Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. apríl 2025 19:00 Sveindís Jane var að venju hættulegasti sóknarmaður íslenska liðsins. vísir / anton brink Ísland gerði 0-0 jafntefli við Noreg í þriðju umferð Þjóðadeildarinnar. Færasköpun var alls ekki vandamál Íslands en nýtingin gerði það að verkum að leikurinn endaði markalaus. Ísland er nú komið með tvö stig í Þjóðadeildinni og gefst annað tækifæri á fyrsta sigrinum gegn Sviss næsta mánudag. Fyrri hálfleikurinn var mjög opinn og bæði lið áttu kafla þar sem þau pressuðu ofarlega, unnu boltann á vallarhelmingi andstæðingsins og sköpuðu hættu. Ísland var hættulegra í upphafi og Sveindís Jane fékk dauðafæri eftir tæpar tíu mínútur, en markmaðurinn varði vel og Sveindís fylgdi síðan eftir framhjá markinu. Hildur Antonsdóttir fékk annað frábært færi fimm mínútum síðar en var í ójafnvægi þegar hún hleypti skotinu af. Noregur var síðan mjög nálægt því að taka forystuna eftir misheppnaða sendingu hjá markmanni Íslands, Ceciliu Rán Rúnarsdóttir. Boltinn barst til Fridu Maanum sem skaut sem betur fer í stöngina og út. Karólína Lea fékk síðan besta færi fyrri hálfleiksins á 38. mínútu en tókst ekki að taka boltann nógu vel með sér í móttökunni og skotið varð slakt. Tveimur mínútum síðar tapaði Karólína boltanum á mjög slæmum stað, en Cecilia var vel vakandi í markinu og sá til þess að staðan héldist jöfn. Í upphafi seinni hálfleiks var Ísland við völd og leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Noregs. Berglind Rós Ágústsdóttir átti fyrsta höggið, frábært skot rétt fyrir utan teig sem flaug rétt framhjá markinu. Sveindís Jane skapaði svo dauðafæri fyrir sjálfa sig en missti boltann aðeins of langt á undan sér og náði ekki góðu skoti. Eftir því sem líða fór á vann Noregur sig betur inn í leikinn og átti ágætis spilkafla, án þess þó að skapa mikla hættu. Líkt og í fyrri hálfleik var hættan helst þegar Ísland gerði mistök, átti misheppnaða sendingu eða misreiknaði boltann í lágri kvöldsólinni. Að öðru leiti skapaði Noregur lítið. Síðustu mínúturnar steig Ísland aftur upp völlinn og reyndi að setja sigurmarkið. Karólína Lea komst grátlega nálægt því, eftir vel útfærða hornspyrnu, en skotið fór af varnarmanni í slánna og yfir. Leiknum lauk því með markalaustu jafntefli en Ísland fær annað tækifæri á fyrsta sigrinum þegar Sviss kemur í heimsókn á þriðjudaginn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta
Ísland gerði 0-0 jafntefli við Noreg í þriðju umferð Þjóðadeildarinnar. Færasköpun var alls ekki vandamál Íslands en nýtingin gerði það að verkum að leikurinn endaði markalaus. Ísland er nú komið með tvö stig í Þjóðadeildinni og gefst annað tækifæri á fyrsta sigrinum gegn Sviss næsta mánudag. Fyrri hálfleikurinn var mjög opinn og bæði lið áttu kafla þar sem þau pressuðu ofarlega, unnu boltann á vallarhelmingi andstæðingsins og sköpuðu hættu. Ísland var hættulegra í upphafi og Sveindís Jane fékk dauðafæri eftir tæpar tíu mínútur, en markmaðurinn varði vel og Sveindís fylgdi síðan eftir framhjá markinu. Hildur Antonsdóttir fékk annað frábært færi fimm mínútum síðar en var í ójafnvægi þegar hún hleypti skotinu af. Noregur var síðan mjög nálægt því að taka forystuna eftir misheppnaða sendingu hjá markmanni Íslands, Ceciliu Rán Rúnarsdóttir. Boltinn barst til Fridu Maanum sem skaut sem betur fer í stöngina og út. Karólína Lea fékk síðan besta færi fyrri hálfleiksins á 38. mínútu en tókst ekki að taka boltann nógu vel með sér í móttökunni og skotið varð slakt. Tveimur mínútum síðar tapaði Karólína boltanum á mjög slæmum stað, en Cecilia var vel vakandi í markinu og sá til þess að staðan héldist jöfn. Í upphafi seinni hálfleiks var Ísland við völd og leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Noregs. Berglind Rós Ágústsdóttir átti fyrsta höggið, frábært skot rétt fyrir utan teig sem flaug rétt framhjá markinu. Sveindís Jane skapaði svo dauðafæri fyrir sjálfa sig en missti boltann aðeins of langt á undan sér og náði ekki góðu skoti. Eftir því sem líða fór á vann Noregur sig betur inn í leikinn og átti ágætis spilkafla, án þess þó að skapa mikla hættu. Líkt og í fyrri hálfleik var hættan helst þegar Ísland gerði mistök, átti misheppnaða sendingu eða misreiknaði boltann í lágri kvöldsólinni. Að öðru leiti skapaði Noregur lítið. Síðustu mínúturnar steig Ísland aftur upp völlinn og reyndi að setja sigurmarkið. Karólína Lea komst grátlega nálægt því, eftir vel útfærða hornspyrnu, en skotið fór af varnarmanni í slánna og yfir. Leiknum lauk því með markalaustu jafntefli en Ísland fær annað tækifæri á fyrsta sigrinum þegar Sviss kemur í heimsókn á þriðjudaginn.
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti