Trumps, ítrekaði í viðtali í gær að Bandaríkjamenn væru ósáttir við Dani. Þeir hefðu ekki fjárfest nóg í innviðum og öryggi Grænlands. Hann sagði þar að auki að Trump væri þeirrar skoðunar að yfirráð yfir Grænlandi snerust um öryggi Bandaríkjanna. Þetta væri hreinlega almenn skynsemi. „Við munum verja hagsmuni Bandaríkjanna, hvað sem á dynur.“ Vance sagði þar að auki að ljóst væri að Grænlendingar vildu frelsi frá Danmörku. Vance: The thing that I picked up on is they get about $60,000 a year from the government of Denmark. That's $60,000 per year per person in Greenland. What the president has said is we could give the people of Greenland way more money than that pic.twitter.com/bc2Xor4jIb— Acyn (@Acyn) April 4, 2025 Kannanir á Grænlandi sýna að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin, þó þeir vilji sjálfstæði frá Danmörku. Óásættanleg og ruddaleg ummæli Frederiksen er stödd á Grænlandi þar sem hún hitti meðal annars stjórnmálaleiðtoga Grænlands. Í gær gagnrýndi hún Bandaríkjamenn og ummæli þeirra um Danmörku og Grænland. Hún sagði Dani hafa verið trausta vini Bandaríkjamanna og það myndi ekki breytast. „Þegar þið biðjið fyrirtæki okkar um að fjárfesta í Bandaríkjunum, gera þau það. Þegar þið biðjið okkur um að verja meira til varnarmála, gerum við það, og þegar þið biðjið okkur um að auka öryggi á norðurslóðum, erum við sammála því,“ sagði Frederiksen. „En þegar þið krefjist þess að taka yfir hluta landsvæðis Danmerkur, þegar við stöndum frammi fyrir þrýstingi og hótunum frá okkar nánustu bandamönnum, hvað eigum við að halda um ríki sem við höfum litið upp til í svo mörg ár?“ Þá sagði hún að Bandaríkjamenn gætu ekki innlimað annað ríki, þó það væri í nafni alþjóðaöryggis. Frederiksen bætti við að ef Bandaríkjamenn vildi bæta varnirnar á norðurslóðum gæti það verið gert með samvinnu. Bandaríkin og Danmörk hafa gert varnarsamkomulag sem felur meðal annars í sér að Bandaríkjamönnum er heimilt að reka herstöðvar og varnarvirki á Grænlandi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði frá því í morgun að hann hefði fundað með Rubio í gær. Hann sagði fund þeirra kollega hafa verið hreinskilinn. „Ég gerði það kristaltært að kröfur og ummæli um innlimum Grænlands væru ekki eingöngu óásættanlegar og ruddalegar. Þær væru brot á alþjóðalögum,“ skrifaði Rasmussen. Honest and direct meeting with @SecRubio yesterday. I made it crystal clear that claims and statements about annexing Greenland are not only unacceptable and disrespectful. They amount to a violation of international law. pic.twitter.com/YYQprYmlWP— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 4, 2025 Ættu að einbeita sér að Grænlendingum Þessi ummæli dönsku ráðherranna virðast hafa farið fyrir brjóstið á Rubio sem sendi Dönum tóninn. Ráðherrann er staddur í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, auk annarra utanríkisráðherra bandalagsins. Rubio sagði að Danir ættu að sleppa því að einbeita sér að áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi. Þess í stað ættu þeir að einbeita sér að því að Grænlendingar vilji ekki tilheyra Danmörku. „Grænlendingar munu taka eigin ákvörðun.“ Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump NATO Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands JD Vance, varaforseti Trumps, ítrekaði í viðtali í gær að Bandaríkjamenn væru ósáttir við Dani. Þeir hefðu ekki fjárfest nóg í innviðum og öryggi Grænlands. Hann sagði þar að auki að Trump væri þeirrar skoðunar að yfirráð yfir Grænlandi snerust um öryggi Bandaríkjanna. Þetta væri hreinlega almenn skynsemi. „Við munum verja hagsmuni Bandaríkjanna, hvað sem á dynur.“ Vance sagði þar að auki að ljóst væri að Grænlendingar vildu frelsi frá Danmörku. Vance: The thing that I picked up on is they get about $60,000 a year from the government of Denmark. That's $60,000 per year per person in Greenland. What the president has said is we could give the people of Greenland way more money than that pic.twitter.com/bc2Xor4jIb— Acyn (@Acyn) April 4, 2025 Kannanir á Grænlandi sýna að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin, þó þeir vilji sjálfstæði frá Danmörku. Óásættanleg og ruddaleg ummæli Frederiksen er stödd á Grænlandi þar sem hún hitti meðal annars stjórnmálaleiðtoga Grænlands. Í gær gagnrýndi hún Bandaríkjamenn og ummæli þeirra um Danmörku og Grænland. Hún sagði Dani hafa verið trausta vini Bandaríkjamanna og það myndi ekki breytast. „Þegar þið biðjið fyrirtæki okkar um að fjárfesta í Bandaríkjunum, gera þau það. Þegar þið biðjið okkur um að verja meira til varnarmála, gerum við það, og þegar þið biðjið okkur um að auka öryggi á norðurslóðum, erum við sammála því,“ sagði Frederiksen. „En þegar þið krefjist þess að taka yfir hluta landsvæðis Danmerkur, þegar við stöndum frammi fyrir þrýstingi og hótunum frá okkar nánustu bandamönnum, hvað eigum við að halda um ríki sem við höfum litið upp til í svo mörg ár?“ Þá sagði hún að Bandaríkjamenn gætu ekki innlimað annað ríki, þó það væri í nafni alþjóðaöryggis. Frederiksen bætti við að ef Bandaríkjamenn vildi bæta varnirnar á norðurslóðum gæti það verið gert með samvinnu. Bandaríkin og Danmörk hafa gert varnarsamkomulag sem felur meðal annars í sér að Bandaríkjamönnum er heimilt að reka herstöðvar og varnarvirki á Grænlandi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði frá því í morgun að hann hefði fundað með Rubio í gær. Hann sagði fund þeirra kollega hafa verið hreinskilinn. „Ég gerði það kristaltært að kröfur og ummæli um innlimum Grænlands væru ekki eingöngu óásættanlegar og ruddalegar. Þær væru brot á alþjóðalögum,“ skrifaði Rasmussen. Honest and direct meeting with @SecRubio yesterday. I made it crystal clear that claims and statements about annexing Greenland are not only unacceptable and disrespectful. They amount to a violation of international law. pic.twitter.com/YYQprYmlWP— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 4, 2025 Ættu að einbeita sér að Grænlendingum Þessi ummæli dönsku ráðherranna virðast hafa farið fyrir brjóstið á Rubio sem sendi Dönum tóninn. Ráðherrann er staddur í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, auk annarra utanríkisráðherra bandalagsins. Rubio sagði að Danir ættu að sleppa því að einbeita sér að áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi. Þess í stað ættu þeir að einbeita sér að því að Grænlendingar vilji ekki tilheyra Danmörku. „Grænlendingar munu taka eigin ákvörðun.“
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump NATO Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira